Þungavigtin: Er hópurinn hjá Val sá besti á pappír í sögu efstu deildar karla? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2022 12:00 Þungavigtin Það styttist óðum í að Íslandsmótið í knattspyrnu hefjist en það hefst strax um páskana í ár. Strákarnir í Þungavigtinni ræddu leikmannahóp Valsmanna sem er svakalega sterkur á blaði. Valsmenn enduðu bara í fimmta sæti í titilvörn sinni í fyrra og þetta var versti árangur liðs undir stjórn Heimis Guðjónssonar. Það er óhætt að segja að Valsmenn hafi farið grimmt inn á leikmannamarkaðinn til að styrkja sitt lið fyrir næsta sumar. Rikki G fer yfir fótboltalandslagið í hlaðvarpsþættinum Þungavigtinni ásamt þeim Mikael Nikulássyni og Kristjáni Óla Sigurðssyni sem eru betur þekktir sem Mike og Höfðinginn. Valsmenn hafa meðal annars fengið til sín tvo fyrrum landsliðsmenn úr atvinnumennsku og báðir eru þeir enn á besta aldri. Þetta eru framherjinn Aron Jóhannsson og miðvörðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson. Klippa: Þungavigtin: Er hópurinn hjá Val sá besti á pappír í sögu efstu deildar karla? „Ég var aðeins að renna yfir Valsliðið í gær og þar vantaði þessa nýju menn sem eru ekki komnir með leikheimild. Hefur einhvern tímann verið svona sterkt lið á pappírnum í íslenskum fótbolta frá upphafi,“ spurði Ríkharð Óskar Guðnason. „Ég er ekki viss en pappír hefur aldrei unnið neitt,“ sagði Mikael Nikulásson en bætti svo við: „Kannski KR 1994 þegar Gaui Þórðar tók við og þeir enduðu í fimmta sæti,“ sagði Mikael. „FH-liðið 2005,“ skaut Ríkharð inn í en það lið bætti atvinnumönnunum Tryggva Guðmundssyni og Auðunni Helgasyni við Íslandsmeistaralið sitt. „Ég held að KR-liðið 1994 hafi á pappírnum verið best mannaða lið sem hefur verið hér á Íslandi. Við unnum bikarinn og það var sterkt. Unnum Grindavík þar sem var í næstefstu deild. Fimmta sæti í deildinni af tíu liðum er ævintýralega slakur árangur og ég er búinn að segja það oft við Gaua,“ sagði Mikael. „Það var rosalegt lið ef þið kíkið á það,“ sagði Mikael. Eyjamaðurinn Tryggvi Guðmundsson var einn af þeim sem KR náði í fyrir það tímabil en í liðinu voru einnig Rúnar Kristinsson, Heimir Guðjónsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson sem eru allir þjálfarar í deildinni í dag. „Þetta Valslið er komið með ansi mikla breidd. Það verður að segja alveg eins og er. Ég hitti einmitt Heimi Guðjónsson á laugardaginn og hann var skellihlæjandi,“ sagði Mikael. „Ég skil það vel,“ sagði Ríkharð. „Þið Stjáni voruð aðeins að tala um þetta á föstudaginn hvað Hólmar væri með há laun. En af hverju er ég búinn að lesa um það alla helgina hversu há laun hann er með. Hvaða máli skiptir það,“ spurði Mikael. Það má hlusta á brot úr umræðu þáttarins hér fyrir ofan. Það má síðan nálgast allan þáttinn af Þungavigtinni á Spotify, Apple Podcasts og Tal.is/vigtin. Pepsi Max-deild karla Valur Þungavigtin Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira
Valsmenn enduðu bara í fimmta sæti í titilvörn sinni í fyrra og þetta var versti árangur liðs undir stjórn Heimis Guðjónssonar. Það er óhætt að segja að Valsmenn hafi farið grimmt inn á leikmannamarkaðinn til að styrkja sitt lið fyrir næsta sumar. Rikki G fer yfir fótboltalandslagið í hlaðvarpsþættinum Þungavigtinni ásamt þeim Mikael Nikulássyni og Kristjáni Óla Sigurðssyni sem eru betur þekktir sem Mike og Höfðinginn. Valsmenn hafa meðal annars fengið til sín tvo fyrrum landsliðsmenn úr atvinnumennsku og báðir eru þeir enn á besta aldri. Þetta eru framherjinn Aron Jóhannsson og miðvörðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson. Klippa: Þungavigtin: Er hópurinn hjá Val sá besti á pappír í sögu efstu deildar karla? „Ég var aðeins að renna yfir Valsliðið í gær og þar vantaði þessa nýju menn sem eru ekki komnir með leikheimild. Hefur einhvern tímann verið svona sterkt lið á pappírnum í íslenskum fótbolta frá upphafi,“ spurði Ríkharð Óskar Guðnason. „Ég er ekki viss en pappír hefur aldrei unnið neitt,“ sagði Mikael Nikulásson en bætti svo við: „Kannski KR 1994 þegar Gaui Þórðar tók við og þeir enduðu í fimmta sæti,“ sagði Mikael. „FH-liðið 2005,“ skaut Ríkharð inn í en það lið bætti atvinnumönnunum Tryggva Guðmundssyni og Auðunni Helgasyni við Íslandsmeistaralið sitt. „Ég held að KR-liðið 1994 hafi á pappírnum verið best mannaða lið sem hefur verið hér á Íslandi. Við unnum bikarinn og það var sterkt. Unnum Grindavík þar sem var í næstefstu deild. Fimmta sæti í deildinni af tíu liðum er ævintýralega slakur árangur og ég er búinn að segja það oft við Gaua,“ sagði Mikael. „Það var rosalegt lið ef þið kíkið á það,“ sagði Mikael. Eyjamaðurinn Tryggvi Guðmundsson var einn af þeim sem KR náði í fyrir það tímabil en í liðinu voru einnig Rúnar Kristinsson, Heimir Guðjónsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson sem eru allir þjálfarar í deildinni í dag. „Þetta Valslið er komið með ansi mikla breidd. Það verður að segja alveg eins og er. Ég hitti einmitt Heimi Guðjónsson á laugardaginn og hann var skellihlæjandi,“ sagði Mikael. „Ég skil það vel,“ sagði Ríkharð. „Þið Stjáni voruð aðeins að tala um þetta á föstudaginn hvað Hólmar væri með há laun. En af hverju er ég búinn að lesa um það alla helgina hversu há laun hann er með. Hvaða máli skiptir það,“ spurði Mikael. Það má hlusta á brot úr umræðu þáttarins hér fyrir ofan. Það má síðan nálgast allan þáttinn af Þungavigtinni á Spotify, Apple Podcasts og Tal.is/vigtin.
Pepsi Max-deild karla Valur Þungavigtin Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira