Að beita valdi og múlbinda Drífa Snædal skrifar 18. febrúar 2022 16:31 Þegar blaðamenn eru komnir með stöðu grunaðra hjá lögregluyfirvöldum fyrir það eitt að segja fréttir vakna áleitnar spurningar um stöðu lýðræðisins. Það er erfitt að sjá af þeim upplýsingum sem lögreglan lætur frá sér að þessi för gegn blaðamönnum sem sögðu fréttir af skæruliðadeild Samherja sé til neins annars en að leggja fyrirhöfn og kostnað á blaðamenn, hugsanlega til að vera öðrum víti til varnaðar. Þannig er það hættulegt lýðræðinu og frjálsum fjölmiðlum þegar ríkisvaldið beitir sér með þessum hætti. Blaðamenn sem skrifa gegn stjórnmála- eða peningavaldinu eiga skilið vernd og stuðning frá samfélagi sínu, sú vernd er að hluta til bundin í lög, en hún er ekki nóg ein og sér. Það er því skylda þeirra sem vilja verja lýðræðið að tala gegn þöggun, sérstaklega þegar ríkisvaldið beitir henni. Það er þekkt leið til að þagga niður umræður að ráðast persónulega gegn þeim sem setja fram erfiðar spurningar. Með því fælist fólk frá umræðunni og forðast jafnvel að setja sig inn í þau átök sem eiga sér stað. Samfélagsmiðlar hafa verið notaðir sem tæki til slíks – að rægja fólk og ætla þeim allt hið versta – en eru jafnframt vettvangurinn þar sem baráttan gegn ofbeldi á sér stað. Fólk sem hefur sögu að segja eða hefur verið beitt órétti getur komist í samband við annað fólk á sama stað, sagt frá og notið stuðnings. Verkalýðshreyfingin hefur ekki farið varhluta af valdabaráttu undanfarið þar sem farið er hart fram gegn einstaklingum, þeir tortryggðir og jafnvel rægðir. Oft hefur verið erfitt að festa hönd á hinn málefnalega ágreining og harkan í umræðunni hefur orðið til þess að fólk veigrar sér við að fara fram á ritvöllinn, fólk sem hefur ýmislegt til málanna að leggja en vill ekki taka þátt í óvæginni umræðu. Við sem förum fyrir fjöldahreyfingu fáum einmitt þessa dagana fjölda áskorana að leggja niður vopn innan hreyfingarinnar, snúa bökum saman og berjast fyrir sameiginlegum hagsmunum. Með því er ekki sagt að við getum ekki tekist á um stefnur og strauma, jafnvel verið harkalega ósammála. En valdbeitinguna eigum við að forðast og halda okkur við málefnin, ekki persónur. Verkalýðshreyfingin þarf nefnilega að lifa okkur öll sem störfum innan hennar í dag. Við verðum að rísa undir þeirri ábyrgð. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Fjölmiðlar Lögreglan Stéttarfélög Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar blaðamenn eru komnir með stöðu grunaðra hjá lögregluyfirvöldum fyrir það eitt að segja fréttir vakna áleitnar spurningar um stöðu lýðræðisins. Það er erfitt að sjá af þeim upplýsingum sem lögreglan lætur frá sér að þessi för gegn blaðamönnum sem sögðu fréttir af skæruliðadeild Samherja sé til neins annars en að leggja fyrirhöfn og kostnað á blaðamenn, hugsanlega til að vera öðrum víti til varnaðar. Þannig er það hættulegt lýðræðinu og frjálsum fjölmiðlum þegar ríkisvaldið beitir sér með þessum hætti. Blaðamenn sem skrifa gegn stjórnmála- eða peningavaldinu eiga skilið vernd og stuðning frá samfélagi sínu, sú vernd er að hluta til bundin í lög, en hún er ekki nóg ein og sér. Það er því skylda þeirra sem vilja verja lýðræðið að tala gegn þöggun, sérstaklega þegar ríkisvaldið beitir henni. Það er þekkt leið til að þagga niður umræður að ráðast persónulega gegn þeim sem setja fram erfiðar spurningar. Með því fælist fólk frá umræðunni og forðast jafnvel að setja sig inn í þau átök sem eiga sér stað. Samfélagsmiðlar hafa verið notaðir sem tæki til slíks – að rægja fólk og ætla þeim allt hið versta – en eru jafnframt vettvangurinn þar sem baráttan gegn ofbeldi á sér stað. Fólk sem hefur sögu að segja eða hefur verið beitt órétti getur komist í samband við annað fólk á sama stað, sagt frá og notið stuðnings. Verkalýðshreyfingin hefur ekki farið varhluta af valdabaráttu undanfarið þar sem farið er hart fram gegn einstaklingum, þeir tortryggðir og jafnvel rægðir. Oft hefur verið erfitt að festa hönd á hinn málefnalega ágreining og harkan í umræðunni hefur orðið til þess að fólk veigrar sér við að fara fram á ritvöllinn, fólk sem hefur ýmislegt til málanna að leggja en vill ekki taka þátt í óvæginni umræðu. Við sem förum fyrir fjöldahreyfingu fáum einmitt þessa dagana fjölda áskorana að leggja niður vopn innan hreyfingarinnar, snúa bökum saman og berjast fyrir sameiginlegum hagsmunum. Með því er ekki sagt að við getum ekki tekist á um stefnur og strauma, jafnvel verið harkalega ósammála. En valdbeitinguna eigum við að forðast og halda okkur við málefnin, ekki persónur. Verkalýðshreyfingin þarf nefnilega að lifa okkur öll sem störfum innan hennar í dag. Við verðum að rísa undir þeirri ábyrgð. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun