Laugvetningar og Stella í orlofi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. febrúar 2022 20:05 Gísella Hannesdóttir (t.h.), nemandi við skólann skrifaði handritið og hún leikstýrir verkinu, ásamt Arnheiði Dilja Benediktsdóttur, sem er líka nemandi við skólann. Magnús Hlynur Hreiðarsson Stella í orlofi er nú mætt í félagsheimilið Aratungu í Bláskógabyggð en þar er leikhópur Menntaskólans að Laugarvatni að sýna leikrit eftir samnefndir kvikmynd frá 1986. Mikið gengur á á sviðinu, enda mikið líf í kringum Stellu í leið sinni í sumarbústað með sænskum alka, sem er á leiðinni í meðferð hjá SÁÁ. Leikhópur menntaskólans hefur verið að æfa leikritið á fullum krafti síðustu vikur og í gærkvöldi var komið að frumsýningu í Aratungu fyrir fullu húsi. Stemmingin var mjög góð enda söguþráðurinn mjög líflegur og skemmtilegur. Gísella Hannesdóttir, nemandi við skólann skrifaði handritið og hún leikstýrir verkinu, ásamt Arnheiði Dilja Benediktsdóttur, sem er líka nemandi við skólann. Það eru 23 leikarar í leikritinu og alls 40 sem koma að sýningunni. Freyja Benónýsdóttir leikur Stellu og Þrándur Ingvarsson leikur Salomon Gustavsson svo einhverjir séu nefndir. „Við erum svo ánægðar, þetta gekk ótrúlega vel. Þetta var svo gaman og svo mikil gleði núna,“ segir Arnheiður Diljá og Gísella bætir við; „Þetta er mynd sem allir þekkja og það hefur verið svo skemmtilegt að gera þetta að leikriti.“ Laxar koma m.a. við sögu í leikritinu en nemendur sýndu flott tilþrif þegar þeir léku sér með þá.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þið eruð með ótrúlega flottan hóp með ykkur? „Algjörlega, geggjaðan hóp. Okkur þykir svo vænt um þessa krakka. Við erum búin að vera svo mikið saman og við erum öll svo góðir vinir, það er svo skemmtilegt. Það er líka ótrúlega tilfinning að fá loksins að gera eitthvað svona, sem við erum búin að hlakka til frá því að við byrjuðum í skólanum. Það þurfti að aflýsa leikritinu síðustu tvö ár þannig að við erum rosalega ánægðar að það sé hægt að sýna það núna,“ segja þær stöllur. Frumsýningin í Aratungu tókst frábærlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Menntaskólinn að Laugarvatni, hvernig skóli er það? „Þetta er besti skóli í heimi, ég segi það með fullri vissu,“ segir Arnheiður og Gísella tekur undir það. „Já, þetta er yndislegur skóli, okkur þykir svo vænt um hann, við erum bara öll eins og ein stór fjölskylda.“ Allt ætlaði að tryllast í salnum í lok sýningarinnar í gærkvöldi og voru aðalleikararnir og leikstjórarnir leystir út með blómum. Tvær sýningar verð á morgun, laugardag í Aratungu, eða klukkan 14:00 og 20:00. Hægt er að nálgast miða á sýningarnar hér Lionsklúbburinn Kiddi mætir að sjálfsögðu á sviðið í Aratungu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Menning Framhaldsskólar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Leikhópur menntaskólans hefur verið að æfa leikritið á fullum krafti síðustu vikur og í gærkvöldi var komið að frumsýningu í Aratungu fyrir fullu húsi. Stemmingin var mjög góð enda söguþráðurinn mjög líflegur og skemmtilegur. Gísella Hannesdóttir, nemandi við skólann skrifaði handritið og hún leikstýrir verkinu, ásamt Arnheiði Dilja Benediktsdóttur, sem er líka nemandi við skólann. Það eru 23 leikarar í leikritinu og alls 40 sem koma að sýningunni. Freyja Benónýsdóttir leikur Stellu og Þrándur Ingvarsson leikur Salomon Gustavsson svo einhverjir séu nefndir. „Við erum svo ánægðar, þetta gekk ótrúlega vel. Þetta var svo gaman og svo mikil gleði núna,“ segir Arnheiður Diljá og Gísella bætir við; „Þetta er mynd sem allir þekkja og það hefur verið svo skemmtilegt að gera þetta að leikriti.“ Laxar koma m.a. við sögu í leikritinu en nemendur sýndu flott tilþrif þegar þeir léku sér með þá.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þið eruð með ótrúlega flottan hóp með ykkur? „Algjörlega, geggjaðan hóp. Okkur þykir svo vænt um þessa krakka. Við erum búin að vera svo mikið saman og við erum öll svo góðir vinir, það er svo skemmtilegt. Það er líka ótrúlega tilfinning að fá loksins að gera eitthvað svona, sem við erum búin að hlakka til frá því að við byrjuðum í skólanum. Það þurfti að aflýsa leikritinu síðustu tvö ár þannig að við erum rosalega ánægðar að það sé hægt að sýna það núna,“ segja þær stöllur. Frumsýningin í Aratungu tókst frábærlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Menntaskólinn að Laugarvatni, hvernig skóli er það? „Þetta er besti skóli í heimi, ég segi það með fullri vissu,“ segir Arnheiður og Gísella tekur undir það. „Já, þetta er yndislegur skóli, okkur þykir svo vænt um hann, við erum bara öll eins og ein stór fjölskylda.“ Allt ætlaði að tryllast í salnum í lok sýningarinnar í gærkvöldi og voru aðalleikararnir og leikstjórarnir leystir út með blómum. Tvær sýningar verð á morgun, laugardag í Aratungu, eða klukkan 14:00 og 20:00. Hægt er að nálgast miða á sýningarnar hér Lionsklúbburinn Kiddi mætir að sjálfsögðu á sviðið í Aratungu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Menning Framhaldsskólar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira