Rekinn úr húsi fyrir að labba á dómarann Sindri Sverrisson skrifar 17. febrúar 2022 07:27 Chris Paul gengur af velli í leiknum við Houston Rockets í Phoenix í nótt. AP/Matt York Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í nótt þar sem flautuþristur tryggði Denver Nuggets sigur á Golden State Warriors, LeBron James leiddi LA Lakers í sterkum sigri á Utah Jazz, og Phoenix Suns héldu áfram að vinna þrátt fyrir að Chris Paul væri rekinn úr húsi. Phoenix vann sinn sjöunda leik í röð í nótt og er með langbesta sigurhlutfallið í deildinni, eða 48 sigra og aðeins 10 töp. Liðið vann Portland Trail Blazers í spennuleik, 124-121, þrátt fyrir að missa Paul af velli. Phoenix var undir, 71-65, þegar Paul missti stjórn á skapi sínu í þriðja leikhluta. Hann fékk fyrst tæknivillu fyrir kjaftbrúk og var greinilega enn óánægður því hann labbaði utan í dómarann J. T. Orr nokkrum sekúndum síðar, fékk þá aðra tæknivillu og hafði þar með lokið leik. The full sequence of Chris Paul's ejection pic.twitter.com/jv5jc8kyCV— Bally Sports Arizona (@BALLYSPORTSAZ) February 17, 2022 Paul hafði fengið högg á höndina og hélt um hana en ekki er talið að meiðslin séu alvarleg. LeBron James skoraði 15 af 33 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar LA Lakers unnu sterkan sigur á Utah Jazz, 106-101, þrátt fyrir meiðsli Anthony Davis. Lakers voru 92-80 undir um miðjan fjórða leikhluta en James fór á kostum og skoraði síðustu tíu stigin í 19-4 áhlaupi heimamanna sem þar með unnu liðið í 4. sæti vesturdeildarinnar. Lakers eru í 9. sæti. LeBron spins and finishes for his 25th point of the night on ESPNHe has now scored 25 PTS in 23 straight games pic.twitter.com/tAW9FjwyaQ— NBA (@NBA) February 17, 2022 Stjarna næturinnar var aftur á móti Monte Morris sem setti niður flautuþrist, yfir Stephen Curry, og tryggði Denver Nuggets 117-116 sigur á Golden State Warriors. MONTE MORRIS KNOCKS DOWN THE #TissotBuzzerBeater, WINNING IT FOR THE @nuggets! #ThisIsYourTime pic.twitter.com/oYHsygvuUK— NBA (@NBA) February 17, 2022 Curry var nýbúinn að skora yfir Morris þegar aðeins 5,9 sekúndur voru eftir af leiknum, og endaði með 25 stig. Nikola Jokic skoraði 35 stig og tók 17 fráköst fyrir Denver sem vann sinn fimmta sigur í síðustu sex leikjum og er í 6. sæti vesturdeildarinnar en Golden State er í 2. sæti. Úrslitin í nótt: Orlando 109-130 Atlanta Boston 111-112 Detroit Indiana 113-108 Washington New York 106-111 Brooklyn Chicago 125-118 Sacramento Memphis 119-123 Portland Minnesota 91-103 Toronto Oklahoma 106-114 San Antonio Phoenix 124-121 Houston Golden State 116-117 Denver LA Lakers 106-101 Utah NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Lögmál leiksins Mest lesið „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
Phoenix vann sinn sjöunda leik í röð í nótt og er með langbesta sigurhlutfallið í deildinni, eða 48 sigra og aðeins 10 töp. Liðið vann Portland Trail Blazers í spennuleik, 124-121, þrátt fyrir að missa Paul af velli. Phoenix var undir, 71-65, þegar Paul missti stjórn á skapi sínu í þriðja leikhluta. Hann fékk fyrst tæknivillu fyrir kjaftbrúk og var greinilega enn óánægður því hann labbaði utan í dómarann J. T. Orr nokkrum sekúndum síðar, fékk þá aðra tæknivillu og hafði þar með lokið leik. The full sequence of Chris Paul's ejection pic.twitter.com/jv5jc8kyCV— Bally Sports Arizona (@BALLYSPORTSAZ) February 17, 2022 Paul hafði fengið högg á höndina og hélt um hana en ekki er talið að meiðslin séu alvarleg. LeBron James skoraði 15 af 33 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar LA Lakers unnu sterkan sigur á Utah Jazz, 106-101, þrátt fyrir meiðsli Anthony Davis. Lakers voru 92-80 undir um miðjan fjórða leikhluta en James fór á kostum og skoraði síðustu tíu stigin í 19-4 áhlaupi heimamanna sem þar með unnu liðið í 4. sæti vesturdeildarinnar. Lakers eru í 9. sæti. LeBron spins and finishes for his 25th point of the night on ESPNHe has now scored 25 PTS in 23 straight games pic.twitter.com/tAW9FjwyaQ— NBA (@NBA) February 17, 2022 Stjarna næturinnar var aftur á móti Monte Morris sem setti niður flautuþrist, yfir Stephen Curry, og tryggði Denver Nuggets 117-116 sigur á Golden State Warriors. MONTE MORRIS KNOCKS DOWN THE #TissotBuzzerBeater, WINNING IT FOR THE @nuggets! #ThisIsYourTime pic.twitter.com/oYHsygvuUK— NBA (@NBA) February 17, 2022 Curry var nýbúinn að skora yfir Morris þegar aðeins 5,9 sekúndur voru eftir af leiknum, og endaði með 25 stig. Nikola Jokic skoraði 35 stig og tók 17 fráköst fyrir Denver sem vann sinn fimmta sigur í síðustu sex leikjum og er í 6. sæti vesturdeildarinnar en Golden State er í 2. sæti. Úrslitin í nótt: Orlando 109-130 Atlanta Boston 111-112 Detroit Indiana 113-108 Washington New York 106-111 Brooklyn Chicago 125-118 Sacramento Memphis 119-123 Portland Minnesota 91-103 Toronto Oklahoma 106-114 San Antonio Phoenix 124-121 Houston Golden State 116-117 Denver LA Lakers 106-101 Utah NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Orlando 109-130 Atlanta Boston 111-112 Detroit Indiana 113-108 Washington New York 106-111 Brooklyn Chicago 125-118 Sacramento Memphis 119-123 Portland Minnesota 91-103 Toronto Oklahoma 106-114 San Antonio Phoenix 124-121 Houston Golden State 116-117 Denver LA Lakers 106-101 Utah
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Lögmál leiksins Mest lesið „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira