FIFA gaf út yfirlýsingu rétt í þessu þar sem segir að Rússland muni ekki fá að spila leiki sína í Rússlandi heldur þurfi landslið þeirra að spila á hlutlausum velli án áhorfenda.
Þá megi fáni Rússlands ekki vera á búningi liðsins og þjóðsöngur Rússlands verður ekki leikinn fyrir landsleiki Rússlands.
Bureau of the FIFA Council takes initial measures with regard to war in Ukraine
— FIFA Media (@fifamedia) February 27, 2022
https://t.co/JoHzwIajiX pic.twitter.com/BarqeIDYaP
Knattspyrnusambönd víða um Evrópu hafa undanfarna daga gefið út tilkynningar þess efnis að lið þeirra muni ekki taka þátt í leikjum við Rússland á meðan innrás Rússa í Úkraínu stendur yfir.
Því er klárlega komin upp pattstaða varðandi næstu verkefni rússneska landsliðsins en í yfirlýsingu FIFA segir að sambandið sé meðvitað um afstöðu Póllands, Tékklands og Svíþjóðar og hafi þegar sett sig í samband við þau með það fyrir augum að finna lausn á stöðunni.
Kvennalandslið Íslands á að leika við Hvíta-Rússland í apríl og karlalandsliðið við Rússland í júní en KSÍ hefur ekki gefið út neina tilkynningu varðandi sína afstöðu enn sem komið er.