Tilkynnt um átján nauðganir á mánuði í fyrra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. febrúar 2022 12:59 Lögreglu bárust í fyrra 220 tilkynningar um nauðganir. Vísir/Vilhelm Talsverð aukning hefur verið á tilkynningu kynferðisbrota á undanförnum árum en í fyrra bárust 37% fleiri tilkynningar um nauðganir til lögreglunnar en árið 2020. Þetta kemur fram í nýjum ársfjórðungslegum tölfræðiupplýsingum ríkislögreglustjóra um tilkynningar kynferðisbrota. Þar segir að árið 2021 hafi lögreglu borist 220 tilkynningar um nauðganir sem samsvari 37% fjölgun frá árinu á undan. Nær línulegur vöxtur hafi verið í tilkynntum nauðgunum hér frá árinu 2010 þegar þær voru 98. Að meðaltali er nú tilkynnt um 18 nauðganir á mánuði en heildarfjöldi tilkynntra kynferðisbrota í fyrra var 672, sem er aukning um 14% miðað við meðaltal síðustu þriggja ára. Þá fjölgaði tilkynntum kynferðisbrotum gegn börnum en lögreglunni bárust 142 tilkynningar um slík brot í fyrra, sem er fjölgun um 29% miðað við meðaltalið árin þrjú á undan. Þá fjölgaði sömuleiðis tilkynningum um barnaníð í formi vörslu mynda og myndskeiða. Sömu sögu er að segja um tilkynningar um kynferðislega áreitni og brot gegn kynferðislegri friðhelgi. Alls voru 104 slík brot tilkynnt í fyrra en meðaltalið á ári síðustu þrjú árin á undan voru 57 tilkynningar. Telja vitundarvakningu og umræðu útskýra fjölgun tilkynninga Fram kemur í skýrslunni að leiða megi líkur að því að vitundarvakning og samfélagsleg umræða um kynbundið ofbeldi hafi orðið til þess að fleiri brot séu tilkynnti til lögreglu og fjölgun tilkynninga megi því að einhverji leiti rekja til þess. Þá geti jafnframt verið að samkomutakmarkanir hafi haft áhrif á brot og tilkynningar síðastliðin tvö ár. Karlmenn voru í miklum meirihluta þeirra sem grunaðir eru um kynferðisbrot og þá eru langflestir brotaþolar kvenkyns. Á síðasta ári voru 420 einstaklingar grunaðir um kynferðisbrot og af þeim voru 94% karlmanna. Meðalaldur grunaðra karla eru 35 ár og grunaðra kvenna 30 ár. Þegar kemur að brotaþolum voru þeir í 84% tilvika kvenkyns en tilkynntum brotum gegn körlum hefur þó farið fjölgandi frá árinu 2017. Þegar um einungis nauðgunarbrot er að ræða hækkar hlutfall karlkyns grunaðra í 99% og brotaþolar voru í 93% tilvika konur. Hlutfall barna í tilkynntum kynferðisbrotum hefur þá aukist gríðarlega og hefur ekki verið hærra síðan 2017, eða 61%. Þetta hlutfall hækkar í 70% ef horft er til kynferðisslegrar áreitni, brota gegn kynferðislegri friðhelgi og blygðunarsemisbrota. Tæpur þriðjungur nauðgana beinist að börnum. Ríkislögreglustjóri stefnir nú að því að birta ársfjórðungslega tölulegar upplýsingar um kynbundið ofbeldi sem tilkynnt hefur verið um. Þar verður leitast eftir því að veita upplýsingar um tíðni og þróun atvika, en einnig um sakborninga og brotaþola. Lögreglumál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneytið skoðar tillögur um breytt verklag í forræðismálum Félagasamtökin Líf án ofbeldis funduðu með Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra síðastliðinn föstudag þar sem þau kynntu fyrir honum tillögur að breytingu á verklagi sem samtökin telja að yrðu til bóta fyrir stöðu brotaþola ofbeldis í fjölskyldum í málsmeðferð hjá sýslumanni. 18. febrúar 2022 10:39 75 prósent hlynnt því að fólk sé látið víkja í kjölfar ásakana um kynferðisbrot 75 prósent svarenda í skoðanakönnun Prósents sögðust hlynnt því að einstaklingum sem hefðu verið ásakaðir um kynferðisbrot væri vikið frá störfum. Fimmtán prósent svarenda sögðust hvorki vera hlynnt því né ekki en aðeins 10 prósent voru andvíg. 15. febrúar 2022 06:52 Umræðan um ofbeldi hávær og óþægileg en „algjörlega nauðsynleg“ Umræðan um ofbeldi í samfélaginu er „á köflum hávær, jafnvel óþægileg, en algjörlega nauðsynleg,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, í pistli á lögregluvefnum. 11. febrúar 2022 09:21 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum ársfjórðungslegum tölfræðiupplýsingum ríkislögreglustjóra um tilkynningar kynferðisbrota. Þar segir að árið 2021 hafi lögreglu borist 220 tilkynningar um nauðganir sem samsvari 37% fjölgun frá árinu á undan. Nær línulegur vöxtur hafi verið í tilkynntum nauðgunum hér frá árinu 2010 þegar þær voru 98. Að meðaltali er nú tilkynnt um 18 nauðganir á mánuði en heildarfjöldi tilkynntra kynferðisbrota í fyrra var 672, sem er aukning um 14% miðað við meðaltal síðustu þriggja ára. Þá fjölgaði tilkynntum kynferðisbrotum gegn börnum en lögreglunni bárust 142 tilkynningar um slík brot í fyrra, sem er fjölgun um 29% miðað við meðaltalið árin þrjú á undan. Þá fjölgaði sömuleiðis tilkynningum um barnaníð í formi vörslu mynda og myndskeiða. Sömu sögu er að segja um tilkynningar um kynferðislega áreitni og brot gegn kynferðislegri friðhelgi. Alls voru 104 slík brot tilkynnt í fyrra en meðaltalið á ári síðustu þrjú árin á undan voru 57 tilkynningar. Telja vitundarvakningu og umræðu útskýra fjölgun tilkynninga Fram kemur í skýrslunni að leiða megi líkur að því að vitundarvakning og samfélagsleg umræða um kynbundið ofbeldi hafi orðið til þess að fleiri brot séu tilkynnti til lögreglu og fjölgun tilkynninga megi því að einhverji leiti rekja til þess. Þá geti jafnframt verið að samkomutakmarkanir hafi haft áhrif á brot og tilkynningar síðastliðin tvö ár. Karlmenn voru í miklum meirihluta þeirra sem grunaðir eru um kynferðisbrot og þá eru langflestir brotaþolar kvenkyns. Á síðasta ári voru 420 einstaklingar grunaðir um kynferðisbrot og af þeim voru 94% karlmanna. Meðalaldur grunaðra karla eru 35 ár og grunaðra kvenna 30 ár. Þegar kemur að brotaþolum voru þeir í 84% tilvika kvenkyns en tilkynntum brotum gegn körlum hefur þó farið fjölgandi frá árinu 2017. Þegar um einungis nauðgunarbrot er að ræða hækkar hlutfall karlkyns grunaðra í 99% og brotaþolar voru í 93% tilvika konur. Hlutfall barna í tilkynntum kynferðisbrotum hefur þá aukist gríðarlega og hefur ekki verið hærra síðan 2017, eða 61%. Þetta hlutfall hækkar í 70% ef horft er til kynferðisslegrar áreitni, brota gegn kynferðislegri friðhelgi og blygðunarsemisbrota. Tæpur þriðjungur nauðgana beinist að börnum. Ríkislögreglustjóri stefnir nú að því að birta ársfjórðungslega tölulegar upplýsingar um kynbundið ofbeldi sem tilkynnt hefur verið um. Þar verður leitast eftir því að veita upplýsingar um tíðni og þróun atvika, en einnig um sakborninga og brotaþola.
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneytið skoðar tillögur um breytt verklag í forræðismálum Félagasamtökin Líf án ofbeldis funduðu með Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra síðastliðinn föstudag þar sem þau kynntu fyrir honum tillögur að breytingu á verklagi sem samtökin telja að yrðu til bóta fyrir stöðu brotaþola ofbeldis í fjölskyldum í málsmeðferð hjá sýslumanni. 18. febrúar 2022 10:39 75 prósent hlynnt því að fólk sé látið víkja í kjölfar ásakana um kynferðisbrot 75 prósent svarenda í skoðanakönnun Prósents sögðust hlynnt því að einstaklingum sem hefðu verið ásakaðir um kynferðisbrot væri vikið frá störfum. Fimmtán prósent svarenda sögðust hvorki vera hlynnt því né ekki en aðeins 10 prósent voru andvíg. 15. febrúar 2022 06:52 Umræðan um ofbeldi hávær og óþægileg en „algjörlega nauðsynleg“ Umræðan um ofbeldi í samfélaginu er „á köflum hávær, jafnvel óþægileg, en algjörlega nauðsynleg,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, í pistli á lögregluvefnum. 11. febrúar 2022 09:21 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið skoðar tillögur um breytt verklag í forræðismálum Félagasamtökin Líf án ofbeldis funduðu með Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra síðastliðinn föstudag þar sem þau kynntu fyrir honum tillögur að breytingu á verklagi sem samtökin telja að yrðu til bóta fyrir stöðu brotaþola ofbeldis í fjölskyldum í málsmeðferð hjá sýslumanni. 18. febrúar 2022 10:39
75 prósent hlynnt því að fólk sé látið víkja í kjölfar ásakana um kynferðisbrot 75 prósent svarenda í skoðanakönnun Prósents sögðust hlynnt því að einstaklingum sem hefðu verið ásakaðir um kynferðisbrot væri vikið frá störfum. Fimmtán prósent svarenda sögðust hvorki vera hlynnt því né ekki en aðeins 10 prósent voru andvíg. 15. febrúar 2022 06:52
Umræðan um ofbeldi hávær og óþægileg en „algjörlega nauðsynleg“ Umræðan um ofbeldi í samfélaginu er „á köflum hávær, jafnvel óþægileg, en algjörlega nauðsynleg,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, í pistli á lögregluvefnum. 11. febrúar 2022 09:21