„Ef einhver sérfræðingur í Seinni bylgjunni vill hlæja að því veit hann ekkert um handbolta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. mars 2022 11:00 Sebastian Alexandersson hefur tröllatrú á sínu liði. vísir/vilhelm Þrátt fyrir HK hafi aðeins unnið einn leik í Olís-deild karla í vetur hefur Sebastian Alexandersson, þjálfari liðsins, mikla trú á sínum mönnum. Hann segir að ef HK væri með einn reynslumikinn leikmann eins og Ásbjörn Friðriksson væri liðið í efri hluta deildarinnar. HK tapaði fyrir Aftureldingu með minnsta mun, 26-25, á sunnudaginn. HK-ingar hafa tapað nokkrum leikjum á lokamínútum í vetur þar sem reynsluleysi hefur reynst liðinu fjötur um fót. „Því miður fórum við aftur á taugum, einu sinni enn, og gerðum ótrúleg mistök. Köstum langt fram völlinn, köstum í fótinn á hvor öðrum, fáum á okkur ruðning. Þetta er bara aldurinn á liðinu,“ sagði Sebastian í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leikinn í Mosfellsbænum. „Ef við værum með einn reynslumikinn mann í liðinu, einhvern Ásbjörn Friðriksson, væri þetta lið í topp fimm. Ef einhver sérfræðingurinn í Seinni bylgjunni vill hlæja að því veit hann ekkert um handbolta. Það er bara svoleiðis. Þetta lið er handboltalega alveg nógu gott og á pari við öll liðin í deildinni taktíkst, líkamlega, karakterslega en andlega erum við á eftir. En ég hef engar áhyggjur af þessu. Við munum eignast okkar eigin Ásbjörn Friðriksson. Við munum finna hann, ég mun búa hann til. Ég hef tíma.“ Klippa: Seinni bylgjan - Basti um reynsluleysi HK Róbert Gunnarsson er ósammála sínum gamla samherja úr Fram þegar kemur að mati hans á liði HK. „Ég er ekki sammála því en mér finnst aðdáunarvert hvað Basti trúir mikið á verkefnið sitt og leikmennina sína. Og mér finnst hann vera á réttri leið og gera fína hluti en finnst full mikið að segja að hann vanti bara einn mann til að vera í topp fimm,“ sagði Róbert í Seinni bylgjunni. „Ódýrt skot á sérfræðingana,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Sorrí, við erum bara búnir að æfa handbolta í þrjátíu ár og vitum ekki neitt,“ bætti Róbert við í léttum dúr. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla HK Seinni bylgjan Tengdar fréttir Seinni bylgjan talar um krísu hjá Stjörnunni Stjörnumenn eru í basli í karlahandboltanum og tap á móti Selfossi á heimavelli í síðasta leik er enn eitt dæmið um slíkt. Seinni bylgjan ræddi stöðuna á Stjörnumönnum. 1. mars 2022 16:01 „Örugglega hræðilega erfitt og miklar tilfinningar“ Ihor Kopyshynskyi var frábær í sigri Hauka á Gróttu í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta en hann var markahæstur í Haukaliðinu og með hundrað prósent skotnýtingu. 1. mars 2022 12:30 „Látið þá vera og búið til ykkar eigin leikmenn“ Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, segir sína menn einfaldlega hafa farið á taugum á lokakaflanum og því tapað gegn Aftureldingu í dag, í Olís-deild karla í handbolta. Hann sendi öðrum félögum tóninn á fleiri en einn veg eftir leik, sem og sérfræðingum Seinni bylgjunnar. 27. febrúar 2022 20:05 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - HK 26-25 | Hrikalegt bakslag fyrir HK-inga Vart gæti orðið við aukna notkun hjartalyfja í Mosfellsbæ ef fram heldur sem horfir hjá liði Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta á þessu ári. Liðið náði að komast yfir á síðustu stundu gegn HK í dag og vinna 26-25. 27. febrúar 2022 20:35 Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Í beinni: Fram - FH | FH getur knúið fram oddaleik Handbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Í beinni: Fram - FH | FH getur knúið fram oddaleik Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Sjá meira
HK tapaði fyrir Aftureldingu með minnsta mun, 26-25, á sunnudaginn. HK-ingar hafa tapað nokkrum leikjum á lokamínútum í vetur þar sem reynsluleysi hefur reynst liðinu fjötur um fót. „Því miður fórum við aftur á taugum, einu sinni enn, og gerðum ótrúleg mistök. Köstum langt fram völlinn, köstum í fótinn á hvor öðrum, fáum á okkur ruðning. Þetta er bara aldurinn á liðinu,“ sagði Sebastian í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leikinn í Mosfellsbænum. „Ef við værum með einn reynslumikinn mann í liðinu, einhvern Ásbjörn Friðriksson, væri þetta lið í topp fimm. Ef einhver sérfræðingurinn í Seinni bylgjunni vill hlæja að því veit hann ekkert um handbolta. Það er bara svoleiðis. Þetta lið er handboltalega alveg nógu gott og á pari við öll liðin í deildinni taktíkst, líkamlega, karakterslega en andlega erum við á eftir. En ég hef engar áhyggjur af þessu. Við munum eignast okkar eigin Ásbjörn Friðriksson. Við munum finna hann, ég mun búa hann til. Ég hef tíma.“ Klippa: Seinni bylgjan - Basti um reynsluleysi HK Róbert Gunnarsson er ósammála sínum gamla samherja úr Fram þegar kemur að mati hans á liði HK. „Ég er ekki sammála því en mér finnst aðdáunarvert hvað Basti trúir mikið á verkefnið sitt og leikmennina sína. Og mér finnst hann vera á réttri leið og gera fína hluti en finnst full mikið að segja að hann vanti bara einn mann til að vera í topp fimm,“ sagði Róbert í Seinni bylgjunni. „Ódýrt skot á sérfræðingana,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Sorrí, við erum bara búnir að æfa handbolta í þrjátíu ár og vitum ekki neitt,“ bætti Róbert við í léttum dúr. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla HK Seinni bylgjan Tengdar fréttir Seinni bylgjan talar um krísu hjá Stjörnunni Stjörnumenn eru í basli í karlahandboltanum og tap á móti Selfossi á heimavelli í síðasta leik er enn eitt dæmið um slíkt. Seinni bylgjan ræddi stöðuna á Stjörnumönnum. 1. mars 2022 16:01 „Örugglega hræðilega erfitt og miklar tilfinningar“ Ihor Kopyshynskyi var frábær í sigri Hauka á Gróttu í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta en hann var markahæstur í Haukaliðinu og með hundrað prósent skotnýtingu. 1. mars 2022 12:30 „Látið þá vera og búið til ykkar eigin leikmenn“ Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, segir sína menn einfaldlega hafa farið á taugum á lokakaflanum og því tapað gegn Aftureldingu í dag, í Olís-deild karla í handbolta. Hann sendi öðrum félögum tóninn á fleiri en einn veg eftir leik, sem og sérfræðingum Seinni bylgjunnar. 27. febrúar 2022 20:05 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - HK 26-25 | Hrikalegt bakslag fyrir HK-inga Vart gæti orðið við aukna notkun hjartalyfja í Mosfellsbæ ef fram heldur sem horfir hjá liði Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta á þessu ári. Liðið náði að komast yfir á síðustu stundu gegn HK í dag og vinna 26-25. 27. febrúar 2022 20:35 Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Í beinni: Fram - FH | FH getur knúið fram oddaleik Handbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Í beinni: Fram - FH | FH getur knúið fram oddaleik Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Sjá meira
Seinni bylgjan talar um krísu hjá Stjörnunni Stjörnumenn eru í basli í karlahandboltanum og tap á móti Selfossi á heimavelli í síðasta leik er enn eitt dæmið um slíkt. Seinni bylgjan ræddi stöðuna á Stjörnumönnum. 1. mars 2022 16:01
„Örugglega hræðilega erfitt og miklar tilfinningar“ Ihor Kopyshynskyi var frábær í sigri Hauka á Gróttu í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta en hann var markahæstur í Haukaliðinu og með hundrað prósent skotnýtingu. 1. mars 2022 12:30
„Látið þá vera og búið til ykkar eigin leikmenn“ Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, segir sína menn einfaldlega hafa farið á taugum á lokakaflanum og því tapað gegn Aftureldingu í dag, í Olís-deild karla í handbolta. Hann sendi öðrum félögum tóninn á fleiri en einn veg eftir leik, sem og sérfræðingum Seinni bylgjunnar. 27. febrúar 2022 20:05
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - HK 26-25 | Hrikalegt bakslag fyrir HK-inga Vart gæti orðið við aukna notkun hjartalyfja í Mosfellsbæ ef fram heldur sem horfir hjá liði Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta á þessu ári. Liðið náði að komast yfir á síðustu stundu gegn HK í dag og vinna 26-25. 27. febrúar 2022 20:35