Það gilda lög í stríði Brynhildur Bolladóttir skrifar 2. mars 2022 11:00 Fæst okkar muna eftir vopnuðum átökum jafn nálægt okkur og nú og sjaldan eða aldrei hefur verið jafn auðvelt að setja sig í spor flóttafólks og þegar þúsundir manna flýja heimili sín í Úkraínu. Fréttir eru sagðar af óbreyttum borgurum sem falla, að sprengjur hafi fallið á skóla eða leikskóla og að innviðir á borð við rafmagnslínur, vatnsleiðslur, vegi og internet séu eyðilagðir. Allt undantalið er verndað af alþjóðlegum mannúðarlögum, Genfarsamningunum og þremur viðbótarbókunum við þá, en Alþjóðaráð Rauða krossins er verndari þeirra. Í samningunum eru ákvæði sem veita Rauða krossinum víðtækt hlutverk við að vernda og aðstoða þolendur stríðsátaka. Rauði krossinn fræðir stríðandi fylkingar um Genfarsamningana og fylgist með því að þeir séu virtir. Grundvallaratriði Genfarsamninganna eru: Allir sem hafa lagt niður vopn eiga rétt á vernd. Fangar njóta verndar. Þeir sem sinna hjálpastarfi njóta verndar. Ekki má ráðast á eignir óbreyttra borgara. Ekki má valda þarflausri eyðileggingu eða þjáningum. Alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans vinnur ötullega að því að minna yfirvöld, hermenn, uppreisnarmenn og aðra stríðandi aðila á Genfarsamningana, þ.e. þau lög sem gilda í stríði og þá sérstaklega á mikilvægi þess að vernda almenna borgara. Með undirritun Genfarsamninganna hafa ríki heims skuldbundið sig til þess að takmarka stríðsrekstur á ýmsan hátt og hlífa þeim sem ekki taka beinan þátt í ófriði. Genfarsamningarnir veita vernd í vopnuðum átökum og eru hornsteinn alþjóðlegs mannúðarréttar. Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna auk Vatíkansins, Palestínu og Cookseyja, hafa fullgilt samninganna og fjölmörg ríki hafa fullgilt viðauka við þá. Rauða kross hreyfingin hefur einnig beitt sér fyrir algjöru banni og útrýmingu kjarnorkuvopna allt frá árinu 1945. Hér má lesa grein Sveins Kristinssonar, formanns Rauða krossins á Íslandi, frá árinu 2019 um að íslensk stjórnvöld skrifi undir og fullgildi samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum en íslensk stjórnvöld hafa enn ekki skrifað undir þennan samning. Ljóst er að mannúðarlög eru oft brotin í stríðsátökum – en þeim er líka mjög oft fylgt. Það þykir ekki fréttnæmt ef menningarverðmætum, skólum eða óbreyttum borgurum er þyrmt. Genfarsamningarnir ásamt hlutleysi sínu gera Rauða krossinum kleift að starfa á átakasvæðum, í Úkraínu sem og annars staðar. Höfundur er upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Bolladóttir Innrás Rússa í Úkraínu Mannréttindi Flóttamenn Mest lesið Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Hilmar Þór Sigurjónsson Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir Skoðun Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk Ingibjörg Ísaksen Skoðun Samræmd próf gegn stéttaskiptingu Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Bókun 35, 38 og tækifæri fyrir ungt fólk í Brussel Gunnar H. Garðarsson Skoðun Orð skulu standa Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Dúabíllinn og kraftur sköpunar Einar Mikael Sverrisson Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir skrifar Skoðun Bókun 35, 38 og tækifæri fyrir ungt fólk í Brussel Gunnar H. Garðarsson skrifar Skoðun Orð skulu standa Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Dúabíllinn og kraftur sköpunar Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Enginn er betri en þú – enginn er snjallari en þú Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Hilmar Þór Sigurjónsson skrifar Skoðun Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Samræmd próf gegn stéttaskiptingu Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Sameinandi afl í skotgröfunum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk Ingibjörg Ísaksen skrifar Skoðun VR og eldra fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Sjá meira
Fæst okkar muna eftir vopnuðum átökum jafn nálægt okkur og nú og sjaldan eða aldrei hefur verið jafn auðvelt að setja sig í spor flóttafólks og þegar þúsundir manna flýja heimili sín í Úkraínu. Fréttir eru sagðar af óbreyttum borgurum sem falla, að sprengjur hafi fallið á skóla eða leikskóla og að innviðir á borð við rafmagnslínur, vatnsleiðslur, vegi og internet séu eyðilagðir. Allt undantalið er verndað af alþjóðlegum mannúðarlögum, Genfarsamningunum og þremur viðbótarbókunum við þá, en Alþjóðaráð Rauða krossins er verndari þeirra. Í samningunum eru ákvæði sem veita Rauða krossinum víðtækt hlutverk við að vernda og aðstoða þolendur stríðsátaka. Rauði krossinn fræðir stríðandi fylkingar um Genfarsamningana og fylgist með því að þeir séu virtir. Grundvallaratriði Genfarsamninganna eru: Allir sem hafa lagt niður vopn eiga rétt á vernd. Fangar njóta verndar. Þeir sem sinna hjálpastarfi njóta verndar. Ekki má ráðast á eignir óbreyttra borgara. Ekki má valda þarflausri eyðileggingu eða þjáningum. Alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans vinnur ötullega að því að minna yfirvöld, hermenn, uppreisnarmenn og aðra stríðandi aðila á Genfarsamningana, þ.e. þau lög sem gilda í stríði og þá sérstaklega á mikilvægi þess að vernda almenna borgara. Með undirritun Genfarsamninganna hafa ríki heims skuldbundið sig til þess að takmarka stríðsrekstur á ýmsan hátt og hlífa þeim sem ekki taka beinan þátt í ófriði. Genfarsamningarnir veita vernd í vopnuðum átökum og eru hornsteinn alþjóðlegs mannúðarréttar. Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna auk Vatíkansins, Palestínu og Cookseyja, hafa fullgilt samninganna og fjölmörg ríki hafa fullgilt viðauka við þá. Rauða kross hreyfingin hefur einnig beitt sér fyrir algjöru banni og útrýmingu kjarnorkuvopna allt frá árinu 1945. Hér má lesa grein Sveins Kristinssonar, formanns Rauða krossins á Íslandi, frá árinu 2019 um að íslensk stjórnvöld skrifi undir og fullgildi samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum en íslensk stjórnvöld hafa enn ekki skrifað undir þennan samning. Ljóst er að mannúðarlög eru oft brotin í stríðsátökum – en þeim er líka mjög oft fylgt. Það þykir ekki fréttnæmt ef menningarverðmætum, skólum eða óbreyttum borgurum er þyrmt. Genfarsamningarnir ásamt hlutleysi sínu gera Rauða krossinum kleift að starfa á átakasvæðum, í Úkraínu sem og annars staðar. Höfundur er upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi.
Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun