Allt klappað og klárt hjá blómabændum fyrir konudaginn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. febrúar 2022 14:01 Axel Sæland, garðyrkju og blómabóndi á Espiflöt í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð, ásamt konu sinni, Heiðu Pálrúnu Leifsdóttur en þau eiga stöðina saman. Heiða á von á risa blómvendi frá sínum manni á konudaginn. Ívar Sæland Blómabændur og starfsfólk þeirra hefur nánast unnið dag og nótt síðustu daga við að gera allt klárt fyrir konudaginn, sem er á morgun en það er langstærsti söludagur ársins á íslenskum blómum. Bleikur og lillatónar eru vinsælustu litir blóma morgundagsins. Konudagur er fyrsti dagur góu, sem er sunnudagurinn í 18. viku vetrar á milli 18. og 24. febrúar. Konudagur hefur alltaf verið mikill blómadagur því þá er vinsælt hjá karlmönnum að gefa konum sínum blóm. Íslenskir blómabændur hafa staðið í ströngu við að undirbúa konudaginn með ræktun á fjölbreyttum blómum, sem eru nú komin í verslanir. Blómin eru mjög fjölbreytt á litinn.Ívar Sæland Axel Sæland rekur garðyrkjustöðina Espiflöt í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð, þar sem mikið af blómum er í framleiðslu allt árið um kring og ekki síst fyrir konudaginn. „Skipulag fyrir svona dag byrjar í rauninni alveg ári áður en þá þurfum við að taka saman hvernig síðasti dagur fór og skipuleggja restina út frá honum, hvort við erum að fara að bæta í eða draga úr eða hvaða litaúrval við ætlum að veðja á næsta árið,“ segir Axel. Myndarlegur hópur starfsfólks Espiflatar í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð.Ívar Sæland Axel segir ekki möguleika fyrir þær átta garðyrkjustöðvar, sem eru í afskornum blómum að hafa nóg fyrir konudaginn og því þurfi að flytja inn töluvert af blómum til að anna eftirspurninni. „Já, já, það þarf að gera það.“ Hvað sýnist þér með litinn í ár, hvað verður vinsælasti liturinn á morgun? „Bleikur og lillatónar hafa verið að ryðja sér meira til rúms. Ég hef svolítið veðjað á það, við gerðum það líka síðasta og ákváðum að gera það aftur, þannig að ég veðja á hann,“ segir Axel. Það hefur verið allt á fullu síðustu vikur í Espiflöt að undirbúa konudaginn 2022.Ívar Sæland En hvað er þetta með konudaginn og blóm? „Já, það er góð spurning, þetta er eitthvað sem er orðið fast í þjóðarsálinni, sem við garðyrkjubændur erum gríðarlega ánægðir með. Þetta er tilefni og samfélagið leitar oft eftir tilefnum til að fara og lyfta sér upp og gera sér glaðan dag og blóm hafa náð ákveðinni festu í konudeginum.“ En hvað með blómabóndann Axel, gefur hann sinni konu blóm á konudaginn? „Já, að sjálfsögðu gef ég henni blóm en ég reyni að horfa á fleiri tilefni en bara konudaginn. Það er alltaf gaman þegar maður er að taka inn ný afbrigði inn í húsið, nýjar tegundir eða nýjar litapallíettur í blómunum, þá leyfir maður henni að njóta í fyrstu blómunum, sem koma í því,“ segir Axel, alsæll blómabóndi í Biskupstungum. Konudagurinn er langstærsti blómasöludagur ársins.Ívar Sæland Bláskógabyggð Blóm Konudagur Landbúnaður Garðyrkja Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Konudagur er fyrsti dagur góu, sem er sunnudagurinn í 18. viku vetrar á milli 18. og 24. febrúar. Konudagur hefur alltaf verið mikill blómadagur því þá er vinsælt hjá karlmönnum að gefa konum sínum blóm. Íslenskir blómabændur hafa staðið í ströngu við að undirbúa konudaginn með ræktun á fjölbreyttum blómum, sem eru nú komin í verslanir. Blómin eru mjög fjölbreytt á litinn.Ívar Sæland Axel Sæland rekur garðyrkjustöðina Espiflöt í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð, þar sem mikið af blómum er í framleiðslu allt árið um kring og ekki síst fyrir konudaginn. „Skipulag fyrir svona dag byrjar í rauninni alveg ári áður en þá þurfum við að taka saman hvernig síðasti dagur fór og skipuleggja restina út frá honum, hvort við erum að fara að bæta í eða draga úr eða hvaða litaúrval við ætlum að veðja á næsta árið,“ segir Axel. Myndarlegur hópur starfsfólks Espiflatar í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð.Ívar Sæland Axel segir ekki möguleika fyrir þær átta garðyrkjustöðvar, sem eru í afskornum blómum að hafa nóg fyrir konudaginn og því þurfi að flytja inn töluvert af blómum til að anna eftirspurninni. „Já, já, það þarf að gera það.“ Hvað sýnist þér með litinn í ár, hvað verður vinsælasti liturinn á morgun? „Bleikur og lillatónar hafa verið að ryðja sér meira til rúms. Ég hef svolítið veðjað á það, við gerðum það líka síðasta og ákváðum að gera það aftur, þannig að ég veðja á hann,“ segir Axel. Það hefur verið allt á fullu síðustu vikur í Espiflöt að undirbúa konudaginn 2022.Ívar Sæland En hvað er þetta með konudaginn og blóm? „Já, það er góð spurning, þetta er eitthvað sem er orðið fast í þjóðarsálinni, sem við garðyrkjubændur erum gríðarlega ánægðir með. Þetta er tilefni og samfélagið leitar oft eftir tilefnum til að fara og lyfta sér upp og gera sér glaðan dag og blóm hafa náð ákveðinni festu í konudeginum.“ En hvað með blómabóndann Axel, gefur hann sinni konu blóm á konudaginn? „Já, að sjálfsögðu gef ég henni blóm en ég reyni að horfa á fleiri tilefni en bara konudaginn. Það er alltaf gaman þegar maður er að taka inn ný afbrigði inn í húsið, nýjar tegundir eða nýjar litapallíettur í blómunum, þá leyfir maður henni að njóta í fyrstu blómunum, sem koma í því,“ segir Axel, alsæll blómabóndi í Biskupstungum. Konudagurinn er langstærsti blómasöludagur ársins.Ívar Sæland
Bláskógabyggð Blóm Konudagur Landbúnaður Garðyrkja Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira