Sýnum frumkvæði Jódís Skúladóttir skrifar 13. febrúar 2022 18:30 Fjöldi skotárása í Bandarískum háskólum og á götum úti hefur vakið mikla umræðu um skotvopnaeign almennings undanfarin ár. Fréttir af skotvopnaárásum hafa færst nær og nær og nánast orðið daglegt brauð að skotárásir verði í dönskum og sænskum borgum. Árásin í Útey breytti líka heimsmynd okkar norðurlandabúa og vakti okkur hressilega til umhugsunar. Hér hefur skotárásum fjölgað ískyggilega síðustu misseri, Rauðagerðismálið, skotárás á Egilsstöðum og tvær skotárásir í Reykjavík síðustu vikuna vekja okkur ugg. Nú er það svo að sjálf er undirrituð skotvopnaeigandi, stundar sjálfbærar skotveiðar og er alin upp við að umgangast skotvopn af virðingu. Skotvopn eru í eðli sínu ekki hættuleg frekar en bifreiðar eða hnífapör. Það er almennt mannanna verk ef skaði hlýst af meðferð þeirra. Það er mér mikið kappsmál að Ísland sýni frumkvæði í því að tryggja öryggi borgaranna og hef ég aldrei haft trú á að vopnvæðing lögreglu sé svar við auknu ofbeldi á landinu. Það að lögregla og glæpaklíkur fari í vígbúnaðarkapphlaup er einfaldlega ekki til þess fallið að draga úr ofbeldi eða auka öryggi landsmanna. Eitt af mínum fyrstu verkum eftir að ég settist á þing var að hefja undirbúning að frumvarpi um endurskoðun skotvopnalaga. Það hefur verið mín tilfinning lengi að mikið sé af óskráðum skotvopnum í landinu en áhugavert er að ekki ber saman skoðun lögreglu og almennings um hversu algengt sé að skotvopn séu óskráð í landinu. Ástæður óskráðar skotvopna geta verið ólíkar, andvaraleysi aðstandenda við fráfall skráðs eiganda, smygl og þjófnaður svo eitthvað sé nefnt. Í undirbúningsvinnu minni við frumvarpið kynnti ég mér löggjöf nágrannalanda. Borið hefur á því á Norðurlöndum að svokölluð „óvirk skotvopn“ séu keypt frá Austur Evrópu en þá er hægt að komast hjá hefðbundnu ferli um kaup á skotvopnum. Það þarf hins vegar litla þekkingu til þess að breyta vopnunum með einföldum hætti til þess að gera þau virk. Árið 2017 bauðst Áströlum að skila inn óskráðum og ólöglegum skotvopnum án eftirmála en þetta var í annað sinn sem slíkt átak var gert í Ástralíu og skiluðu sér alls um 57.000 skotvopn inn til yfirvalda. Eftir hryðjuverkaárás í Nýja-Sjálandi árið 2019 þar sem rúmlega 50 voru myrt í skotárásum bauðst fólki að skila inn ákveðnum tegundum skotvopna gegn greiðslu eftir að lögum var breytt og þau hert. Einnig gafst fólki kostur á að skila inn óskráðum vopnum án yfirheyrslu og voru yfir 50.000 skotvopnum þannig skilað inn til lögreglu. Sambærilegt átak var í Svíþjóð árið 2014 og skilaði það yfir 15.000 skotvopnum til yfirvalda. Eftir gott samtal við Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ákvað ég að leggja ekki fram frumvarpið þar sem stjórnarfrumvarp um endurskoðun skotvopnalaga er í farvatninu. Ég mun hins vegar halda málinu vakandi og fylgja því eftir inni á þingi þar sem alvarleiki málsins er með þeim hætti að við getum ekki og megum ekki fljóta sofandi að feigðarósi. Það verður aldrei hægt að koma að fullu í veg fyrir skotárásir en með ábyrgri löggjöf á átaki í eftirliti og umsýslu má hins vegar draga úr líkum á misnotkun skotvopna og þannig bjarga mannslífum. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Alþingi Vinstri græn Skotvopn Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Skoðun Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Sjá meira
Fjöldi skotárása í Bandarískum háskólum og á götum úti hefur vakið mikla umræðu um skotvopnaeign almennings undanfarin ár. Fréttir af skotvopnaárásum hafa færst nær og nær og nánast orðið daglegt brauð að skotárásir verði í dönskum og sænskum borgum. Árásin í Útey breytti líka heimsmynd okkar norðurlandabúa og vakti okkur hressilega til umhugsunar. Hér hefur skotárásum fjölgað ískyggilega síðustu misseri, Rauðagerðismálið, skotárás á Egilsstöðum og tvær skotárásir í Reykjavík síðustu vikuna vekja okkur ugg. Nú er það svo að sjálf er undirrituð skotvopnaeigandi, stundar sjálfbærar skotveiðar og er alin upp við að umgangast skotvopn af virðingu. Skotvopn eru í eðli sínu ekki hættuleg frekar en bifreiðar eða hnífapör. Það er almennt mannanna verk ef skaði hlýst af meðferð þeirra. Það er mér mikið kappsmál að Ísland sýni frumkvæði í því að tryggja öryggi borgaranna og hef ég aldrei haft trú á að vopnvæðing lögreglu sé svar við auknu ofbeldi á landinu. Það að lögregla og glæpaklíkur fari í vígbúnaðarkapphlaup er einfaldlega ekki til þess fallið að draga úr ofbeldi eða auka öryggi landsmanna. Eitt af mínum fyrstu verkum eftir að ég settist á þing var að hefja undirbúning að frumvarpi um endurskoðun skotvopnalaga. Það hefur verið mín tilfinning lengi að mikið sé af óskráðum skotvopnum í landinu en áhugavert er að ekki ber saman skoðun lögreglu og almennings um hversu algengt sé að skotvopn séu óskráð í landinu. Ástæður óskráðar skotvopna geta verið ólíkar, andvaraleysi aðstandenda við fráfall skráðs eiganda, smygl og þjófnaður svo eitthvað sé nefnt. Í undirbúningsvinnu minni við frumvarpið kynnti ég mér löggjöf nágrannalanda. Borið hefur á því á Norðurlöndum að svokölluð „óvirk skotvopn“ séu keypt frá Austur Evrópu en þá er hægt að komast hjá hefðbundnu ferli um kaup á skotvopnum. Það þarf hins vegar litla þekkingu til þess að breyta vopnunum með einföldum hætti til þess að gera þau virk. Árið 2017 bauðst Áströlum að skila inn óskráðum og ólöglegum skotvopnum án eftirmála en þetta var í annað sinn sem slíkt átak var gert í Ástralíu og skiluðu sér alls um 57.000 skotvopn inn til yfirvalda. Eftir hryðjuverkaárás í Nýja-Sjálandi árið 2019 þar sem rúmlega 50 voru myrt í skotárásum bauðst fólki að skila inn ákveðnum tegundum skotvopna gegn greiðslu eftir að lögum var breytt og þau hert. Einnig gafst fólki kostur á að skila inn óskráðum vopnum án yfirheyrslu og voru yfir 50.000 skotvopnum þannig skilað inn til lögreglu. Sambærilegt átak var í Svíþjóð árið 2014 og skilaði það yfir 15.000 skotvopnum til yfirvalda. Eftir gott samtal við Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ákvað ég að leggja ekki fram frumvarpið þar sem stjórnarfrumvarp um endurskoðun skotvopnalaga er í farvatninu. Ég mun hins vegar halda málinu vakandi og fylgja því eftir inni á þingi þar sem alvarleiki málsins er með þeim hætti að við getum ekki og megum ekki fljóta sofandi að feigðarósi. Það verður aldrei hægt að koma að fullu í veg fyrir skotárásir en með ábyrgri löggjöf á átaki í eftirliti og umsýslu má hins vegar draga úr líkum á misnotkun skotvopna og þannig bjarga mannslífum. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun