Mjófirðingar kalla eftir laxeldi og jarðgöngum til að treysta byggð Kristján Már Unnarsson skrifar 21. febrúar 2022 22:20 Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku í Mjóafirði. Einar Árnason Tvísýnt er um framtíð byggðar í Mjóafirði eftir að skólahald lagðist þar af fyrir fjórum árum. Þegar Mjófirðingar eru spurðir hvað sé til bjargar er svarið skýrt: Jarðgöng og laxeldi. Í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Um land allt heimsóttum við Mjóafjörð að vetri en til að komast þangað á þessum árstíma þarf að sigla frá Norðfirði. Landleiðin um 578 metra háa Mjóafjarðarheiði er ófær að vetrarlagi. Lok skólahalds mörkuðu ákveðin þáttaskil fyrir byggðina en Erna Ólöf Óladóttir kenndi síðasta grunnskólanemandanum, dóttur sinni. „Og var bara mjög erfitt að þurfa að kveðja skólann,“ segir Erna. Erna Ólöf Óladóttir kenndi dóttur sinni, síðasta grunnskólanemandanum í Mjóafirði.Einar Árnason Þegar engin börn eru í skóla, hver er þá framtíð byggðarinnar? „Það er nefnilega heila málið, sko. Hún er afar tæp,“ svarar Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku. „Það sem ég sé svona sem gæti ýtt undir byggð hér snöggt, það er laxeldið,“ segir Sævar Egilsson, útgerðarmaður og vélstjóri. Sævar Egilsson, útgerðarmaður og vélstjóri.Einar Árnason Sigfús segir að þeir fáu íbúar sem eftir eru í Mjóafirði séu sammála um þetta. Þeir sjái ekkert því til fyrirstöðu að fá fiskeldi í fjörðinn. „En þeir virðast frekar vilja setja þetta á Fáskrúðsfirði, þótt Fáskrúðsfirðingar segðu nei. Þeir vilja setja þetta á Seyðisfjörð, þó Seyðfirðingar segi nei. En við segjum bara: Já, já ,já. Tilbúnir í hvað sem er. En fáum ekki neitt,“ segir Sævar. Frá laxeldi Sæsilfurs í Mjóafirði árið 2005. Síldarvinnslan og Samherji voru meirihlutaeigendur Sæsilfurs.Úr einkasafni Á veturna er byggðin eins og afskekkt eyja. Íbúarnir vilja jarðgöng. Meðan Mjófjarðarheiði er ófær í 160 daga að jafnaði á ári eru Mjófirðingar ósáttir við að göng undir Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar séu í forgangi. „Menn komast ekkert, bara í gegnum Fjarðarheiði á Seyðisfjörð. Stopp. Það þarf að hringtengja svæðið fyrst, segi ég. Og ég stend við það. Og ég get þessvegna drepist með það,“ segir Sigfús á Brekku. Mjófirðingar vilja sjá hringtengingu Austfjarða þannig að Norðfjörður og Seyðisfjörður tengist um Mjóafjörð.Grafík/Ragnar Visage „Þetta sem var kallað Samgöng, sem sagt Norðfjörður-Mjóifjörður, Mjóifjörður-Seyðisfjörður og svo tenging í Hérað, hvernig sem hún er best,“ útskýrir Sævar. Þáttinn um Mjóafjörð má sjá á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Um land allt Fjarðabyggð Byggðamál Fiskeldi Samgöngur Múlaþing Tengdar fréttir Sagt var að í Mjóafirði byggju bara nokkrar þrjóskufullar manneskjur „Í Mjóafirði búa ekkert nema nokkrar þrjóskufullar manneskjur sem bíða dauða síns,“ segir Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku, og skellir upp úr, en tekur fram að þetta hafi Jónas Árnason sagt. Sigfús segist alls ekki viðurkenna að þetta eigi við um íbúa Mjóafjarðar. 20. febrúar 2022 07:14 Samgönguáætlun næstu fimmtán ára samþykkt á Alþingi Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt í gærkvöldi á Alþingi með 55 samhljóða atkvæðum. 30. júní 2020 11:00 Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum. 11. febrúar 2021 22:30 Segir Færeyjar verða stærri með göngum Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegavegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Engir malarvegir. 24. mars 2013 19:14 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Um land allt heimsóttum við Mjóafjörð að vetri en til að komast þangað á þessum árstíma þarf að sigla frá Norðfirði. Landleiðin um 578 metra háa Mjóafjarðarheiði er ófær að vetrarlagi. Lok skólahalds mörkuðu ákveðin þáttaskil fyrir byggðina en Erna Ólöf Óladóttir kenndi síðasta grunnskólanemandanum, dóttur sinni. „Og var bara mjög erfitt að þurfa að kveðja skólann,“ segir Erna. Erna Ólöf Óladóttir kenndi dóttur sinni, síðasta grunnskólanemandanum í Mjóafirði.Einar Árnason Þegar engin börn eru í skóla, hver er þá framtíð byggðarinnar? „Það er nefnilega heila málið, sko. Hún er afar tæp,“ svarar Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku. „Það sem ég sé svona sem gæti ýtt undir byggð hér snöggt, það er laxeldið,“ segir Sævar Egilsson, útgerðarmaður og vélstjóri. Sævar Egilsson, útgerðarmaður og vélstjóri.Einar Árnason Sigfús segir að þeir fáu íbúar sem eftir eru í Mjóafirði séu sammála um þetta. Þeir sjái ekkert því til fyrirstöðu að fá fiskeldi í fjörðinn. „En þeir virðast frekar vilja setja þetta á Fáskrúðsfirði, þótt Fáskrúðsfirðingar segðu nei. Þeir vilja setja þetta á Seyðisfjörð, þó Seyðfirðingar segi nei. En við segjum bara: Já, já ,já. Tilbúnir í hvað sem er. En fáum ekki neitt,“ segir Sævar. Frá laxeldi Sæsilfurs í Mjóafirði árið 2005. Síldarvinnslan og Samherji voru meirihlutaeigendur Sæsilfurs.Úr einkasafni Á veturna er byggðin eins og afskekkt eyja. Íbúarnir vilja jarðgöng. Meðan Mjófjarðarheiði er ófær í 160 daga að jafnaði á ári eru Mjófirðingar ósáttir við að göng undir Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar séu í forgangi. „Menn komast ekkert, bara í gegnum Fjarðarheiði á Seyðisfjörð. Stopp. Það þarf að hringtengja svæðið fyrst, segi ég. Og ég stend við það. Og ég get þessvegna drepist með það,“ segir Sigfús á Brekku. Mjófirðingar vilja sjá hringtengingu Austfjarða þannig að Norðfjörður og Seyðisfjörður tengist um Mjóafjörð.Grafík/Ragnar Visage „Þetta sem var kallað Samgöng, sem sagt Norðfjörður-Mjóifjörður, Mjóifjörður-Seyðisfjörður og svo tenging í Hérað, hvernig sem hún er best,“ útskýrir Sævar. Þáttinn um Mjóafjörð má sjá á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Um land allt Fjarðabyggð Byggðamál Fiskeldi Samgöngur Múlaþing Tengdar fréttir Sagt var að í Mjóafirði byggju bara nokkrar þrjóskufullar manneskjur „Í Mjóafirði búa ekkert nema nokkrar þrjóskufullar manneskjur sem bíða dauða síns,“ segir Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku, og skellir upp úr, en tekur fram að þetta hafi Jónas Árnason sagt. Sigfús segist alls ekki viðurkenna að þetta eigi við um íbúa Mjóafjarðar. 20. febrúar 2022 07:14 Samgönguáætlun næstu fimmtán ára samþykkt á Alþingi Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt í gærkvöldi á Alþingi með 55 samhljóða atkvæðum. 30. júní 2020 11:00 Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum. 11. febrúar 2021 22:30 Segir Færeyjar verða stærri með göngum Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegavegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Engir malarvegir. 24. mars 2013 19:14 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Sagt var að í Mjóafirði byggju bara nokkrar þrjóskufullar manneskjur „Í Mjóafirði búa ekkert nema nokkrar þrjóskufullar manneskjur sem bíða dauða síns,“ segir Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku, og skellir upp úr, en tekur fram að þetta hafi Jónas Árnason sagt. Sigfús segist alls ekki viðurkenna að þetta eigi við um íbúa Mjóafjarðar. 20. febrúar 2022 07:14
Samgönguáætlun næstu fimmtán ára samþykkt á Alþingi Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt í gærkvöldi á Alþingi með 55 samhljóða atkvæðum. 30. júní 2020 11:00
Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum. 11. febrúar 2021 22:30
Segir Færeyjar verða stærri með göngum Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegavegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Engir malarvegir. 24. mars 2013 19:14