Atletico fékk Celta Vigo í heimsókn og þurfti nauðsynlega á sigri að halda til að halda í við efstu lið deildarinnar.
Brasilíski vinstri bakvörðurinn Renan Lodi gerði sér lítið fyrir og skoraði bæði mörk Atletico í 2-0 sigri.
Það fyrra kom eftir rúmlega hálftíma leik og hið síðara eftir klukkutíma leik þegar hann skoraði eftir undirbúning Geoffrey Kondogbia.
Atletico lyfti sér þar með upp í 4.sæti en Barcelona er í 5.sæti með þremur stigum minna og á tvo leiki til góða.