Niðurbrotin þrátt fyrir silfur á ÓL: Ég hata þessa íþrótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2022 10:31 Alexandra Trusova stóð sig frábærlega en tókst samt ekki að tryggja sér gullið. Getty/Amin Mohammad Öll athyglin var á hinni fimmtán ára gömlu skautadrottningu Kamilu Valievu eftir að æfingar hennar á Vetararólympíuleikunum í gær gengu ekki jafn vel og vonir stóðu til. en hún missti þar með af verðlaunapalli. Á bak við hana sáu glöggir sjónvarpsáhorfendur aftur á móti silfurstúlkuna í keppninni niðurbrotna. Rússar voru hársbreidd frá því að eiga allan verðlaunapallinn í listhlaupi kvenna á skautum í gær. Reiknað var með því að hin unga Kamila Valieva ynni til verðlauna. Hún mátti sætta sig við fjórða sætið eftir ítrekuð föll. Því gat farið fram verðlaunaafhending. Trusova getting 2nd place during medal ceremony after emotional breakdown. #OlympicGames pic.twitter.com/kAbBvkBqMd— Steph (@Reptarro) February 17, 2022 Alþjóðaskautsambandið hafði tilkynnt það að það yrði engin verðlaunaafhending væri Valieva á meðal efstu þriggja. Ástæðan var sú að hún hafði fallið á lyfjaprófi í desember en fengið leyfi Alþjóðaíþróttadómstólsins til að keppa. Þrátt fyrir að Kamila væri á verðlaunapalli þá munaði litlu að ekkert yrði af verðlaunaafhendingunni. Ástæðan var að ein af þeim sem komst á pall var niðurbrotin vegna niðurstöðunnar. Hin fimmtán ára Kamila átti erfitt með sig í lokin enda vonbrigðin mikil. Það voru þó viðbrögð hinnar sautján ára gömul Alexöndru Trusovu sem vöktu meiri athygli. Alexandra var frábær í frjálsu æfingunum og náði hæstu einkunn allra keppenda. Hún missti þó gullið til þriðju rússnesku stelpunnar en skylduæfingar Önnu Shcherbakova voru það stórkostlegar að þær tryggðu henni gullið. In the most ambitious jumping competition in the history of women s Olympic figure skating, no one performed more audaciously than another Russian teenager, Alexandra Trusova, who attempted five quads, landed three cleanly and finished second. https://t.co/Hdv1xFIgDy pic.twitter.com/Ja4llHytrk— The New York Times (@nytimes) February 18, 2022 Trusova var mjög ósátt í lok keppninnar og reiðikast hennar fór ekki framhjá neinum. Erlendir fréttamiðlar hafa nú þýtt það sem hún öskraði á þjálfara sinn og þeirra sem vildu heyra. „Allir fá gullverðlaun, allir nema ég. Ég hata skauta. Ég hata alla. Ég hata þessa íþrótt, Ég mun aldrei skauta aftur. Aldrei. Þetta er ömurlegt. Svona á þetta ekki að vera,“ sagði Trusova. Skauakonan virtist líka gefa þjálfara sínum fingurinn þegar hún stóð á verðlaunapallinum. Trusova fékk brons á HM og hefur fengið brons á tveimur síðustu Evrópumótum. Anna Shcherbakova vann gull á HM í fyrra og Kamila Valieva vann gullið á síðasta EM, rétt fyrir Ólympíuleikana. Nú fékk Trusova silfur en gullið lét enn bíða eftir sér. „Ég hef ekki unnið stórmót undanfarin þrjú ár. Ég er alltaf með markmiðið þar. Ég er alltaf að bæta við fleiri stökkum,“ sagði hin sautján ára gamla Trusova á blaðamannafundi seinna. „Þau segja mér að þegar ég næ fleiri stökkum þá muni ég vinna. Það gerðist ekki og þess vegna var ég svona ósátt,“ sagði Trusova. Hún var spurð hvers vegna hún hefði grátið? „Af því bara. Ég vildi gráta og þess vegna grét ég. Ég hef verið ein í þrjár vikur án mömmu minnar og hundanna minna. Þess vegna grét ég,“ sagði Trusova. Viðbrögð hennar má sjá að neðan. Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - ÍBV | Eyjakonur reyna að valda usla í Breiðholti Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Sjá meira
Rússar voru hársbreidd frá því að eiga allan verðlaunapallinn í listhlaupi kvenna á skautum í gær. Reiknað var með því að hin unga Kamila Valieva ynni til verðlauna. Hún mátti sætta sig við fjórða sætið eftir ítrekuð föll. Því gat farið fram verðlaunaafhending. Trusova getting 2nd place during medal ceremony after emotional breakdown. #OlympicGames pic.twitter.com/kAbBvkBqMd— Steph (@Reptarro) February 17, 2022 Alþjóðaskautsambandið hafði tilkynnt það að það yrði engin verðlaunaafhending væri Valieva á meðal efstu þriggja. Ástæðan var sú að hún hafði fallið á lyfjaprófi í desember en fengið leyfi Alþjóðaíþróttadómstólsins til að keppa. Þrátt fyrir að Kamila væri á verðlaunapalli þá munaði litlu að ekkert yrði af verðlaunaafhendingunni. Ástæðan var að ein af þeim sem komst á pall var niðurbrotin vegna niðurstöðunnar. Hin fimmtán ára Kamila átti erfitt með sig í lokin enda vonbrigðin mikil. Það voru þó viðbrögð hinnar sautján ára gömul Alexöndru Trusovu sem vöktu meiri athygli. Alexandra var frábær í frjálsu æfingunum og náði hæstu einkunn allra keppenda. Hún missti þó gullið til þriðju rússnesku stelpunnar en skylduæfingar Önnu Shcherbakova voru það stórkostlegar að þær tryggðu henni gullið. In the most ambitious jumping competition in the history of women s Olympic figure skating, no one performed more audaciously than another Russian teenager, Alexandra Trusova, who attempted five quads, landed three cleanly and finished second. https://t.co/Hdv1xFIgDy pic.twitter.com/Ja4llHytrk— The New York Times (@nytimes) February 18, 2022 Trusova var mjög ósátt í lok keppninnar og reiðikast hennar fór ekki framhjá neinum. Erlendir fréttamiðlar hafa nú þýtt það sem hún öskraði á þjálfara sinn og þeirra sem vildu heyra. „Allir fá gullverðlaun, allir nema ég. Ég hata skauta. Ég hata alla. Ég hata þessa íþrótt, Ég mun aldrei skauta aftur. Aldrei. Þetta er ömurlegt. Svona á þetta ekki að vera,“ sagði Trusova. Skauakonan virtist líka gefa þjálfara sínum fingurinn þegar hún stóð á verðlaunapallinum. Trusova fékk brons á HM og hefur fengið brons á tveimur síðustu Evrópumótum. Anna Shcherbakova vann gull á HM í fyrra og Kamila Valieva vann gullið á síðasta EM, rétt fyrir Ólympíuleikana. Nú fékk Trusova silfur en gullið lét enn bíða eftir sér. „Ég hef ekki unnið stórmót undanfarin þrjú ár. Ég er alltaf með markmiðið þar. Ég er alltaf að bæta við fleiri stökkum,“ sagði hin sautján ára gamla Trusova á blaðamannafundi seinna. „Þau segja mér að þegar ég næ fleiri stökkum þá muni ég vinna. Það gerðist ekki og þess vegna var ég svona ósátt,“ sagði Trusova. Hún var spurð hvers vegna hún hefði grátið? „Af því bara. Ég vildi gráta og þess vegna grét ég. Ég hef verið ein í þrjár vikur án mömmu minnar og hundanna minna. Þess vegna grét ég,“ sagði Trusova. Viðbrögð hennar má sjá að neðan.
Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - ÍBV | Eyjakonur reyna að valda usla í Breiðholti Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Sjá meira