Sendiherrann segir að barist verði til síðasta blóðdropa um Kænugarð Heimir Már Pétursson skrifar 1. mars 2022 18:33 Olga Dibrova sendiherra Úkraínu á Íslandi er ómyrk í máli og segir að Úkraínumenn munu verja Kænugarð. Vísir Olga Dibrova hefur verið sendiherra Úkraínu á Íslandi með aðsetur í Helsinki í tvö ár en vegna Covid faraldursins gat hún fyrst í dag afhent forseta Íslands trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Hún segir Rússa aldrei ná höfuðborginni Kænugarði á sitt vald vegna þess að þeir berjist ekki einungis við úkraínska herinn heldur alla úkraínsku þjóðina „Það mun ekki gerast því við munum verja Kænugarð. Úkraína er stórt land með 40milljónir íbúa. Við höfum aldrei staðið þéttar saman. Í okkar huga er þetta stríð allra Úkraínumanna. Þetta er stríð þjóðar og ef þörf krefur verjum við höfuðborg okkar til síðasta blóðdropa.“ Ertu að segja að barist verði á hverju götuhorni? „Einmitt. Sú er staðan einmitt núna,“ segir Olga Dibrova sendiherra Úkraínu á Íslandi. Það sé ekki einungis við herinn að etja því tugir þúsunda karla og kvenna hafi nú þegar gripið til vopna gegn Rússum. „Íbúar sérhverrar borgar berjast nú hver fyrir sig. Þetta er bara venjulegt fólk sem býr yfir dirfsku og hugrekki til að fara út á götur með tómar hendur og þeim tekst að stöðva þungvopnuð farartæki og skriðdreka til að sýna rússneska árásarliðinu að það sé óvelkomið til lands okkar.“ Úkraínski herinn hafi enn aðgang að flugvöllum í nágrenni Kænugarðs og almenningur nægar vistir. Hvernig geta fámennar þjóðir eins og Íslendingar komið Úkraínumönnum til hjálpar? „Haldið áfram að gera það sem þið eruð að gera núna: Veita Úkraínu hjálp sem NATO-ríki, veita fjárhagslega aðstoð og mannúðaraðstoð og tryggja enn fremur að Rússar skilji að þeir eru að gera rangt, að þeir standi fyrir hræðilegum aðgerðum í Úkraínu,“ segir Olga Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
„Það mun ekki gerast því við munum verja Kænugarð. Úkraína er stórt land með 40milljónir íbúa. Við höfum aldrei staðið þéttar saman. Í okkar huga er þetta stríð allra Úkraínumanna. Þetta er stríð þjóðar og ef þörf krefur verjum við höfuðborg okkar til síðasta blóðdropa.“ Ertu að segja að barist verði á hverju götuhorni? „Einmitt. Sú er staðan einmitt núna,“ segir Olga Dibrova sendiherra Úkraínu á Íslandi. Það sé ekki einungis við herinn að etja því tugir þúsunda karla og kvenna hafi nú þegar gripið til vopna gegn Rússum. „Íbúar sérhverrar borgar berjast nú hver fyrir sig. Þetta er bara venjulegt fólk sem býr yfir dirfsku og hugrekki til að fara út á götur með tómar hendur og þeim tekst að stöðva þungvopnuð farartæki og skriðdreka til að sýna rússneska árásarliðinu að það sé óvelkomið til lands okkar.“ Úkraínski herinn hafi enn aðgang að flugvöllum í nágrenni Kænugarðs og almenningur nægar vistir. Hvernig geta fámennar þjóðir eins og Íslendingar komið Úkraínumönnum til hjálpar? „Haldið áfram að gera það sem þið eruð að gera núna: Veita Úkraínu hjálp sem NATO-ríki, veita fjárhagslega aðstoð og mannúðaraðstoð og tryggja enn fremur að Rússar skilji að þeir eru að gera rangt, að þeir standi fyrir hræðilegum aðgerðum í Úkraínu,“ segir Olga
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira