Í Boganum á Akureyri var Lengjudeildarslagur þar sem heimamenn í Þór mættu Knattspyrnufélagi Vesturbæjar.
Þórsarar léku við hvern sinn fingur í fyrri hálfleik og komust í 3-0 í fyrri hálfleik með mörkum frá Harley Willard, Kristófer Kristjánssyni og Sigfúsi Fannari Gunnarssyni. Gestirnir úr Vesturbænum náðu að minnka muninn með marki í uppbótartíma fyrri hálfleiks.
Í síðari hálfleik fullkomnaði KV svo endurkomu sína með tveimur mörkum og lokatölur því 3-3 í fjörugum leik.
Þór og KV gerðu 3-3 jafntefli í Lengjubikar karla í dag. Kristófer Kristjánsson var valinn maður leiksins en hann skoraði eitt mark og lagði upp annað.
— Þór fótbolti (@Thor_fotbolti) February 26, 2022
Einnig skoruðu Harley Willard og Sigfús Fannar. pic.twitter.com/xj9emfkyW9
Í Kópavogi var Bestudeildarslagur þar sem Breiðablik tók á móti ÍA. Leikurinn byrjaði fjörlega þar sem Kristinn Steindórsson kom heimamönnum yfir strax á fimmtu mínútu en Guðmundur Tyrfingsson jafnaði metin fyrir Skagamenn eftir sautján mínútna leik.
Eftir hálftíma leik fékk Elfar Freyr Helgason að líta rauða spjaldið.
Einum færri tókst Blikum að ná forystunni á 85.mínútu þegar Benedikt Waren skoraði en hann fékk skömmu síðar að líta rauða spjaldið. Þrátt fyrir það tókst Blikum að bæta við marki þar sem Höskuldur Gunnlaugsson skoraði af vítapunktinum í uppbótartíma og tryggði Blikum 3-1 sigur.