Þetta skrifar leikarinn Guðjón Davíð Karlsson, eða Gói, við myndband sem hann deilir á Facebook-síðu sinni.
Þar má sjá þau Góa, Unni Ösp Stefánsdóttur og Nínu Dögg Filippusdóttur dansa TikTok dans með krökkunum sem leika börn þeirra Einars, sem Gói leikur, og Freydísar, sem Unnur leikur, í Verbúðinni.
Síðasti þáttur Verbúðarinnar verður sýndur á RÚV í kvöld og bíða landsmenn líklega margir spenntir eftir þættinum, enda hafa þættirnir hlotið góðar viðtökur.