Umheimurinn bregst harkalega við innrás Rússa Heimir Már Pétursson skrifar 24. febrúar 2022 12:45 Vladimir Putin hefur verið við völd í Rússlandi í 22 ár og treystir því að rússneski herinn og almenningnur styðji hann í stríðsátökum við Úkraínu. Getty/Alexei Nikolsky Leiðtogar ríkja um allan heim hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og boða hertar refsiaðgerðir gegn þeim. Pútin Rússlandsforseti hótar öllum þeim sem reyni að stöðva innrásina afleiðingum sem aldrei hafi sést áður í veraldarsögunni. Rússneskur her réðst með stórskotalið og sprengjuárásum inn í Úkraínu úr austri, norðri frá Hvítarússlandi og suðri frá Krímskaga upp úr klukkan þrjú í nótt. Vladimir Putin Rússlandsforseti sagðist vera að svara ákalli alþýðulýðveldanna í Donbas um vernd gegn ágangi nasista við stjórn í Úkraínu og árásum hersins sem nyti stuðnings Vesturlanda. Hann vitnaði í ákvæð í stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna til réttlætingar innrásarinnar. Markmiðið væri að verja íbúa í Donetsk og Luhansk gegn þjóðarmorði uandanfarinna ára. „Hver sem reynir að stöðva okkur og skapa frekari ógn við landið okkar, við fólkið okkar, skal vita það að svar Rússa verður tafarlaust og mun hafa slíkar afleiðingar að annað eins hefur ekki sést í sögunni. Við erum búin undir hvaða útkomu sem er,“ sagði Putin í nótt. Rússar hafa sprengt og eyðilagt flugvelli meðal annars í Kænugarði og Úkraínumenn segjast hafa skotið niður bæði rússneskar flugvélar og þyrlur. Putin lofaði öllum úkraínskum hermönnum sem legðu niður vopn griða. Rússland verður einangrað frá umheiminum Umheimurinn hefur brugðist við innrásinni af mikilli hörku. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sagði í morgun að tillögur um hertar aðgerðir verði lagðar fram í dag. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB segir að Putin verði dreginn til ábyrgðar.Getty/Thierry Monasse „Við fordæmum þessa villimannlegu árás og þau kaldrifjuðu rök sem notuð eru til að réttlæta hana. Það er Pútín forseti sem kallar stríð yfir Evrópu og á þessum myrku stundum stendur Evrópsambandið og íbúar þess með Úkraínu og úkraínsku þjóðinni,“ sagði von der Leyen. Þetta væri ekki eingöngu árás á fullveldi Úkraínu heldur stöðugleika í Evrópu og heiminum öllum sem Pútin yrði dregin til ábyrgðar fyrir. Frekari refsiaðgerðir Evrópusambandsins muni beinast mikilvægum þáttum í efnahagslífi Rússlands með því að stöðva aðgang þeirra að tækni og mörkuðum sem skipti Rússa höfuðmáli. „Við munum veikja efnahagsgrunn Rússlands og getu landsins til að nútímavæðast og auk þess munum við frysta rússneskar eignir í Evrópusambandinu og loka fyrir aðgang rússneskra banka að fjármálamörkuðum Evrópum," sagði forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjannaboðar einnig hertari aðgerðir gegn Rússum sem muni stigmagnast eftir því sem Rússar stigmagni átökin. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Vesturlönd muni stigmagna refsiaðgerðir sínar með stigmögnun hernaðarátaka Putins.Getty/Alexandra Beier „Við munum styrkja NATO. Við munum róa alla bandamenn okkar og félaga með því að koma fyrir herafla í Austur-Evrópu hjá félögum okkar og bandamönnum til að tryggja að þeir njóti varnar. Um leið aukum við aðstoð okkar við Úkraínu sjálfa til að tryggja, eins og við höfum þegar gert, að við veitum aukalega öryggisaðstoð, diplómatískan stuðning og efnahagslegan stuðning og mannúðarhjálp. Það mun halda áfram. Og raunar segir forsetinn að við munum auka þann stuðning,“ sagði Blinken. Mótmæli gegn innrásinni hafa þegar brotist út víða til að mynda í Berlín höfuðborg Þýskalands í dag.Getty/Hannibal Hanschke Neyðarástandi var lýst yfir í Úkraínu í gærkvöldi og varalið hersins kallað út. Höfuðborgin Kænugarður liggur í norðausturhluta landsins og Rússar hafa umkringt landið úr norðri, austri og suðri. Straumur fólks liggur frá Kænugarði til Vesturs sem er eina áttin sem hægt er að flýja í átt til Póllands, Slóvakíu, Ungverjalands, Rúmeníu og Moldovu. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sleit stjórnmálasambandi við Rússland í morgun.Getty/forsetaembætti Úkraínu Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu reyndi að ná símasambandi við Putin í nótt án árangurs. Hann ávarpaði rússnesku þjóðina því beint á rússnesku og sagði hvoruga þjóðina þurfa á hvorki köldu né heitu stríði að halda og sagði fráleitt að Úkraínumenn hötuðu rússneska menningu eins og Putin hafi fullyrt. Hann kallaði sendiherra Úkraínu heim frá Rússlandi í morgun. „Við höfum slitið stjórnmálasambandi okkar við Rússland. Úkraína mun verjast og mun ekki gefa eftir frelsi sitt, sama hvað stjórnvöld í Moskvu halda. Rússar gerðu andstyggilega sjálfsmorðsárás á ríki okkar ímorgun. Alveg eins og hið fasíska Þýskaland gerði í heimsstyrjöldinni síðari,“ sagði forseti Úkraínu. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Evrópusambandið Bandaríkin Tengdar fréttir Sextán íslenskir ríkisborgarar enn í Úkraínu Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins fylgist grannt með stöðu 28 einstaklinga sem staddir eru í Úkraínu. Sextán þeirra eru íslenskir ríkisborgarar og hinir tólf hafa náin tengsl við Ísland, eru annað hvort makar eða börn íslenskra ríkisborgara. 24. febrúar 2022 11:58 Búast við að virkja viðbragð við Keflavíkurflugvöll „Það sem kann að gerast er að virkjaðar verði viðbragðsáætlanir, varnaráætlanir, sem myndi þá og gæti þýtt - jafnvel óháð því hvort það yrði gert að aukinn viðbúnaður, aukin viðvera, aukið eftirlit og þar er Keflavíkursvæðið mikilvægt svæði. Og svona strategísk staðsetning okkar hér gerir það að verkum að það má búast við því að það verði aukinn viðbúnaður, aukið eftirlit og frekara viðbragð, hér eins og annars staðar.“ 24. febrúar 2022 11:49 Rússneski sendiherrann kallaður á teppið Mikhaíl V. Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi var kallaður á teppið í utanríkisráðuneytingu, bæði í gær og í dag, þar sem íslensk stjórnvöld fordæmdu árásir Rússa í Úkraínu. Forsætisráðherra segir það sorglegt að stríðsátök hafi brotist út í Evrópu. 24. febrúar 2022 11:24 Forsætis- og utanríkisráðherra Íslands fordæma árásina á Úkraínu fortakslaust Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkiráðherra hafa fordæmt árás Rússa án fyrirvara. 24. febrúar 2022 08:41 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Rússneskur her réðst með stórskotalið og sprengjuárásum inn í Úkraínu úr austri, norðri frá Hvítarússlandi og suðri frá Krímskaga upp úr klukkan þrjú í nótt. Vladimir Putin Rússlandsforseti sagðist vera að svara ákalli alþýðulýðveldanna í Donbas um vernd gegn ágangi nasista við stjórn í Úkraínu og árásum hersins sem nyti stuðnings Vesturlanda. Hann vitnaði í ákvæð í stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna til réttlætingar innrásarinnar. Markmiðið væri að verja íbúa í Donetsk og Luhansk gegn þjóðarmorði uandanfarinna ára. „Hver sem reynir að stöðva okkur og skapa frekari ógn við landið okkar, við fólkið okkar, skal vita það að svar Rússa verður tafarlaust og mun hafa slíkar afleiðingar að annað eins hefur ekki sést í sögunni. Við erum búin undir hvaða útkomu sem er,“ sagði Putin í nótt. Rússar hafa sprengt og eyðilagt flugvelli meðal annars í Kænugarði og Úkraínumenn segjast hafa skotið niður bæði rússneskar flugvélar og þyrlur. Putin lofaði öllum úkraínskum hermönnum sem legðu niður vopn griða. Rússland verður einangrað frá umheiminum Umheimurinn hefur brugðist við innrásinni af mikilli hörku. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sagði í morgun að tillögur um hertar aðgerðir verði lagðar fram í dag. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB segir að Putin verði dreginn til ábyrgðar.Getty/Thierry Monasse „Við fordæmum þessa villimannlegu árás og þau kaldrifjuðu rök sem notuð eru til að réttlæta hana. Það er Pútín forseti sem kallar stríð yfir Evrópu og á þessum myrku stundum stendur Evrópsambandið og íbúar þess með Úkraínu og úkraínsku þjóðinni,“ sagði von der Leyen. Þetta væri ekki eingöngu árás á fullveldi Úkraínu heldur stöðugleika í Evrópu og heiminum öllum sem Pútin yrði dregin til ábyrgðar fyrir. Frekari refsiaðgerðir Evrópusambandsins muni beinast mikilvægum þáttum í efnahagslífi Rússlands með því að stöðva aðgang þeirra að tækni og mörkuðum sem skipti Rússa höfuðmáli. „Við munum veikja efnahagsgrunn Rússlands og getu landsins til að nútímavæðast og auk þess munum við frysta rússneskar eignir í Evrópusambandinu og loka fyrir aðgang rússneskra banka að fjármálamörkuðum Evrópum," sagði forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjannaboðar einnig hertari aðgerðir gegn Rússum sem muni stigmagnast eftir því sem Rússar stigmagni átökin. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Vesturlönd muni stigmagna refsiaðgerðir sínar með stigmögnun hernaðarátaka Putins.Getty/Alexandra Beier „Við munum styrkja NATO. Við munum róa alla bandamenn okkar og félaga með því að koma fyrir herafla í Austur-Evrópu hjá félögum okkar og bandamönnum til að tryggja að þeir njóti varnar. Um leið aukum við aðstoð okkar við Úkraínu sjálfa til að tryggja, eins og við höfum þegar gert, að við veitum aukalega öryggisaðstoð, diplómatískan stuðning og efnahagslegan stuðning og mannúðarhjálp. Það mun halda áfram. Og raunar segir forsetinn að við munum auka þann stuðning,“ sagði Blinken. Mótmæli gegn innrásinni hafa þegar brotist út víða til að mynda í Berlín höfuðborg Þýskalands í dag.Getty/Hannibal Hanschke Neyðarástandi var lýst yfir í Úkraínu í gærkvöldi og varalið hersins kallað út. Höfuðborgin Kænugarður liggur í norðausturhluta landsins og Rússar hafa umkringt landið úr norðri, austri og suðri. Straumur fólks liggur frá Kænugarði til Vesturs sem er eina áttin sem hægt er að flýja í átt til Póllands, Slóvakíu, Ungverjalands, Rúmeníu og Moldovu. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sleit stjórnmálasambandi við Rússland í morgun.Getty/forsetaembætti Úkraínu Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu reyndi að ná símasambandi við Putin í nótt án árangurs. Hann ávarpaði rússnesku þjóðina því beint á rússnesku og sagði hvoruga þjóðina þurfa á hvorki köldu né heitu stríði að halda og sagði fráleitt að Úkraínumenn hötuðu rússneska menningu eins og Putin hafi fullyrt. Hann kallaði sendiherra Úkraínu heim frá Rússlandi í morgun. „Við höfum slitið stjórnmálasambandi okkar við Rússland. Úkraína mun verjast og mun ekki gefa eftir frelsi sitt, sama hvað stjórnvöld í Moskvu halda. Rússar gerðu andstyggilega sjálfsmorðsárás á ríki okkar ímorgun. Alveg eins og hið fasíska Þýskaland gerði í heimsstyrjöldinni síðari,“ sagði forseti Úkraínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Evrópusambandið Bandaríkin Tengdar fréttir Sextán íslenskir ríkisborgarar enn í Úkraínu Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins fylgist grannt með stöðu 28 einstaklinga sem staddir eru í Úkraínu. Sextán þeirra eru íslenskir ríkisborgarar og hinir tólf hafa náin tengsl við Ísland, eru annað hvort makar eða börn íslenskra ríkisborgara. 24. febrúar 2022 11:58 Búast við að virkja viðbragð við Keflavíkurflugvöll „Það sem kann að gerast er að virkjaðar verði viðbragðsáætlanir, varnaráætlanir, sem myndi þá og gæti þýtt - jafnvel óháð því hvort það yrði gert að aukinn viðbúnaður, aukin viðvera, aukið eftirlit og þar er Keflavíkursvæðið mikilvægt svæði. Og svona strategísk staðsetning okkar hér gerir það að verkum að það má búast við því að það verði aukinn viðbúnaður, aukið eftirlit og frekara viðbragð, hér eins og annars staðar.“ 24. febrúar 2022 11:49 Rússneski sendiherrann kallaður á teppið Mikhaíl V. Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi var kallaður á teppið í utanríkisráðuneytingu, bæði í gær og í dag, þar sem íslensk stjórnvöld fordæmdu árásir Rússa í Úkraínu. Forsætisráðherra segir það sorglegt að stríðsátök hafi brotist út í Evrópu. 24. febrúar 2022 11:24 Forsætis- og utanríkisráðherra Íslands fordæma árásina á Úkraínu fortakslaust Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkiráðherra hafa fordæmt árás Rússa án fyrirvara. 24. febrúar 2022 08:41 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Sextán íslenskir ríkisborgarar enn í Úkraínu Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins fylgist grannt með stöðu 28 einstaklinga sem staddir eru í Úkraínu. Sextán þeirra eru íslenskir ríkisborgarar og hinir tólf hafa náin tengsl við Ísland, eru annað hvort makar eða börn íslenskra ríkisborgara. 24. febrúar 2022 11:58
Búast við að virkja viðbragð við Keflavíkurflugvöll „Það sem kann að gerast er að virkjaðar verði viðbragðsáætlanir, varnaráætlanir, sem myndi þá og gæti þýtt - jafnvel óháð því hvort það yrði gert að aukinn viðbúnaður, aukin viðvera, aukið eftirlit og þar er Keflavíkursvæðið mikilvægt svæði. Og svona strategísk staðsetning okkar hér gerir það að verkum að það má búast við því að það verði aukinn viðbúnaður, aukið eftirlit og frekara viðbragð, hér eins og annars staðar.“ 24. febrúar 2022 11:49
Rússneski sendiherrann kallaður á teppið Mikhaíl V. Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi var kallaður á teppið í utanríkisráðuneytingu, bæði í gær og í dag, þar sem íslensk stjórnvöld fordæmdu árásir Rússa í Úkraínu. Forsætisráðherra segir það sorglegt að stríðsátök hafi brotist út í Evrópu. 24. febrúar 2022 11:24
Forsætis- og utanríkisráðherra Íslands fordæma árásina á Úkraínu fortakslaust Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkiráðherra hafa fordæmt árás Rússa án fyrirvara. 24. febrúar 2022 08:41