Guggugulur fannst á Listasafni Akureyrar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. febrúar 2022 13:18 Verkið Guggugulur fannst í Listasafninu á Akureyri. Aðsend Verkið Guggugulur, sem hvarf á Akureyri fyrir sex árum síðan, er komið í leitirnar og mun kannski skila sér aftur heim til Ísafjarðar eftir allt saman. Greint var frá því á Vísi í morgun að ljósmyndin Guggugulur hafi horfið á Akureyri árið 2016 og aldrei skilað sér heim til Ísafjarðar. Liturinn var á sínum tíma blandaður eftir gula litnum sem einkenndi togarann Guðbjörgina ÍS sem seld var frá Ísafirði til sjávarútvegsfélagsins Samherja árið 1997. Þrátt fyrir loforð um að Guðbjörgin yrði gerð út frá Ísafirði eftir kaupin fór svo að hún var seld til Þýskalands tveimur árum síðar og Guðbjörgin sigldi aldrei aftur í höfn á Ísafirði. Árið 2016 hélt myndlistarmaðurinn Gunnar Jónsson sýningu á Akureyri og sýndi þar verkið Flaggskip, sem ljósmyndin af málningunni er hluti af. Eftir að sýningunni lauk skilaði myndin sér þó aldrei aftur til Ísafjarðar og var týnd á Akureyri þar til í morgun. Ljósmyndin fannst nefnilega á Listasafninu á Akureyri en hún hafði horfið inn í geymslu eftir endurbætur á safninu. „Hún hafði týnst þarna á milli annarra verka, eins og mig grunaði, þegar þau voru að gera upp safnið. Svo hringdi safnstjórinn í mig strax í morgun. Hann sá fréttina og sagði við mig: Ég vissi ekki að þú hafir gert þetta, ég var búinn að velta þessu fyrir mér,“ segir Gunnar. Verk Gunnars Jónssonar, Guggugulur, sem hvarf á Akureyri.Gunnar Jónsson „Það er gott að vita að henni var ekki stolið. Þessi frétt greinilega skilaði sér vel.“ Gunnar segir í samtali við Vísi að hann sé hæstánægður með fundinn. Það liggi þó ekki fyrir hvort Guggugulur fari aftur heim á Ísafjörð og gæti verkið því fylgt í fótspor Guðbjargarinnar - Guggunnar - sjálfrar. Þannig að Guggugulur skilar sér aftur heim til Ísafjarðar eftir allt saman? „Það er aldrei að vita, kannski verður hún bara hjá tengdapabba fyrir norðan. En hún er allavega komin í réttar hendur.“ Myndlist Akureyri Ísafjarðarbær Söfn Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Greint var frá því á Vísi í morgun að ljósmyndin Guggugulur hafi horfið á Akureyri árið 2016 og aldrei skilað sér heim til Ísafjarðar. Liturinn var á sínum tíma blandaður eftir gula litnum sem einkenndi togarann Guðbjörgina ÍS sem seld var frá Ísafirði til sjávarútvegsfélagsins Samherja árið 1997. Þrátt fyrir loforð um að Guðbjörgin yrði gerð út frá Ísafirði eftir kaupin fór svo að hún var seld til Þýskalands tveimur árum síðar og Guðbjörgin sigldi aldrei aftur í höfn á Ísafirði. Árið 2016 hélt myndlistarmaðurinn Gunnar Jónsson sýningu á Akureyri og sýndi þar verkið Flaggskip, sem ljósmyndin af málningunni er hluti af. Eftir að sýningunni lauk skilaði myndin sér þó aldrei aftur til Ísafjarðar og var týnd á Akureyri þar til í morgun. Ljósmyndin fannst nefnilega á Listasafninu á Akureyri en hún hafði horfið inn í geymslu eftir endurbætur á safninu. „Hún hafði týnst þarna á milli annarra verka, eins og mig grunaði, þegar þau voru að gera upp safnið. Svo hringdi safnstjórinn í mig strax í morgun. Hann sá fréttina og sagði við mig: Ég vissi ekki að þú hafir gert þetta, ég var búinn að velta þessu fyrir mér,“ segir Gunnar. Verk Gunnars Jónssonar, Guggugulur, sem hvarf á Akureyri.Gunnar Jónsson „Það er gott að vita að henni var ekki stolið. Þessi frétt greinilega skilaði sér vel.“ Gunnar segir í samtali við Vísi að hann sé hæstánægður með fundinn. Það liggi þó ekki fyrir hvort Guggugulur fari aftur heim á Ísafjörð og gæti verkið því fylgt í fótspor Guðbjargarinnar - Guggunnar - sjálfrar. Þannig að Guggugulur skilar sér aftur heim til Ísafjarðar eftir allt saman? „Það er aldrei að vita, kannski verður hún bara hjá tengdapabba fyrir norðan. En hún er allavega komin í réttar hendur.“
Myndlist Akureyri Ísafjarðarbær Söfn Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira