Meirihluti stuðningsmanna vill losna við Ronaldo Sindri Sverrisson skrifar 22. febrúar 2022 14:01 Cristiano Ronaldo ætti að yfirgefa Manchester United í sumar að mati meirihluta stuðningsmanna. Getty/Martin Rickett Skoðanakönnun The Athletic á meðal stuðningsmanna Manchester United kemur ansi illa út fyrir Cristiano Ronaldo og sérstaklega Harry Maguire en Bruno Fernandes er greinilega aðalmaður liðsins í huga flestra. The Athletic gerði skoðanakönnun á meðal þeirra lesenda sinna sem styðja United og á meðal helstu niðurstaðna er sú staðreynd að 55% þeirra vilja ekki að Ronaldo verði áfram með liðinu á næstu leiktíð. Ronaldo, sem nú er orðinn 37 ára gamall, sneri aftur til United síðasta sumar eftir 12 ára fjarveru en mörkin níu sem hann hefur skorað í ensku úrvalsdeildinni í vetur duga ekki til að stuðningsmenn United vilji halda Portúgalanum. The Athletic surveyed #MUFC supporters: Over 50% don't want Ronaldo at club next season 58% want Ten Hag More think Maguire should be captain than Ronaldo 56% think #MUFC won't win #PL again until 2026-30 59% say Fernandes is most important player @Ankaman616— The Athletic UK (@TheAthleticUK) February 22, 2022 Þess ber þó að geta að þó að meirihluti stuðningsmanna United vilji að Ronaldo yfirgefi félagið í sumar telja 64% þeirra að hann eigi að vera í byrjunarliðinu út þessa leiktíð. Hluti stuðningsmannahóps United hefur kallað eftir því að fyrirliðinn Maguire missi sæti sitt í liðinu og samkvæmt könnuninni vilja aðeins 12% að hann haldi fyrirliðabandinu. Fernandes er vinsælastur og vilja 42% að hann verði gerður að fyrirliða, og 25% að markvörðurinn David de Gea sé fyrirliði. Vilja Ten Hag sem stjóra Samkvæmt könnuninni vilja 61% stuðningsmanna að Maguire missi sæti sitt í byrjunarliðinu. Svipaður fjöldi, eða 60%, telur að Fernandes sé mikilvægasti leikmaður liðsins. United er í leit að framtíðarknattspyrnustjóra til að taka við af Ralf Rangnick í sumar þegar hann fer í starf ráðgjafa hjá félaginu. Samkvæmt könnuninni vilja 58% stuðningsmanna fá Erik ten Hag, stjóra Ajax, en 25,5% vilja Mauricio Pochettino sem stýrir PSG. Enski boltinn Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Sjá meira
The Athletic gerði skoðanakönnun á meðal þeirra lesenda sinna sem styðja United og á meðal helstu niðurstaðna er sú staðreynd að 55% þeirra vilja ekki að Ronaldo verði áfram með liðinu á næstu leiktíð. Ronaldo, sem nú er orðinn 37 ára gamall, sneri aftur til United síðasta sumar eftir 12 ára fjarveru en mörkin níu sem hann hefur skorað í ensku úrvalsdeildinni í vetur duga ekki til að stuðningsmenn United vilji halda Portúgalanum. The Athletic surveyed #MUFC supporters: Over 50% don't want Ronaldo at club next season 58% want Ten Hag More think Maguire should be captain than Ronaldo 56% think #MUFC won't win #PL again until 2026-30 59% say Fernandes is most important player @Ankaman616— The Athletic UK (@TheAthleticUK) February 22, 2022 Þess ber þó að geta að þó að meirihluti stuðningsmanna United vilji að Ronaldo yfirgefi félagið í sumar telja 64% þeirra að hann eigi að vera í byrjunarliðinu út þessa leiktíð. Hluti stuðningsmannahóps United hefur kallað eftir því að fyrirliðinn Maguire missi sæti sitt í liðinu og samkvæmt könnuninni vilja aðeins 12% að hann haldi fyrirliðabandinu. Fernandes er vinsælastur og vilja 42% að hann verði gerður að fyrirliða, og 25% að markvörðurinn David de Gea sé fyrirliði. Vilja Ten Hag sem stjóra Samkvæmt könnuninni vilja 61% stuðningsmanna að Maguire missi sæti sitt í byrjunarliðinu. Svipaður fjöldi, eða 60%, telur að Fernandes sé mikilvægasti leikmaður liðsins. United er í leit að framtíðarknattspyrnustjóra til að taka við af Ralf Rangnick í sumar þegar hann fer í starf ráðgjafa hjá félaginu. Samkvæmt könnuninni vilja 58% stuðningsmanna fá Erik ten Hag, stjóra Ajax, en 25,5% vilja Mauricio Pochettino sem stýrir PSG.
Enski boltinn Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Sjá meira