„Krefjandi aðstæður og mikil læti“ Sindri Sverrisson skrifar 2. mars 2022 13:00 Arnar Pétursson í höllinni í Kastamonu þar sem íslenska landsliðið freistar þess að taka skref í viðbót í átt að EM sem fram fer í desember. Skjáskot Búist er við 2-3.000 öflugum, tyrkneskum stuðningsmönnum á leik Tyrklands og Íslands í Kastamonu í dag, í undankeppni EM kvenna í handbolta. Arnar Pétursson landsliðsþjálfari fagnar því. „Okkur líst bara vel á það. Þetta verða klárlega krefjandi aðstæður og mikil læti og stemning en við ætlum að reyna að njóta þess. Það er langt síðan að við höfum spilað fyrir framan svona mikið af fólki, og í svo langan tíma hefur það bara verið fyrir framan örfáar hræður út af þessu Covid-veseni. En við finnum bara tilhlökkun. Við ætlum að njóta þess og hafa gaman af því,“ sagði Arnar. Klippa: Arnar landsliðsþjálfari um leikinn við Tyrki í dag Ísland á möguleika á því að komast á EM eftir að hafa unnið Serbíu í október. Til að komast á EM er hins vegar ljóst að Ísland má illa við því að vinna ekki báða leikina við Tyrki, í dag og á sunnudaginn, þar sem Tyrkir eru lægst skrifaða liðið í riðlinum. Arnar vill þó ekki meina að um skyldusigra sé að ræða: „Alls ekki. Þetta tyrkneska lið er hættulegur andstæðingur. Þær hafa verið og eru í mikilli sókn í evrópskum handbolta. Þær spiluðu hörkuleiki við bæði Svía og Serba. Svíarnir lentu í hörkubasli með þær tyrknesku hérna þrátt fyrir að vera eitt af bestu liðum heims í dag. Þetta er því langt frá því að vera eitthvað skylduverkefni. Við þurfum að eiga mjög góðan leik og spila gæðahandbolta til að klára þetta verkefni,“ sagði Arnar. „Ef þú ætlar að gefa eitthvað eftir á móti þeim þá grípa þær gæsina“ Tyrkir töpuðu 36-27 á útivelli gegn Serbíu í október og svo 31-23 á heimavelli gegn Svíum eftir að staðan hafði verið 15-12 fyrir Svíþjóð í hálfleik. Arnar segir hins vegar ekkert hægt að slaka á gegn Tyrkjunum: „Þetta eru margir jafnir leikmenn – stelpur sem að vita sín takmörk, berjast í vörn og eru allar í þessu saman. Þær eru hættulegur andstæðingur. Ef þú ætlar að gefa eitthvað eftir á móti þeim þá grípa þær gæsina og nýta öll færi sem við gefum þeim,“ sagði Arnar sem vill sjá íslenska liðið halda áfram að bæta sig, eftir sigurinn flotta gegn Serbum í haust. „Ég vil sjá okkur halda áfram að bæta í, bæði í vörn og sókn. Ég vil sjá okkur leggja okkur hundrað prósent fram, njóta og hafa gaman af þessu. Berjast saman og leggja okkur fram sem ein liðsheild. Það á að skila okkur góðum úrslitum.“ Leikur Íslands og Tyrklands hefst klukkan 16 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
„Okkur líst bara vel á það. Þetta verða klárlega krefjandi aðstæður og mikil læti og stemning en við ætlum að reyna að njóta þess. Það er langt síðan að við höfum spilað fyrir framan svona mikið af fólki, og í svo langan tíma hefur það bara verið fyrir framan örfáar hræður út af þessu Covid-veseni. En við finnum bara tilhlökkun. Við ætlum að njóta þess og hafa gaman af því,“ sagði Arnar. Klippa: Arnar landsliðsþjálfari um leikinn við Tyrki í dag Ísland á möguleika á því að komast á EM eftir að hafa unnið Serbíu í október. Til að komast á EM er hins vegar ljóst að Ísland má illa við því að vinna ekki báða leikina við Tyrki, í dag og á sunnudaginn, þar sem Tyrkir eru lægst skrifaða liðið í riðlinum. Arnar vill þó ekki meina að um skyldusigra sé að ræða: „Alls ekki. Þetta tyrkneska lið er hættulegur andstæðingur. Þær hafa verið og eru í mikilli sókn í evrópskum handbolta. Þær spiluðu hörkuleiki við bæði Svía og Serba. Svíarnir lentu í hörkubasli með þær tyrknesku hérna þrátt fyrir að vera eitt af bestu liðum heims í dag. Þetta er því langt frá því að vera eitthvað skylduverkefni. Við þurfum að eiga mjög góðan leik og spila gæðahandbolta til að klára þetta verkefni,“ sagði Arnar. „Ef þú ætlar að gefa eitthvað eftir á móti þeim þá grípa þær gæsina“ Tyrkir töpuðu 36-27 á útivelli gegn Serbíu í október og svo 31-23 á heimavelli gegn Svíum eftir að staðan hafði verið 15-12 fyrir Svíþjóð í hálfleik. Arnar segir hins vegar ekkert hægt að slaka á gegn Tyrkjunum: „Þetta eru margir jafnir leikmenn – stelpur sem að vita sín takmörk, berjast í vörn og eru allar í þessu saman. Þær eru hættulegur andstæðingur. Ef þú ætlar að gefa eitthvað eftir á móti þeim þá grípa þær gæsina og nýta öll færi sem við gefum þeim,“ sagði Arnar sem vill sjá íslenska liðið halda áfram að bæta sig, eftir sigurinn flotta gegn Serbum í haust. „Ég vil sjá okkur halda áfram að bæta í, bæði í vörn og sókn. Ég vil sjá okkur leggja okkur hundrað prósent fram, njóta og hafa gaman af þessu. Berjast saman og leggja okkur fram sem ein liðsheild. Það á að skila okkur góðum úrslitum.“ Leikur Íslands og Tyrklands hefst klukkan 16 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða