Heldur til í sprengjuskýli: Bardagar allt í kring um borgina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. febrúar 2022 07:54 Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. Vísir Íbúar í Kænugarði, sem hafa ekki flúið borgina, eru nú margir í sprengjuskýlum vegna árása Rússa í morgun. Rússar hófu árásir af fullum krafti um klukkan fjögur í nótt en tvær íbúðabyggingar í Kænugarði urðu fyrir rússneskri þotu sem var skotin niður og eru nú rústir einar. „Ég var svo úrvinda eftir daginn í gær að ég steinrotaðist klukkan ellefu. Við erum með tvær vinkonur konunnar minnar hjá okkur því það er betra skýli í okkar húsi. Þær gistu bara í stofunni en þær náðu ekkert að sofa,“ segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. „Ég virðist vera rosalega lítið stressaður yfir þessu, það virðist vera eitthvað íslenskt jafnaðargeð.“ Hann segir að í nótt hafi mikil sprengjuhljóð farið að heyrast í borginni og bardagar geisi umhverfis hana. „Síðan í nótt, um svipað leyti og í gær þá fóru að heyrast þvílíkar bombur út um allt og það er búið að skjóta niður einhverja eldflaug í suðurhluta Kænugarðs og síðan eru harðir bardagar við flugvöll sem er mjög mikilvægt að þeir nái að halda í. Síðan eru bardagar allt í kring um borgina, en ekki inn í borginni, þeir eru ekki komnir inn í hana að neinu leyti,“ segir Óskar. Rússneskar hersveitir við Kænugarð lítið reyndar Hann segir fregnir nú berast af því að rússneskar hersveitir, sem herji á Kænugarð, séu lítið reyndar. „Allur reyndi herinn hjá Rússum er fyrir austan. Þetta eru mikið til ungar herdeildir og fólk sem hefur lítið sem ekkert verið í bardaga. Úkraínski herinn er víst að standa sig mjög vel að halda þeim í skefjum sem eru mjög góðar fréttir,“ segir Óskar. „Ég veit líka að þessar herdeildir sem eru að koma eru ekkert sérstaklega stórar en ef þeir ná að taka yfir þenna flugvöll sem er hart barist um þá gæti myndast loftbrú austur en þar eru bara bullandi bardagar líka þannig að ég á erfitt með að sjá hversu mikið herlið þeir næðu að færa á stuttum tíma yfir á þennan flugvöll.“ Fólk þungt á brún og áhyggjufullt Hann, kona hans og vinkonur þeirra tvær flúðu yfir í næsta hús og leita nú skjóls þar í sprengjuskýli í kjallaranum. Þegar fréttamaður náði af honum tali mátti heyra hunda gelta í bakgrunni og fólk tala saman. „En ég heyri í sprengjum og ég er í sprengjuskýli en reyndar komumst við að í næsta húsi við hliðina á, sem er fínna hús, þannig að það er hreinna og aðeins betra sprengjuskýli en hjá okkur. Hjá okkur er þetta bara gamall kjallari síðan 1962, mold á gólfinu og eitthvað,“ segir Óskar. „Það eru allir þungir á brún og áhyggjufullir og það mætir okkur fólk með hjartslátt og grátandi. Það er alveg eitthvað um það en flestir eru að halda sér frekar rólegum. Hér er ekki mesti bardaginn, ef þú horfir yfir og sérð það sem er að gerast í Kharkív og fyrir austan það er hræðilegt, þar er bardagi. Hér er ekkert það mikill bardagi þannig séð.“ Ætla að vera áfram í borginni Hann segir mikið upplýsingaflóð berast um sprengjuflugvélar á leið til borgarinnar. Þær hafi þó ekki allar reynst réttar. „Þeir eru með svona kerfi þar sem þeir láta vita með sírenunum: maður á að fara niður þegar sírenurnar eru og svo láta þeir mann vita þegar hættan er liðin hjá með þeim líka. En svo fær fólk líka skilaboð,“ segir Óskar. „Það eru búnar að koma fullt af fréttum, til dæmis að það væru fullar sprengjuflugvélar að koma til Kænugarðs en það var ekkert á bak við það, það var bara rugl. En þeir verða að taka öllum hótunum gildum.“ Fyrirætlanir þeirra hjóna er að halda fyrir í borginni í dag í það minnsta og sjá svo til. „Í dag ætlum við bara að halda okkur öruggum og eins og ég sagði í gær er ég á mjög öruggum stað í borginni, ég er ekki búinn að sjá neinn reyk eða neitt hérna í kring. Þannig að ég held í þá von,“ segir Óskar. „Við ætlum að vera hér, alla vega eins og er. Við ætlum að sjá hvernig dagurinn er og maður verður líka að hugsa út í ferðalagið, ferðalagið getur verið leiðinlegt.“ Bjóða fríar lestarferðir til Lviv Hann telur að fjöldi fólks sé nú á leið út úr borginni. Borgarbúar hafi fengið skilaboð í morgun um að lestarferðir séu gjaldlausar frá Kænugarði til Lviv, í vesturhluta landsins. „Það fá allir sömu fréttirnar þannig að það á eftir að vera pakkað þar. Ég er í sprengjuskýli þannig að það er ekkert að fara að gerast við mig hér,“ segir Óskar. Auk þess taki við mikil óvissa þegar fólk sé komið til Lviv. „En svo veit maður ekkert hvað tekur við þegar maður kemur til Lviv því svo kemurðu bara þangað og ert á einhverri lestarstöð og það er búið að setja upp einhverjar búðir,“ segir hann. „Eina sem maður heyrir er í þotunum sem eru að fljúga yfir, en það eru úkraínskar þotur. Því ef þetta væru rússneskar þotur færu bjöllurnar í gang um leið. Ég held að rosalega mikið af þessum sprengingum sem við erum að heyra séu ekki sprengingar frá Rússum heldur séu þetta loftvarnarskeyti.“ Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Um hvað snýst stríðið í Úkraínu? Stríð byrja skyndilega en eiga sér þó jafnan aðdraganda. 25. febrúar 2022 07:01 Vaktin: Íbúar leita skjóls í sprengjuskýlum Loftárásir Rússa hófust aftur klukkan fjögur í nótt að staðartíma í Úkraínu. Nú er sólarhringur liðinn síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu og talið er að tæplega 140 Úkraínumenn hafi fallið í átökunum. 25. febrúar 2022 06:54 Selenskíj telur markmið Pútíns að bola sér frá völdum Volódímír Selenskíj, forseti Úkraínu, hefur heitið því að halda kyrru fyrir í Kænugarði á meðan úkraínski herinn verst árásum Rússa, sem nálgast höfuðborgina óðfluga. 25. febrúar 2022 06:49 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
„Ég var svo úrvinda eftir daginn í gær að ég steinrotaðist klukkan ellefu. Við erum með tvær vinkonur konunnar minnar hjá okkur því það er betra skýli í okkar húsi. Þær gistu bara í stofunni en þær náðu ekkert að sofa,“ segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. „Ég virðist vera rosalega lítið stressaður yfir þessu, það virðist vera eitthvað íslenskt jafnaðargeð.“ Hann segir að í nótt hafi mikil sprengjuhljóð farið að heyrast í borginni og bardagar geisi umhverfis hana. „Síðan í nótt, um svipað leyti og í gær þá fóru að heyrast þvílíkar bombur út um allt og það er búið að skjóta niður einhverja eldflaug í suðurhluta Kænugarðs og síðan eru harðir bardagar við flugvöll sem er mjög mikilvægt að þeir nái að halda í. Síðan eru bardagar allt í kring um borgina, en ekki inn í borginni, þeir eru ekki komnir inn í hana að neinu leyti,“ segir Óskar. Rússneskar hersveitir við Kænugarð lítið reyndar Hann segir fregnir nú berast af því að rússneskar hersveitir, sem herji á Kænugarð, séu lítið reyndar. „Allur reyndi herinn hjá Rússum er fyrir austan. Þetta eru mikið til ungar herdeildir og fólk sem hefur lítið sem ekkert verið í bardaga. Úkraínski herinn er víst að standa sig mjög vel að halda þeim í skefjum sem eru mjög góðar fréttir,“ segir Óskar. „Ég veit líka að þessar herdeildir sem eru að koma eru ekkert sérstaklega stórar en ef þeir ná að taka yfir þenna flugvöll sem er hart barist um þá gæti myndast loftbrú austur en þar eru bara bullandi bardagar líka þannig að ég á erfitt með að sjá hversu mikið herlið þeir næðu að færa á stuttum tíma yfir á þennan flugvöll.“ Fólk þungt á brún og áhyggjufullt Hann, kona hans og vinkonur þeirra tvær flúðu yfir í næsta hús og leita nú skjóls þar í sprengjuskýli í kjallaranum. Þegar fréttamaður náði af honum tali mátti heyra hunda gelta í bakgrunni og fólk tala saman. „En ég heyri í sprengjum og ég er í sprengjuskýli en reyndar komumst við að í næsta húsi við hliðina á, sem er fínna hús, þannig að það er hreinna og aðeins betra sprengjuskýli en hjá okkur. Hjá okkur er þetta bara gamall kjallari síðan 1962, mold á gólfinu og eitthvað,“ segir Óskar. „Það eru allir þungir á brún og áhyggjufullir og það mætir okkur fólk með hjartslátt og grátandi. Það er alveg eitthvað um það en flestir eru að halda sér frekar rólegum. Hér er ekki mesti bardaginn, ef þú horfir yfir og sérð það sem er að gerast í Kharkív og fyrir austan það er hræðilegt, þar er bardagi. Hér er ekkert það mikill bardagi þannig séð.“ Ætla að vera áfram í borginni Hann segir mikið upplýsingaflóð berast um sprengjuflugvélar á leið til borgarinnar. Þær hafi þó ekki allar reynst réttar. „Þeir eru með svona kerfi þar sem þeir láta vita með sírenunum: maður á að fara niður þegar sírenurnar eru og svo láta þeir mann vita þegar hættan er liðin hjá með þeim líka. En svo fær fólk líka skilaboð,“ segir Óskar. „Það eru búnar að koma fullt af fréttum, til dæmis að það væru fullar sprengjuflugvélar að koma til Kænugarðs en það var ekkert á bak við það, það var bara rugl. En þeir verða að taka öllum hótunum gildum.“ Fyrirætlanir þeirra hjóna er að halda fyrir í borginni í dag í það minnsta og sjá svo til. „Í dag ætlum við bara að halda okkur öruggum og eins og ég sagði í gær er ég á mjög öruggum stað í borginni, ég er ekki búinn að sjá neinn reyk eða neitt hérna í kring. Þannig að ég held í þá von,“ segir Óskar. „Við ætlum að vera hér, alla vega eins og er. Við ætlum að sjá hvernig dagurinn er og maður verður líka að hugsa út í ferðalagið, ferðalagið getur verið leiðinlegt.“ Bjóða fríar lestarferðir til Lviv Hann telur að fjöldi fólks sé nú á leið út úr borginni. Borgarbúar hafi fengið skilaboð í morgun um að lestarferðir séu gjaldlausar frá Kænugarði til Lviv, í vesturhluta landsins. „Það fá allir sömu fréttirnar þannig að það á eftir að vera pakkað þar. Ég er í sprengjuskýli þannig að það er ekkert að fara að gerast við mig hér,“ segir Óskar. Auk þess taki við mikil óvissa þegar fólk sé komið til Lviv. „En svo veit maður ekkert hvað tekur við þegar maður kemur til Lviv því svo kemurðu bara þangað og ert á einhverri lestarstöð og það er búið að setja upp einhverjar búðir,“ segir hann. „Eina sem maður heyrir er í þotunum sem eru að fljúga yfir, en það eru úkraínskar þotur. Því ef þetta væru rússneskar þotur færu bjöllurnar í gang um leið. Ég held að rosalega mikið af þessum sprengingum sem við erum að heyra séu ekki sprengingar frá Rússum heldur séu þetta loftvarnarskeyti.“
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Um hvað snýst stríðið í Úkraínu? Stríð byrja skyndilega en eiga sér þó jafnan aðdraganda. 25. febrúar 2022 07:01 Vaktin: Íbúar leita skjóls í sprengjuskýlum Loftárásir Rússa hófust aftur klukkan fjögur í nótt að staðartíma í Úkraínu. Nú er sólarhringur liðinn síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu og talið er að tæplega 140 Úkraínumenn hafi fallið í átökunum. 25. febrúar 2022 06:54 Selenskíj telur markmið Pútíns að bola sér frá völdum Volódímír Selenskíj, forseti Úkraínu, hefur heitið því að halda kyrru fyrir í Kænugarði á meðan úkraínski herinn verst árásum Rússa, sem nálgast höfuðborgina óðfluga. 25. febrúar 2022 06:49 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Um hvað snýst stríðið í Úkraínu? Stríð byrja skyndilega en eiga sér þó jafnan aðdraganda. 25. febrúar 2022 07:01
Vaktin: Íbúar leita skjóls í sprengjuskýlum Loftárásir Rússa hófust aftur klukkan fjögur í nótt að staðartíma í Úkraínu. Nú er sólarhringur liðinn síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu og talið er að tæplega 140 Úkraínumenn hafi fallið í átökunum. 25. febrúar 2022 06:54
Selenskíj telur markmið Pútíns að bola sér frá völdum Volódímír Selenskíj, forseti Úkraínu, hefur heitið því að halda kyrru fyrir í Kænugarði á meðan úkraínski herinn verst árásum Rússa, sem nálgast höfuðborgina óðfluga. 25. febrúar 2022 06:49