Vanda og Sævar ósammála varðandi ráðningu Jóhannesar Karls Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2022 09:00 Jóhannes Karl Guðjónsson var kynntur sem nýr aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta í síðasta mánuði. vísir/vilhelm Vanda Sigurgeirsdóttir og Sævar Pétursson, sem berjast um formannsembættið hjá KSÍ, hafa ólíka sýn á ráðningu KSÍ á Jóhannesi Karli Guðjónssyni sem aðstoðarlandsliðsþjálfara en hann stýrði karlaliði ÍA áður en hann var ráðinn í síðasta mánuði. Vanda og Sævar mættu í sitt hvort viðtalið í Þungavigtinni í gær og geta áskrifendur hlustað á viðtölin á tal.is/vigtin. Mikael Nikulásson spurði Vöndu hvort henni þætti eðlilegt að KSÍ næði sér í þjálfara frá félagi í efstu deild, á miðju undirbúningstímabili, og greiddi fyrir það væna upphæð en hann fullyrti að KSÍ hefði greitt ÍA sex milljónir króna til að fá Jóhannes Karl. Skagamenn voru fljótir að fylla í skarð Jóhannesar Karls með ráðningu Jóns Þórs Haukssonar frá Vestra. „Á ári sem var í bullandi tapi fóru sex milljónir í þetta og eftir sitja Vestramenn ennþá þjálfaralausir. Hefði ekki verið mikið eðlilegra að taka einhvern annan inn og ræða við Jóhannes Karl í haust?“ spurði Mikael Vöndu. Tímasetningin óheppileg en Jóhannes efstur á lista Arnars Vanda, sem tók við sem formaður á aukaþingi KSÍ í byrjun október, sagði það trúnaðarmál hvað það hefði kostað sambandið að fá Jóhannes Karl. Tímasetningin hafi vissulega verið óheppileg en Arnar Þór Viðarsson vantaði aðstoðarmann eftir að stjórn KSÍ nýtti uppsagnarákvæði í samningi við Eið Smára Guðjohnsen í lok nóvember. „Þetta var náttúrulega bara þannig að hann [Jóhannes Karl] var efstur á lista hjá Arnari Þór. Við ræddum við Skagamenn, fengum leyfi, og það var inni í samningnum [á milli Jóhannesar og ÍA] að þetta væri eitthvað sem mætti gera. Tímasetningin var mjög óheppileg, ég veit það alveg, og við höfum sagt það,“ sagði Vanda. „Eigi að síður var þetta eitthvað sem við vildum fara í. Jóhannes Karl var til í þetta, Skagamennirnir voru til í þetta, og þetta var því niðurstaðan. Með Grétari Rafni [Steinssyni] er komið þarna teymi sem við trúum á til að leiða uppbygginguna á þessu liði,“ sagði Vanda. Klippa: Þungavigtin - Vanda og Sævar um ráðningu aðstoðarlandsliðsþjálfara Kristján Óli Sigurðsson spurði Sævar að því hvað honum þætti um að KSÍ réði landsliðsþjálfara frá íslensku félagi og greiddi fyrir það væna upphæð, og hvort honum þóknuðust þau vinnubrögð: „Skil ekki af hverju ÍA fær greiðslu fyrir landsliðsþjálfara en ekki Stjarnan“ „Nei, ég get alveg verið heiðarlegur með það. Ekki eins og þessi mál hafa verið unnin. Mér finnst vanta þarna prótókóla og strúktúr. Hvernig stendur á því að ef þú ferð 2-3 ár aftur í tímann þá eru fjórar svona þjálfararáðningar sem ég man eftir? Jón Þór var fenginn frá Stjörnunni í A-landslið kvenna og þar var ekkert greitt eftir minni bestu vitund. Eiður Smári kom frá FH og þar var eitthvað greitt, og svo kemur Ólafur Ingi frá Fylki í unglingalandsliðin,“ sagði Sævar. „Þarna gagnrýni ég stjórn knattspyrnusambandsins. Stjórninni ber að gæta jafnræðis gagnvart félögunum. Ég skil ekki af hverju ÍA fær greiðslu fyrir landsliðsþjálfara en ekki Stjarnan. Þarna þurfa að vera til prótókólar sem að stjórn og formaður geta leitað í, sem einfaldlega segja það að til þess að ráða landsliðsþjálfara þá megum við borga þetta. Ef þú ætlar að borga ÍA þá borgarðu Stjörnunni líka, og svo framvegis,“ sagði Sævar en hægt er að sjá svör hans og Vöndu í klippunni hér að ofan. Vanda og Sævar eru tvö í framboði til formanns KSÍ og kosið verður á ársþingi sambandsins á laugardaginn. KSÍ Þungavigtin Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira
Vanda og Sævar mættu í sitt hvort viðtalið í Þungavigtinni í gær og geta áskrifendur hlustað á viðtölin á tal.is/vigtin. Mikael Nikulásson spurði Vöndu hvort henni þætti eðlilegt að KSÍ næði sér í þjálfara frá félagi í efstu deild, á miðju undirbúningstímabili, og greiddi fyrir það væna upphæð en hann fullyrti að KSÍ hefði greitt ÍA sex milljónir króna til að fá Jóhannes Karl. Skagamenn voru fljótir að fylla í skarð Jóhannesar Karls með ráðningu Jóns Þórs Haukssonar frá Vestra. „Á ári sem var í bullandi tapi fóru sex milljónir í þetta og eftir sitja Vestramenn ennþá þjálfaralausir. Hefði ekki verið mikið eðlilegra að taka einhvern annan inn og ræða við Jóhannes Karl í haust?“ spurði Mikael Vöndu. Tímasetningin óheppileg en Jóhannes efstur á lista Arnars Vanda, sem tók við sem formaður á aukaþingi KSÍ í byrjun október, sagði það trúnaðarmál hvað það hefði kostað sambandið að fá Jóhannes Karl. Tímasetningin hafi vissulega verið óheppileg en Arnar Þór Viðarsson vantaði aðstoðarmann eftir að stjórn KSÍ nýtti uppsagnarákvæði í samningi við Eið Smára Guðjohnsen í lok nóvember. „Þetta var náttúrulega bara þannig að hann [Jóhannes Karl] var efstur á lista hjá Arnari Þór. Við ræddum við Skagamenn, fengum leyfi, og það var inni í samningnum [á milli Jóhannesar og ÍA] að þetta væri eitthvað sem mætti gera. Tímasetningin var mjög óheppileg, ég veit það alveg, og við höfum sagt það,“ sagði Vanda. „Eigi að síður var þetta eitthvað sem við vildum fara í. Jóhannes Karl var til í þetta, Skagamennirnir voru til í þetta, og þetta var því niðurstaðan. Með Grétari Rafni [Steinssyni] er komið þarna teymi sem við trúum á til að leiða uppbygginguna á þessu liði,“ sagði Vanda. Klippa: Þungavigtin - Vanda og Sævar um ráðningu aðstoðarlandsliðsþjálfara Kristján Óli Sigurðsson spurði Sævar að því hvað honum þætti um að KSÍ réði landsliðsþjálfara frá íslensku félagi og greiddi fyrir það væna upphæð, og hvort honum þóknuðust þau vinnubrögð: „Skil ekki af hverju ÍA fær greiðslu fyrir landsliðsþjálfara en ekki Stjarnan“ „Nei, ég get alveg verið heiðarlegur með það. Ekki eins og þessi mál hafa verið unnin. Mér finnst vanta þarna prótókóla og strúktúr. Hvernig stendur á því að ef þú ferð 2-3 ár aftur í tímann þá eru fjórar svona þjálfararáðningar sem ég man eftir? Jón Þór var fenginn frá Stjörnunni í A-landslið kvenna og þar var ekkert greitt eftir minni bestu vitund. Eiður Smári kom frá FH og þar var eitthvað greitt, og svo kemur Ólafur Ingi frá Fylki í unglingalandsliðin,“ sagði Sævar. „Þarna gagnrýni ég stjórn knattspyrnusambandsins. Stjórninni ber að gæta jafnræðis gagnvart félögunum. Ég skil ekki af hverju ÍA fær greiðslu fyrir landsliðsþjálfara en ekki Stjarnan. Þarna þurfa að vera til prótókólar sem að stjórn og formaður geta leitað í, sem einfaldlega segja það að til þess að ráða landsliðsþjálfara þá megum við borga þetta. Ef þú ætlar að borga ÍA þá borgarðu Stjörnunni líka, og svo framvegis,“ sagði Sævar en hægt er að sjá svör hans og Vöndu í klippunni hér að ofan. Vanda og Sævar eru tvö í framboði til formanns KSÍ og kosið verður á ársþingi sambandsins á laugardaginn.
KSÍ Þungavigtin Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira