„Við erum í fyrsta skipti að eiga landslið sem er með alvöru breidd“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2022 09:31 Valdimar Grímsson ræðir hér við Gaupa en þekkjast vel frá gullárunum með íslenska landsliðinu á níunda áratugnum. S2 Sport Guðjón Guðmundsson ræddi við einn markahæsta leikmann íslenska landsliðsins frá upphafi í nýjasta innslagi sínu í Seinni bylgjunni. Valdimar Grímsson hefur enn mikla ástríðu fyrir handboltanum og hann hefur líka sterkar skoðanir. „Við Íslendingar höfum átt marga frábæra leikmenn í gegnum tíðina. Hér á eftir er komið að hinum eina sanna Valdimari Grímssyni. Við segjum einfaldlega skál í boðinu,“ sagði Guðjón Guðmundsson. Valdimar lék með Val, KA og Selfossi hér heima og varð fyrsti leikmaðurinn til að skora þúsund mörk í efstu deild á Íslandi. Valdimar var líka atvinnumaður með Wuppertal í Þýskalandi. Hann skoraði alls 940 mörk í 271 landsleik fyrir Ísland og er fjórði markahæsti landsliðsmaður sögunnar. Valdimar hefur góðan samanburð á Olís-deildinni í dag og þegar Valur var með sannkallað stórlið á sínum tíma. Gaupi vildi fá að vita hvort liðin í dag væru betri en Valdimar var ekki á því. Vorum með eina bestu deild Evrópu „Mér fannst deildin frá 1984 til 1992-93 vera ein af bestu deildum Evrópu. Þá var einn útlendingur leyfður og við vorum með alla okkar Íslendinga hér. Við vorum líka að fara í undanúrslit og úrslit í Evrópukeppninni og upplifðum alveg ótrúlega drauma,“ sagði Valdimar Grímsson. „Svo þegar flóðgáttir opna þá fór héðan heil fyrstu deild erlendis. Deildin bara hvarf hérna á tveimur til þremur árum og deildin varð, verð ég að segja, mjög slök. Mér finnst núna síðastliðin þrjú til fjögur ár hún vera að styrkjast og styrkjast hratt,“ sagði Valdimar. „Það er orðið gaman að sjá hvað breiddin er að aukast þó svo að við séum með heila fyrstu deild úti,“ sagði Valdimar en eru liðin í dag betri en þau voru þegar hann var í þessu? Klippa: Seinni bylgjan: Eina með Valdimari Grímssyni Menn eru farnir að hugsa aðeins stærra „Nei þau eru ekki komin þangað. Ég segi það að það er stutt í það að við förum að sjá það. Það eru orðin hugarfarsbreyting í boltanum því menn eru farnir að hugsa aðeins stærra og liðin eru aftur komin í Evrópukeppni. Það eru að byrja koma fjármagnsmenn að styrkja deildirnar meira og það er hugur í mönnum um að styrkja liðin enn frekar,“ sagði Valdimar. „Ég held að það sé mjög stutt í það að við förum að eignast lið sem gerir tilkall til að komast í Meistaradeildina. Það er rosalega mikið af spennandi mönnum að koma,“ sagði Valdimar. Þetta er liðið okkar „Ef maður hugsar þetta út frá landsliðinu þá eigum við þetta tímabil þar sem þjóðin stendur upp með okkur 1984 til 1986, aftur 1992, 1997 og 2008. Við erum búin að eiga með tíu ára millibili tímabil þar sem þjóðin segir: Þetta er liðið okkar. Núna sýndi þetta lið í Ungverjalandi að þetta er liðið okkar,“ sagði Valdimar. „Það sem mér finnst vera meira spennandi við þetta lið en öll hin liðin á undan er að það er slatti af mönnum sem eru á kantinum sem eiga bullandi tilkall í að vera með liðinu. Við erum í fyrsta skipti að eiga landslið sem er með alvöru breidd,“ sagði Valdimar. Gaupi spurði Valdimar líka út í það þegar hann skammaði Bjarka Má Elísson þegar landsliðsmaðurinn spilaði með Lemgo á móti Val í Evrópukeppninni. Björgvin Páll Gústavsson fékk þá rautt spjald fyrir að fara í Bjarka. „Manni er heitt í hamsi þegar maður sér eitthvað ósanngjarnt inn á vellinum. Okkar besti hornamaður í dag fannst mér fara illa með litla liðið með því að sækja rautt spjald í stað þess að einbeita sér að því að vinna leikinn,“ sagði Valdimar. Stundum þunglyndur og neikvæður en í dag er ég bjartsýnn Gaupi heyrði á Valdimar að hann losnar ekki við handboltabakertíuna. „Nei maður hefur alltaf gaman af þessu. Einu sinni verið í þessu og þá er maður það alltaf. Ég hef alltaf skoðanir, get stundum verið þunglyndur og neikvæður en stundum er maður bjartsýnn. Í dag er ég bjartsýnn,“ sagði Valdimar. Það má finna allt innslagið hér fyrir ofan. HM 2023 í handbolta Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Í beinni: Fram - FH | FH getur knúið fram oddaleik Handbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Í beinni: Fram - FH | FH getur knúið fram oddaleik Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Sjá meira
„Við Íslendingar höfum átt marga frábæra leikmenn í gegnum tíðina. Hér á eftir er komið að hinum eina sanna Valdimari Grímssyni. Við segjum einfaldlega skál í boðinu,“ sagði Guðjón Guðmundsson. Valdimar lék með Val, KA og Selfossi hér heima og varð fyrsti leikmaðurinn til að skora þúsund mörk í efstu deild á Íslandi. Valdimar var líka atvinnumaður með Wuppertal í Þýskalandi. Hann skoraði alls 940 mörk í 271 landsleik fyrir Ísland og er fjórði markahæsti landsliðsmaður sögunnar. Valdimar hefur góðan samanburð á Olís-deildinni í dag og þegar Valur var með sannkallað stórlið á sínum tíma. Gaupi vildi fá að vita hvort liðin í dag væru betri en Valdimar var ekki á því. Vorum með eina bestu deild Evrópu „Mér fannst deildin frá 1984 til 1992-93 vera ein af bestu deildum Evrópu. Þá var einn útlendingur leyfður og við vorum með alla okkar Íslendinga hér. Við vorum líka að fara í undanúrslit og úrslit í Evrópukeppninni og upplifðum alveg ótrúlega drauma,“ sagði Valdimar Grímsson. „Svo þegar flóðgáttir opna þá fór héðan heil fyrstu deild erlendis. Deildin bara hvarf hérna á tveimur til þremur árum og deildin varð, verð ég að segja, mjög slök. Mér finnst núna síðastliðin þrjú til fjögur ár hún vera að styrkjast og styrkjast hratt,“ sagði Valdimar. „Það er orðið gaman að sjá hvað breiddin er að aukast þó svo að við séum með heila fyrstu deild úti,“ sagði Valdimar en eru liðin í dag betri en þau voru þegar hann var í þessu? Klippa: Seinni bylgjan: Eina með Valdimari Grímssyni Menn eru farnir að hugsa aðeins stærra „Nei þau eru ekki komin þangað. Ég segi það að það er stutt í það að við förum að sjá það. Það eru orðin hugarfarsbreyting í boltanum því menn eru farnir að hugsa aðeins stærra og liðin eru aftur komin í Evrópukeppni. Það eru að byrja koma fjármagnsmenn að styrkja deildirnar meira og það er hugur í mönnum um að styrkja liðin enn frekar,“ sagði Valdimar. „Ég held að það sé mjög stutt í það að við förum að eignast lið sem gerir tilkall til að komast í Meistaradeildina. Það er rosalega mikið af spennandi mönnum að koma,“ sagði Valdimar. Þetta er liðið okkar „Ef maður hugsar þetta út frá landsliðinu þá eigum við þetta tímabil þar sem þjóðin stendur upp með okkur 1984 til 1986, aftur 1992, 1997 og 2008. Við erum búin að eiga með tíu ára millibili tímabil þar sem þjóðin segir: Þetta er liðið okkar. Núna sýndi þetta lið í Ungverjalandi að þetta er liðið okkar,“ sagði Valdimar. „Það sem mér finnst vera meira spennandi við þetta lið en öll hin liðin á undan er að það er slatti af mönnum sem eru á kantinum sem eiga bullandi tilkall í að vera með liðinu. Við erum í fyrsta skipti að eiga landslið sem er með alvöru breidd,“ sagði Valdimar. Gaupi spurði Valdimar líka út í það þegar hann skammaði Bjarka Má Elísson þegar landsliðsmaðurinn spilaði með Lemgo á móti Val í Evrópukeppninni. Björgvin Páll Gústavsson fékk þá rautt spjald fyrir að fara í Bjarka. „Manni er heitt í hamsi þegar maður sér eitthvað ósanngjarnt inn á vellinum. Okkar besti hornamaður í dag fannst mér fara illa með litla liðið með því að sækja rautt spjald í stað þess að einbeita sér að því að vinna leikinn,“ sagði Valdimar. Stundum þunglyndur og neikvæður en í dag er ég bjartsýnn Gaupi heyrði á Valdimar að hann losnar ekki við handboltabakertíuna. „Nei maður hefur alltaf gaman af þessu. Einu sinni verið í þessu og þá er maður það alltaf. Ég hef alltaf skoðanir, get stundum verið þunglyndur og neikvæður en stundum er maður bjartsýnn. Í dag er ég bjartsýnn,“ sagði Valdimar. Það má finna allt innslagið hér fyrir ofan.
HM 2023 í handbolta Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Í beinni: Fram - FH | FH getur knúið fram oddaleik Handbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Í beinni: Fram - FH | FH getur knúið fram oddaleik Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Sjá meira