Sendi Valentínusarkveðju á ástina sína í kvöldfréttum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. febrúar 2022 20:15 Tveir rómantíkusar, alls ótengdir en eiga það sameiginlegt að ætla að gleðja maka sína í dag. vísir/arnar Elskendur hafa margir haldið Valentínusardaginn hátíðlegan í dag með blómum, böngsum og súkkulaðimolum. Við litum við í blómabúð þar sem rómantískt andrúmsloftið var nánast áþreifanlegt. Þar ræddum við við blómasala og tvo rómantíkusa, sem voru í leit að gjöfum fyrir maka sína í tilefni dagsins. „Dagurinn byrjaði alveg vel og þó svo að það hafi verið mikið ófært og mikill snjór að þá lata menn sig hafa það að kaupa blóm á Valentínusardaginn. Og konur líka, að sjálfsögðu,“ segir Þórdís Zophia, fagstjóri blómadeildar Garðheima. Færðin á höfuðborgarsvæðinu í morgun kom ekki í veg fyrir blómakaup fólks. „Ástin sigrar allt. Bæði ófærð og Covid,“ segir Þórdís. Þórdís segir mikið hafa verið að gera í dag enda sigri ástin allt, einnig vonda færð.vísir/arnar Hún segir konur og karla jafndugleg við að gleðja maka sína í tilefni dagsins. Karlarnir eiga það þó til að kaupa veglegri gjafir. „Fólk er alveg að eyða um þúsund krónum í eina rós og alveg upp í tuttugu, þrjátíu þúsund,“ segir Þórdís. Rauðar rósir eru þó alltaf vinsælastar og súkkulaðihjörtun gera einnig gott mót. Sjónvarpskveðja og blómvöndur Salan á blómum eykst alltaf mjög í kring um Valentínusardaginn og virðist komin mikil hefð fyrir deginum hér á landi. Allavega voru viðmælendur okkar í blómabúðinni á því máli. „Ég vaknaði við blóm klukkan 6 í morgun þannig að greinilega,“ segir Margrét Sól sem var stödd í Garðheimum að leita að gjöf til að endurgjalda manninum greiðann. „Ég vona að hann verði ánægður með þetta,“ segir Margrét Sól. Hún vill þó ekki gefa upp hvað var í pakkanum enda óviss um hvort kærastinn yrði búinn að opna hann á kvöldfréttatíma. Jakob Fannar Stefánsson er annar rómantíker sem við rákumst á í Garðheimum í dag. Hann gefur blómvönd í ár. Gefurðu alltaf blóm á Valentínusardaginn? „Já, ég held það nú. Ég er líka mikill blómamaður og gef reglulega blóm,“ segir Jakob Fannar, sem ákveður að nýta tækifærið í kvöldfréttum til að senda ástinni sinni stutta kveðju í tilefni dagsins: „Ásdís Halla Einarsdóttir, til hamingju með daginn. Ég elska þig.“ Ástin og lífið Valentínusardagurinn Blóm Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Sjá meira
„Dagurinn byrjaði alveg vel og þó svo að það hafi verið mikið ófært og mikill snjór að þá lata menn sig hafa það að kaupa blóm á Valentínusardaginn. Og konur líka, að sjálfsögðu,“ segir Þórdís Zophia, fagstjóri blómadeildar Garðheima. Færðin á höfuðborgarsvæðinu í morgun kom ekki í veg fyrir blómakaup fólks. „Ástin sigrar allt. Bæði ófærð og Covid,“ segir Þórdís. Þórdís segir mikið hafa verið að gera í dag enda sigri ástin allt, einnig vonda færð.vísir/arnar Hún segir konur og karla jafndugleg við að gleðja maka sína í tilefni dagsins. Karlarnir eiga það þó til að kaupa veglegri gjafir. „Fólk er alveg að eyða um þúsund krónum í eina rós og alveg upp í tuttugu, þrjátíu þúsund,“ segir Þórdís. Rauðar rósir eru þó alltaf vinsælastar og súkkulaðihjörtun gera einnig gott mót. Sjónvarpskveðja og blómvöndur Salan á blómum eykst alltaf mjög í kring um Valentínusardaginn og virðist komin mikil hefð fyrir deginum hér á landi. Allavega voru viðmælendur okkar í blómabúðinni á því máli. „Ég vaknaði við blóm klukkan 6 í morgun þannig að greinilega,“ segir Margrét Sól sem var stödd í Garðheimum að leita að gjöf til að endurgjalda manninum greiðann. „Ég vona að hann verði ánægður með þetta,“ segir Margrét Sól. Hún vill þó ekki gefa upp hvað var í pakkanum enda óviss um hvort kærastinn yrði búinn að opna hann á kvöldfréttatíma. Jakob Fannar Stefánsson er annar rómantíker sem við rákumst á í Garðheimum í dag. Hann gefur blómvönd í ár. Gefurðu alltaf blóm á Valentínusardaginn? „Já, ég held það nú. Ég er líka mikill blómamaður og gef reglulega blóm,“ segir Jakob Fannar, sem ákveður að nýta tækifærið í kvöldfréttum til að senda ástinni sinni stutta kveðju í tilefni dagsins: „Ásdís Halla Einarsdóttir, til hamingju með daginn. Ég elska þig.“
Ástin og lífið Valentínusardagurinn Blóm Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Sjá meira