Til varnar skóla án aðgreiningar Ragnar Þór Pétursson skrifar 28. febrúar 2022 15:01 Nýlega hefur enn á ný blossað upp umræða um skóla án aðgreiningar. Hún hefur að þessu sinni gengið svo langt að því er haldið fram, við nokkrar undirtektir, að líklega þurfi að „flokka“ nemendur meira en nú er gert í skólum. Þá hefur enn á ný borið mjög á þeim málflutningi að „skóli án aðgreiningar“ sé göfug og góð hugmynd en líklega með öllu óraunhæf. Slík umræða kemur ekki á óvart. Rannsókn Evrópumiðstöðvar á framkvæmd skóla án aðgreiningar leiddi í ljós djúpa hugmyndafræðilega bresti í grunni stefnunnar. Í ljós kom að það hefur líklega aldrei verið nein samstaða um að skóli án aðgreiningar sé forsenda eða markmið skólastarfs á Íslandi – annars staðar en á pappírunum. Reynt að dulbúa stefnuna Til að bregðast við þessu hefur meðal annars verið reynt að dulbúa skóla án aðgreiningar sem eitthvað annað. Tvisvar hefur verið skipt um nafn á stefnunni. Fyrst breyttist hún í „menntun fyrir alla“ og svo „skóla fjölbreytileikans“. Það er enda mjög íslenskt, að breyta ásýnd eða yfirborði einhvers og halda að þar með muni inntakið taka stakkaskiptum. Það gerist að sjálfsögðu ekki. Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að sú staðreynd að skólafólk, stjórnvöld og almenningur á Íslandi skuli ekki oftar rísa upp til varnar fyrir skóla án aðgreiningar sé ein stærsta samfélagslega ógnin sem við búum við. Þar til nýlega áttuðum við okkur ekki fyllilega á inntaki þess að reka skólakerfi án aðgreiningar. Við vorum, og erum líklega enn, með einsleitari þjóðum. Við héldum mjög lengi að við værum öll næstum eins og ættum og gætum öll gert það sama með sömu aðferðum. Lengi vel upplifðum við að skóli án aðgreiningar snerist um frávik, um það hvernig (og jafnvel hvort) börn með fatlanir ættu heima í skólakerfinu. Það er enn býsna stór hluti þjóðarinnar sem ólst upp við það að sjá varla fatlað fólk nema stöku sinnum á förnum vegi. Í mörgum samfélögum, hringinn í kringum landið, voru fatlaðir jaðarsettir, gengu undir viðurnefnum og voru litnir hornauga. Ég á minningar úr grunnskóla þar sem hópar stráka gerðu sér það að skemmtun að ginna fatlaða menn til „að segja ljótt“. Það er kannski ekki skrítið að skólakerfi „án aðgreiningar“ sem rís upp úr slíkri „menningu“ sé dálítið brogað. Ranghugmynd þjóðarinnar Hið þrönga sjónarhorn á fatlaða og ófatlaða leiddi til þess að skapa alvarlegar ranghugmyndir hjá þjóðinni um skóla án aðgreiningar. Í stað þess að horfa á alla nemendur sem fullgilda þátttakendur í samfélagi skólans fór vinnan í allt of miklum mæli að snúast um það hversu mikil „frávik“ einstakir nemendur væru; hversu „gallaðir“ eða „takmarkaðir“ af náttúrunnar hendir. Og þá í framhaldinu: Að hversu miklu leyti viðkomandi galli kæmi í veg fyrir að nemandinn næði námsmarkmiðum hinna heilbrigðu – og að hversu miklu leyti gallinn birtist í hegðun sem tefði fyrir eða spillti námi hinna nemendanna. Loks kom svo spurningin: Hvað þyrfti að gera til að nemandinn næði markmiðunum– eða væri að minnsta kosti ekki að trufla aðra of mikið. Árangur okkar, fyrstu tvo áratugina, af skóla án aðgreiningar er af þessum sökum mjög dapurlegur. Við gerðum ráð fyrir því að skóli án aðgreiningar snerist um að setja upp rampa og lyftur en ekki því að víkka út þau viðfangsefni sem skólinn tækist á hendur og þær námsleiðir sem notaðar væru. Það var ekki fyrr en fjölbreytnin fór að vaxa í samfélaginu og skella á okkur úr öllum áttum – að við byrjuðum sem samfélag (og skóli) að átta okkur á því að samfélag án aðgreiningar snýst alls ekki um aðlögun fólks að samfélagi, heldur öfugt. Nú, þegar lokið er dottið af dollu einsleitninnar blasir við að ungt fólk er margfalt fjölbreyttari hópur en við okkur hefði getað grunað og fyrir mörg þeirra er lykillinn að lífshamingjunni sá að fjölbreytnin sé virt og viðurkennd. Skóli án aðgreiningar er ekki hugmyndafræðilega gjaldþrota – ekkert frekar en hugmyndin um hið lýðræðislega samfélag. Það, hvernig við ástundum hvort tveggja, þarf að bæta. Réttlæti hinna sterku Fyrir 45 árum skrifaði vitur skólamaður grein í blað af því tilefni að nemendur í býsna „góðum“ skóla vestur í bæ höfðu krafist ógildingar samræmdra prófa því þeir höfðu undir höndum eiðsvarnar yfirlýsingar um að kennarar í öðrum skólum hefðu sýnt meiri linkind við fyrirlögn prófanna. Hann taldi nauðsynlegt að ræða tilgang slíkra prófa betur og benti á að próf sem hefðu þann tilgang að búa til raðir úr nemendum hefðu almennt nauðaómerkilegan tilgang, hvort sem sjónarhornið væri próffræðilegt eða annað. Það er auðvitað skiljanlegt að „sterkir“ námsmenn sem lagt hafa hart að sér skuli svíða óréttlætið í því að sitja undir strangari prófdómurum og fá jafnvel dálítið minni tíma en nemendur „austur í bæ“ eða „handan lækjarins“. Það er skiljanlegt að þeir mótmæli og krefjist ógildingar. Sérstaklega ef niðurstaða prófsins hefur stýrandi áhrif á aðgang að vinsælum framhaldsskólum. Slíka réttlætiskennd er auðvelt að skilja og við kunnum ágætlega að bregðast við svona henni. Við tökum hana gjarnan til okkar. En hvað með óréttlætið sem hin mega þola, að sitja stöðugt undir kröfum kerfis sem hannað er utan um veruleika, áhuga og styrkleika annarra en þín? Mannréttindabarátta fatlaðra hefur ekkert gert við íslenskt samfélag annað en að auðga það. Fatlaðir hafa alla tíð borið miklu meiri kostnað af samfélaginu en öfugt. Mannréttindabarátta annarra jarðarsettra hópa mun einnig auðga samfélagið ef við hættum að standa gegn henni. Slík barátta snýst nánast alltaf um að fá að taka þátt. Fá að leggja sitt af mörkum. Fá að læra og dafna. Og fá að tilheyra á eigin forsendum en ekki aðeins upp að því marki sem hinir sjá samsvörun við þig. Að læra af dauðum farfuglum Vitur skólakona sagði mér nýlega að umhverfisbreytingar tækju mis mikinn toll af tegundum farfugla eftir getu fuglanna til að aðlaga sig breytingum. Þær tegundir sem af vana sækja í sömu óðölin þrátt fyrir gerbreytt veðurlag skrimtu við illan kost eða hreinlega gæfu upp öndina á meðan þær tegundir sem eltu kjörskilyrðin stæðu sterkar. Sá heimur er ekki til þar sem einsleitur hluti þjóðar getur lokað að sér. Samfélög sem reyna slíkt munu springa í sundur á saumunum – en þó ekki fyrr en þau hafa alið á þjáningum og átökum. Skóli sem „flokkar“ börn er vissulega klassískur. En hann er ekki að sama skapi góður. Eftir hverju í ósköpunum eigum við að flokka? Hugmyndaauðgi, heiðarleika, minni, gæsku, handleikni, snerpu, líkamsstyrk, orðaforða? Skóli án aðgreiningar er mikilvægari nú en nokkru sinni fyrr – einfaldlega vegna þess að samfélagið er fjölbreyttara en áður. Bilið á milli hinnar raunverulegu fjölbreytni samfélagsins og hinnar yfirborðskenndu einsleitni hefur byggt upp gríðarlega spennu sem við getum fundið útrás í aukinn fjölbreytni, athafna- og lífsgleði. Ef við gerum það ekki mun spennan halda áfram að leita sér útrásar í glufum og sprungum okkur öllum til vanda – og þeim mest sem liggja næst jaðrinum. Grundvallarskuldbinding okkar gagnvart samfélaginu leyfir slíkt ekki. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Pétursson Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Halldór 29.03.2025 Halldór Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Skoðun Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Nýlega hefur enn á ný blossað upp umræða um skóla án aðgreiningar. Hún hefur að þessu sinni gengið svo langt að því er haldið fram, við nokkrar undirtektir, að líklega þurfi að „flokka“ nemendur meira en nú er gert í skólum. Þá hefur enn á ný borið mjög á þeim málflutningi að „skóli án aðgreiningar“ sé göfug og góð hugmynd en líklega með öllu óraunhæf. Slík umræða kemur ekki á óvart. Rannsókn Evrópumiðstöðvar á framkvæmd skóla án aðgreiningar leiddi í ljós djúpa hugmyndafræðilega bresti í grunni stefnunnar. Í ljós kom að það hefur líklega aldrei verið nein samstaða um að skóli án aðgreiningar sé forsenda eða markmið skólastarfs á Íslandi – annars staðar en á pappírunum. Reynt að dulbúa stefnuna Til að bregðast við þessu hefur meðal annars verið reynt að dulbúa skóla án aðgreiningar sem eitthvað annað. Tvisvar hefur verið skipt um nafn á stefnunni. Fyrst breyttist hún í „menntun fyrir alla“ og svo „skóla fjölbreytileikans“. Það er enda mjög íslenskt, að breyta ásýnd eða yfirborði einhvers og halda að þar með muni inntakið taka stakkaskiptum. Það gerist að sjálfsögðu ekki. Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að sú staðreynd að skólafólk, stjórnvöld og almenningur á Íslandi skuli ekki oftar rísa upp til varnar fyrir skóla án aðgreiningar sé ein stærsta samfélagslega ógnin sem við búum við. Þar til nýlega áttuðum við okkur ekki fyllilega á inntaki þess að reka skólakerfi án aðgreiningar. Við vorum, og erum líklega enn, með einsleitari þjóðum. Við héldum mjög lengi að við værum öll næstum eins og ættum og gætum öll gert það sama með sömu aðferðum. Lengi vel upplifðum við að skóli án aðgreiningar snerist um frávik, um það hvernig (og jafnvel hvort) börn með fatlanir ættu heima í skólakerfinu. Það er enn býsna stór hluti þjóðarinnar sem ólst upp við það að sjá varla fatlað fólk nema stöku sinnum á förnum vegi. Í mörgum samfélögum, hringinn í kringum landið, voru fatlaðir jaðarsettir, gengu undir viðurnefnum og voru litnir hornauga. Ég á minningar úr grunnskóla þar sem hópar stráka gerðu sér það að skemmtun að ginna fatlaða menn til „að segja ljótt“. Það er kannski ekki skrítið að skólakerfi „án aðgreiningar“ sem rís upp úr slíkri „menningu“ sé dálítið brogað. Ranghugmynd þjóðarinnar Hið þrönga sjónarhorn á fatlaða og ófatlaða leiddi til þess að skapa alvarlegar ranghugmyndir hjá þjóðinni um skóla án aðgreiningar. Í stað þess að horfa á alla nemendur sem fullgilda þátttakendur í samfélagi skólans fór vinnan í allt of miklum mæli að snúast um það hversu mikil „frávik“ einstakir nemendur væru; hversu „gallaðir“ eða „takmarkaðir“ af náttúrunnar hendir. Og þá í framhaldinu: Að hversu miklu leyti viðkomandi galli kæmi í veg fyrir að nemandinn næði námsmarkmiðum hinna heilbrigðu – og að hversu miklu leyti gallinn birtist í hegðun sem tefði fyrir eða spillti námi hinna nemendanna. Loks kom svo spurningin: Hvað þyrfti að gera til að nemandinn næði markmiðunum– eða væri að minnsta kosti ekki að trufla aðra of mikið. Árangur okkar, fyrstu tvo áratugina, af skóla án aðgreiningar er af þessum sökum mjög dapurlegur. Við gerðum ráð fyrir því að skóli án aðgreiningar snerist um að setja upp rampa og lyftur en ekki því að víkka út þau viðfangsefni sem skólinn tækist á hendur og þær námsleiðir sem notaðar væru. Það var ekki fyrr en fjölbreytnin fór að vaxa í samfélaginu og skella á okkur úr öllum áttum – að við byrjuðum sem samfélag (og skóli) að átta okkur á því að samfélag án aðgreiningar snýst alls ekki um aðlögun fólks að samfélagi, heldur öfugt. Nú, þegar lokið er dottið af dollu einsleitninnar blasir við að ungt fólk er margfalt fjölbreyttari hópur en við okkur hefði getað grunað og fyrir mörg þeirra er lykillinn að lífshamingjunni sá að fjölbreytnin sé virt og viðurkennd. Skóli án aðgreiningar er ekki hugmyndafræðilega gjaldþrota – ekkert frekar en hugmyndin um hið lýðræðislega samfélag. Það, hvernig við ástundum hvort tveggja, þarf að bæta. Réttlæti hinna sterku Fyrir 45 árum skrifaði vitur skólamaður grein í blað af því tilefni að nemendur í býsna „góðum“ skóla vestur í bæ höfðu krafist ógildingar samræmdra prófa því þeir höfðu undir höndum eiðsvarnar yfirlýsingar um að kennarar í öðrum skólum hefðu sýnt meiri linkind við fyrirlögn prófanna. Hann taldi nauðsynlegt að ræða tilgang slíkra prófa betur og benti á að próf sem hefðu þann tilgang að búa til raðir úr nemendum hefðu almennt nauðaómerkilegan tilgang, hvort sem sjónarhornið væri próffræðilegt eða annað. Það er auðvitað skiljanlegt að „sterkir“ námsmenn sem lagt hafa hart að sér skuli svíða óréttlætið í því að sitja undir strangari prófdómurum og fá jafnvel dálítið minni tíma en nemendur „austur í bæ“ eða „handan lækjarins“. Það er skiljanlegt að þeir mótmæli og krefjist ógildingar. Sérstaklega ef niðurstaða prófsins hefur stýrandi áhrif á aðgang að vinsælum framhaldsskólum. Slíka réttlætiskennd er auðvelt að skilja og við kunnum ágætlega að bregðast við svona henni. Við tökum hana gjarnan til okkar. En hvað með óréttlætið sem hin mega þola, að sitja stöðugt undir kröfum kerfis sem hannað er utan um veruleika, áhuga og styrkleika annarra en þín? Mannréttindabarátta fatlaðra hefur ekkert gert við íslenskt samfélag annað en að auðga það. Fatlaðir hafa alla tíð borið miklu meiri kostnað af samfélaginu en öfugt. Mannréttindabarátta annarra jarðarsettra hópa mun einnig auðga samfélagið ef við hættum að standa gegn henni. Slík barátta snýst nánast alltaf um að fá að taka þátt. Fá að leggja sitt af mörkum. Fá að læra og dafna. Og fá að tilheyra á eigin forsendum en ekki aðeins upp að því marki sem hinir sjá samsvörun við þig. Að læra af dauðum farfuglum Vitur skólakona sagði mér nýlega að umhverfisbreytingar tækju mis mikinn toll af tegundum farfugla eftir getu fuglanna til að aðlaga sig breytingum. Þær tegundir sem af vana sækja í sömu óðölin þrátt fyrir gerbreytt veðurlag skrimtu við illan kost eða hreinlega gæfu upp öndina á meðan þær tegundir sem eltu kjörskilyrðin stæðu sterkar. Sá heimur er ekki til þar sem einsleitur hluti þjóðar getur lokað að sér. Samfélög sem reyna slíkt munu springa í sundur á saumunum – en þó ekki fyrr en þau hafa alið á þjáningum og átökum. Skóli sem „flokkar“ börn er vissulega klassískur. En hann er ekki að sama skapi góður. Eftir hverju í ósköpunum eigum við að flokka? Hugmyndaauðgi, heiðarleika, minni, gæsku, handleikni, snerpu, líkamsstyrk, orðaforða? Skóli án aðgreiningar er mikilvægari nú en nokkru sinni fyrr – einfaldlega vegna þess að samfélagið er fjölbreyttara en áður. Bilið á milli hinnar raunverulegu fjölbreytni samfélagsins og hinnar yfirborðskenndu einsleitni hefur byggt upp gríðarlega spennu sem við getum fundið útrás í aukinn fjölbreytni, athafna- og lífsgleði. Ef við gerum það ekki mun spennan halda áfram að leita sér útrásar í glufum og sprungum okkur öllum til vanda – og þeim mest sem liggja næst jaðrinum. Grundvallarskuldbinding okkar gagnvart samfélaginu leyfir slíkt ekki. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun