Skoðun

Fimm nýir grunn­skólar - Fimm ný hverfi

Pawel Bartoszek skrifar

Undanfarin ár hafi verið slegin met í fjölda nýrra íbúða í Reykjavík. Seinustu þrjú ár hafa hér verið byggðar yfir þúsund íbúðir á ári. Það er ekkert útlit er fyrir að lát verði á þessari miklu uppbyggingu. Alla vega ekki vegna skorts á skipulögðum svæðum. Það eru til dæmis fimm nýir grunnskólar á teikniborðinu í borginni.

Flestir vita hvaða grunnskóli er næstur þeim. Hugsum okkur svo um alla krakkana sem fara í þennan skóla og svæðið sem þeir búa á. Þetta geta til dæmis verið Hlíðarnar sunnan Miklubrautar, helmingur af Seljahverfinu eða Seláshverfið. Uppbyggingin í Reykjavík svarar sem sagt til fimm svona svæða.

Gert er ráð nýjum grunnskóla í Skerjafirði. Það verður nýr skóli á nesinu hjá Vogabyggð. Framkvæmdir við nýja byggð í Ártúnshöfða hefjast von bráðar. Þar er gert ráð fyrir, hvorki meira né minna en þremur grunnskólum.

Þegar austar kemur tekur við Keldnaland. Þar geta hæglega bæst við nokkur skólahverfi til viðbótar og vinna við að skipuleggja þau í samstarfi við Betri samgöngur er að hefjast. Keldnalandið er hins vegar engin skyndilausn enda þarf ekki skyndilausnir. Við höfum skipulagt fimm ný skólahverfi í Reykjavík og þurfum að halda fókus og að sjá til að þau byggist upp hratt og vel á næstu árum.

Höfundur er borgarfulltrúi Viðreisnar.




Skoðun

Skoðun

Reykja­vík er höfuð­borg okkar allra

Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar

Skoðun

Ás­laug Arna er fram­tíðin

Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar

Sjá meira


×