Tryggvi Snær: Þurfum að koma þeim á óvart með okkar íslenska brjálæði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2022 10:00 Tryggvi Snær Hlinason fagnar hér góðum úrslitum hjá íslenska landsliðinu í Laugardalshöllinni. Með honum er Pavel Ermolinskij sem er kominn aftur inn í landsliðið. Vísir/Bára Dröfn Íslenska karlalandsliðið í körfubolta verður í eldlínunni í kvöld þegar liðið leikur sinn fyrsta landsleik á árinu 2022. Tryggvi Snær Hlinason og félagar gætu þar stigið stórt skref í átt að því að komast upp úr sínum riðli í undankeppni HM. Tryggvi Snær hefur verið í stóru hlutverki í íslenska landinu undanfarin ár en hann er að spila með Zaragoza í spænsku ACB-deildinni. Hann var með 12,3 stig og 6,8 fráköst að meðaltali í leik með landsliðinu á árinu 2021. Guðjón Guðmundsson hitti Tryggva á æfingu íslenska liðsins í Ólafssalnum þar sem leikurinn verður í kvöld. „Ítalir eru mjög góðir og þeir hafa stóra og flotta leikmenn. Þeir hafa úr mörgu að spila úr. Við þurfum að mæta þessum mönnum brjálaðir og tilbúnir í allt. Tilbúnir að berjast,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason. „Fyrir utan tvo leikmenn með Covid heima þá erum við hérna nokkurn veginn allir. Við vonumst til að þeir detti inn fyrir leikinn eða þá fyrir seinni leikinn. Það verður gaman að sjá hvernig við munum nýta það að spila með alla,“ sagði Tryggvi Snær en hvað með stöðuna á Tryggva sjálfum? Klippa: Gaupi ræddi við Tryggva „Ég er ávallt í fínu standi, það er enginn spurning,“ svaraði Tryggvi en hvað þurfa íslensku strákarnir að gera í leiknum til að fá eitthvað út honum? „Við þurfum bara að vera duglegri en þeir. Þeir hafa hæfileikana og þeir hafa styrkinn en við þurfum að mæta þeim á öllum stöðum og berjast meira en þeir. Þegar lokamínútan byrjar þá þurfum við bara að vera með inn í leiknum og reyna að klára hann,“ sagði Tryggvi en eigum við möguleika? „Já að sjálfsögðu. Við þurfum að koma þeim á óvart með okkar íslenska brjálæði,“ sagði Tryggvi. „Líkamlega er ég algóður og það hefur gengið vel í síðustu leikjum úti. Ég kem í góðum fíling og tilbúinn að spila með þessum meisturum hérna,“ sagði Tryggvi. „Atvinnumennskan er stundum upp og niður en ég get ekki kvartað. Það gengur bara nokkuð vel úti í Zaragoza. Það er alltaf gaman að spila körfubolta og halda áfram að bæta sig,“ sagði Tryggvi. „Maður er stundum einn þarna úti og oft saknar maður Íslands. Síðan kemur maður til Íslands og þá kemur eitthvað veður og minnir mann á það hvað maður hefur það gott. Maður saknar samt alltaf að vera aðeins heima, hitta vinina og fjölskylduna. Ég get ekki kvartað og er bara að njóta þess að prufa þetta lífa,“ sagði Tryggvi. Leikur Íslands og Ítalíu fer fram í Ólafssal að Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld og hefst hann klukkan 20.00. Svo heldur íslenska liðið út til Bologna á Ítalíu þar sem seinni leikurinn fer fram sunnudaginn 27. febrúar í PallaDozza-höllinni. HM 2023 í körfubolta Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Sjá meira
Tryggvi Snær hefur verið í stóru hlutverki í íslenska landinu undanfarin ár en hann er að spila með Zaragoza í spænsku ACB-deildinni. Hann var með 12,3 stig og 6,8 fráköst að meðaltali í leik með landsliðinu á árinu 2021. Guðjón Guðmundsson hitti Tryggva á æfingu íslenska liðsins í Ólafssalnum þar sem leikurinn verður í kvöld. „Ítalir eru mjög góðir og þeir hafa stóra og flotta leikmenn. Þeir hafa úr mörgu að spila úr. Við þurfum að mæta þessum mönnum brjálaðir og tilbúnir í allt. Tilbúnir að berjast,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason. „Fyrir utan tvo leikmenn með Covid heima þá erum við hérna nokkurn veginn allir. Við vonumst til að þeir detti inn fyrir leikinn eða þá fyrir seinni leikinn. Það verður gaman að sjá hvernig við munum nýta það að spila með alla,“ sagði Tryggvi Snær en hvað með stöðuna á Tryggva sjálfum? Klippa: Gaupi ræddi við Tryggva „Ég er ávallt í fínu standi, það er enginn spurning,“ svaraði Tryggvi en hvað þurfa íslensku strákarnir að gera í leiknum til að fá eitthvað út honum? „Við þurfum bara að vera duglegri en þeir. Þeir hafa hæfileikana og þeir hafa styrkinn en við þurfum að mæta þeim á öllum stöðum og berjast meira en þeir. Þegar lokamínútan byrjar þá þurfum við bara að vera með inn í leiknum og reyna að klára hann,“ sagði Tryggvi en eigum við möguleika? „Já að sjálfsögðu. Við þurfum að koma þeim á óvart með okkar íslenska brjálæði,“ sagði Tryggvi. „Líkamlega er ég algóður og það hefur gengið vel í síðustu leikjum úti. Ég kem í góðum fíling og tilbúinn að spila með þessum meisturum hérna,“ sagði Tryggvi. „Atvinnumennskan er stundum upp og niður en ég get ekki kvartað. Það gengur bara nokkuð vel úti í Zaragoza. Það er alltaf gaman að spila körfubolta og halda áfram að bæta sig,“ sagði Tryggvi. „Maður er stundum einn þarna úti og oft saknar maður Íslands. Síðan kemur maður til Íslands og þá kemur eitthvað veður og minnir mann á það hvað maður hefur það gott. Maður saknar samt alltaf að vera aðeins heima, hitta vinina og fjölskylduna. Ég get ekki kvartað og er bara að njóta þess að prufa þetta lífa,“ sagði Tryggvi. Leikur Íslands og Ítalíu fer fram í Ólafssal að Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld og hefst hann klukkan 20.00. Svo heldur íslenska liðið út til Bologna á Ítalíu þar sem seinni leikurinn fer fram sunnudaginn 27. febrúar í PallaDozza-höllinni.
HM 2023 í körfubolta Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Sjá meira