Krefur Agnieszku útskýringa á ummælum á trúnaðarráðsfundi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. mars 2022 09:07 Viðar krefst þess að fá að vita hvað Agnieszka meinti með ummælum sínum á trúnaðarráðsfundi. Agnieszku Ewu Ziółkowsku, sitjandi formanni Eflingar, hefur borist bréf þar sem hún er innt eftir útskýringum á ummælum sem hún lét falla á fundi trúnaðarráðs um ráðstöfun fjármuna félagsins. Þetta staðfestir Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður, sem sendi bréfið fyrir hönd Viðars Þorsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar. Heimildir fréttastofu herma að umrædd ummæli hafi varðað samning sem gerður var við Andra Sigurðsson, sem meðal annars er þekktur fyrir aðkomu sína að Facebook-síðu Jæja-hópsins. Samningurinn er sagður hafa snúist um vefsíðugerð og kostnaður við hann hlaupið á mörgum, ef ekki tugum, milljóna. Andri er félagi í Sósíalistaflokknum, líkt og Sólveig Anna Jónsdóttir, sem nýverið var endurkjörinn formaður Eflingar eftir að hafa sagt af sér fyrir áramót. Andri, Sólveig og Viðar hafa öll skrifað greinar sem hafa birst á heimasíðu Jæja, jaeja.org, en Andri er einnig pistlahöfundur hjá Stundinni og birti þar grein Sólveigu til stuðnings í aðdaganda kosninganna hjá Eflingu. Samkvæmt heimildum fréttastofu virðist sem Agnieszka hafi á fundinum ýjað að því að því að ekki hafi verið staðið að samningum við Andra með lögmætum hætti og að hún, sem formaður Eflingar, væri að „rannsaka“ málið. Agnieszka vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa ræddi við hana en sagðist hafa leitað til lögmanns vegna þess. Hún væri aðeins að sinna hlutverki sínu sem formaður Eflingar. Hvorki hún né Gunnar Ingi vildu deila bréfinu með Vísi. Viðar vildi heldur ekki tjá sig um málið en staðfesti að Andri hefði unnið fyrir Eflingu. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira
Þetta staðfestir Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður, sem sendi bréfið fyrir hönd Viðars Þorsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar. Heimildir fréttastofu herma að umrædd ummæli hafi varðað samning sem gerður var við Andra Sigurðsson, sem meðal annars er þekktur fyrir aðkomu sína að Facebook-síðu Jæja-hópsins. Samningurinn er sagður hafa snúist um vefsíðugerð og kostnaður við hann hlaupið á mörgum, ef ekki tugum, milljóna. Andri er félagi í Sósíalistaflokknum, líkt og Sólveig Anna Jónsdóttir, sem nýverið var endurkjörinn formaður Eflingar eftir að hafa sagt af sér fyrir áramót. Andri, Sólveig og Viðar hafa öll skrifað greinar sem hafa birst á heimasíðu Jæja, jaeja.org, en Andri er einnig pistlahöfundur hjá Stundinni og birti þar grein Sólveigu til stuðnings í aðdaganda kosninganna hjá Eflingu. Samkvæmt heimildum fréttastofu virðist sem Agnieszka hafi á fundinum ýjað að því að því að ekki hafi verið staðið að samningum við Andra með lögmætum hætti og að hún, sem formaður Eflingar, væri að „rannsaka“ málið. Agnieszka vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa ræddi við hana en sagðist hafa leitað til lögmanns vegna þess. Hún væri aðeins að sinna hlutverki sínu sem formaður Eflingar. Hvorki hún né Gunnar Ingi vildu deila bréfinu með Vísi. Viðar vildi heldur ekki tjá sig um málið en staðfesti að Andri hefði unnið fyrir Eflingu.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira