Í stríði er sannleikurinn það fyrsta sem deyr Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar 3. mars 2022 16:31 Í ávarpi forsætisráðherrans Magdalenu Anderson til sænsku þjóðarinnar, eftir að rússneski herinn hafði ráðist inn í Úkraínu, vakti hún sérstaklega athygli á því að nú þurfi almenningur að halda sér vel upplýstum um stríðið en jafnframt að vera vakandi fyrir aukinni dreifingu falsfrétta og upplýsingaóreiðu. Kanna þurfi áreiðanleika upplýsinga, hver sé að dreifa þeim og af hverju. Forsætisráðherrann lagði jafnframt áherslu á að þeir sem dreifi falsfréttum taki um leið með ákveðnum hætti þátt í því að grafa undan þjóðaröryggi. Upplýsingaóreiða vopn í stríði Upplýsingaóreiða og falsfréttir dreifast hratt við óvenjulegar og óvæntar aðstæður. Það kom berlega í ljós á árinu 2020 því samhliða kórónuveirufaraldrinum geisaði einnig staðleysufaraldur (e. infodemic) og gerir enn. Á sama hátt er nú áróðursstríð á sama tíma og vopnuð átök eru í Úkraínu. Í áróðursstríði neita stríðandi fylkingar oft ýmsum ásökunum, upplýsingar eru settar fram með það að markmiði að blekkja, trufla og ýkja, auk þess sem hálfsannleik er dreift. Jafnframt á ýmiskonar undirróður sér stað og með nútímatækni eru falskir notendareikningar og yrkjar (e. bots) gjarnan notaðir til að magna hann upp. Þá er talið mikilvægt að koma sínum „sannleika“ á framfæri, auk þess sem ýmis brögð eru notuð til að stappa stálinu í stríðandi fylkingar á erfiðum tímum. Það er nefnilega ekki síður mikilvægt að vinna áróðursstríðið en að vinna hið vopnaða stríð. Rússneskur áróður Fræðimenn og aðrir sérfróðir um málefni Rússlands hafa bent á hversu hart er gengið fram af hálfu rússneskra stjórnvalda í áróðursstríðinu. Menntamálaráðuneyti Rússlands kynnti að í dag, fimmtudaginn 3. mars, yrði öllum rússneskum nemendum gert að horfa á útsendingu þar sem „friðaraðgerðir“ til að stuðla að „frelsi“ í Úkraínu yrðu útskýrðar. Kennarar munu undanfarna daga hafa fengið kennsluefni til að ræða við nemendur, þar sem fram kemur að Úkraína hafi ekki verið til sem ríki fyrr en á 20. öld og að stjórnvöld í Úkraínu séu strengjabrúður bandarískra stjórnvalda. Rússneskir fjölmiðlar á vegum stjórnarinnar halda því enn fremur fram að engar loftárásir hafi verið gerðar á almenna borgara og að Úkraínumönnum stafi engin ógn af aðgerðunum. Falsfréttum ætlað að vekja sterkar tilfinningar Falsfréttirnar flæða nú um rússneska internetið. Talið er að meira en milljón falsaðra mynda og myndskeiða séu nú í umferð. Á sama tíma er verið að loka þeim fáu fjölmiðlum sem ekki er haldið úti af rússneskum stjórnvöldum og sem enn eru starfandi í landinu. Í stað þess að fjalla um árásir á úkraínskar borgir er fjallað um að aðskilnaðarsinnar séu að sækja í sig veðrið, með stuðningi rússneskra stjórnvalda. Tilfinningaþrungnar myndir eru sýndar af aðskilnaðarsinnum sem sameinast fjölskyldum sínum á ný. Þegar myndir og myndskeið af árásum Rússa á Karkív voru komnar í svo almenna dreifingu heima fyrir að rússneskar sjónvarpsstöðvar gátu ekki lengur hunsað fréttina, var því haldið fram í fréttum að úkraínski herinn hefði sjálfur sprengt aðaltorgið og óperuna í borginni til að klekkja á Rússum. Klæðskerasaumaður áróður Áróður rússneskra stjórnvalda hefur það að markmiði að auka stuðning við innrásina. Að sama skapi er áróður úkraínskra stjórnvalda gerður til að sameina og stappa stálinu í þjóð sem býr við innrás óvinahers. Áróður rússneskra stjórnvalda er talinn ólíkur eftir því til hvaða markhópa ætlunin er að ná. Tilraunir hafa verið gerðar til þess á síðustu dögum að skilgreina slíkan áróður og hvað hann felur í sér. Bent hefur verið á að skilaboðunum megi skipta í fernt. Í fyrsta lagi er miklum áróðri beint að rússneskum almenningi heima fyrir; í öðru lagi er áróður gagnvart Úkraínumönnum; í þriðja lagi er um að ræða áróður sem beint er til almennings í ríkjum fyrrum Sovétríkjanna og í fjórða lagi er áróðri sérstaklega beint að íbúum Vesturlanda. Áróður rússneskra stjórnvalda í ríkjum fyrrum Sovétríkjanna er talinn einkennast mjög af frásögnum um harðræði gagnvart rússneskumælandi minnihlutum og að búast megi við mismunun gagnvart þeim að hálfu Vesturlanda. Heima fyrir er orðræðan sú að ekki sé um eiginlegt stríð að ræða, heldur sérstakt inngrip til verndar ofsóttum rússneskumælandi minnihluta. Einnig heyrist að Vesturlönd og Nató hafi í raun skapað þetta ástand og að ekki hafi verið neinn samningsvilji á Vesturlöndum, heldur strax farið í harðar refsiaðgerðir. Þá eru Úkraínumenn vændir um mikið áróðursstríð gagnvart Rússum. Í áróðri rússneskra stjórnvalda gagnvart Úkraínu má m.a. finna kunnuglegt stef um að stjórnvöld sem aðhyllist nasisma séu hið eiginlega vandamál og að stjórnvöld í Kænugarði séu í raun aðeins leppstjórn Bandaríkjamanna. Úkraínsk stjórnvöld hafa þegar brugðist við áróðursholskeflu Kremlar með því að loka fyrir rúmlega 70 rússneskar sjónvarpsstöðvar í landinu og finna leiðir til að koma annars konar upplýsingum á framfæri við almenning. Blómatími samsæriskenninga Áróðurinn sem beinist að Vesturlöndum er margbrotinn og samsæriskenningar eru hannaðar fyrir ólíka en móttækilega hópa. Þáttur í refsiaðgerðum Evrópusambandsins var því að banna dreifingu fréttamiðlanna Spútnik og RT í ríkjum innan sambandsins. Þá hafa ýmis ríki sem eiga landamæri að Rússlandi, s.s. Eistland, Lettland, Litháen og Pólland lokað á áróðursherferðir fjölda rússneskra sjónvarpsstöðva sem beindu áróðri sínum til rússneskra minnihluta í þessum ríkum. Stríðsáróðurinn er svo mikill að talað hefur verið um „upplýsingastríð/-hryðjuverk“ (e. information warfare/terrorism). Athygli hefur vakið að rússnesk stjórnvöld herja nú mjög á ýmsa hópa á Vesturlöndum sem aðhyllast nú þegar hinar ýmsu samsæriskenningar. Þannig er áróðri sérstaklega beint að hópum sem eru andvígir bólusetningum og þeim talin trú um að stríðið sé tilbúningur og hafi það eina markmið að beina athyglinni frá bólusetningaskyldu ríkja. Hluti þessarar samsæriskenningar er einnig að Pútín hafi í raun verið að sprengja rannsóknarstofur í Úkraínu, þar sem framleidd séu efnavopn, til að koma í veg fyrir að sóttvarnalæknir Bandaríkjanna geti búið til nýja veiru. Kenningar sem þessar hafa fengið góðan hljómgrunn meðal þeirra sem aðhyllast QAnon samsæriskenningar. Myndir og myndbrot auka trúverðugleika falsfrétta Áróður er baráttuaðferð hjá stríðandi fylkingum. Finna má falsfréttir og upplýsingaóreiðu á báða bóga, þó að rússneskur áróður sé margfalt umfangsmeiri og skipulagðari. Myndir og myndbrot eru iðulega notaðar til að auka trúverðugleika rangra og misvísandi upplýsinga. Um þessar mundir er gríðarlegt magn af myndum og myndbrotum í dreifingu frá innrásinni í Úkraínu sem ekki á sér stoð í raunveruleikanum. Myndir og myndbönd sem eru tekin úr tölvuleikjum, myndir sem teknar eru á ýmsum heræfingum eða í öðrum stríðum, annars staðar í heiminum. Þar sem forseti Úkraínu, Volodimír Selenskíj, lék forseta landsins eitt sinn í vinsælum sjónvarpsþáttum, eru myndskeið úr þeim þáttum einnig notuð í áróðursskyni og sett í annað samhengi. Til að hjálpa almenningi að fóta sig í áróðursstríði hefur nú fjöldi vefsíðna og sjálfstæðra, faglegra fjölmiðla tekið að sér að kanna sannleiksgildi frétta sem berast bæði frá Rússlandi og Úkraínu. „Hvaðef-isminn“ mikilvægt áróðursbragð Áróðursstríð á sér margar birtingarmyndir og möguleikinn á því að blekkja, villa um og beina athyglinni að öðrum málefnum eru nær óendanlegir. Bent hefur verið á að ein mikilvægasta aðferð áróðursstríðsins af hálfu rússneskra stjórnvalda, sem virðist eiga góðan hljómgrunn á Vesturlöndum, er það sem kallast „hvaðmeð-ismi“ (e. whataboutism). Þessu áróðursbragði hefur verið beitt síðan í kalda stríðinu. Þannig er réttmætri gagnrýni á innrás Rússa í Úkraínu svarað með gagnspurningu sem er ætlað að afvegaleiða umræðuna, t.d. spurningu eins og „en hvað hafa Nató ríkin gert?“ Ástaða þess að hvaðef-isminn virðist eiga svo mikinn hljómgrunn á Vesturlöndum er hið opna lýðræðislega samfélag sem felur það m.a. í sér að fjölmiðlar og almenningur er vanur að spyrja gagnrýninna spurninga og setja spurningamerki við ákvarðanir valdhafa hverju sinni. Þar sem þetta áróðursbragð er árangursríkt hefur það kerfisbundið verið misnotað í opnum og lýðræðislegum samfélögum til að beina sjónum frá því sem raunverulega skiptir mestu máli sem í þessu tilviki er ólögmæt innrás herveldis í frjálst og fullvalda ríki. Á sama tíma og mikilvægt er að viðhalda opinni umræðu og vera gagnrýninn á stjórnvöld hverju sinni er líka mikilvægt að vera meðvitaður um þær leiðir sem notaðar eru til að stýra umræðu í ákveðinn farveg. Færni til að greina upplýsingaóreiðu Í stríði er sannleikurinn það fyrsta sem deyr. Áróðursstríð er hluti af stríðsátökum og áróðursefni sem dreift er í slíku stríði á 21. öld er ætlað að vekja sterk tilfinningaleg viðbrögð. Engin ástæða er til annars en að ætla að slíkur áróður berist að ströndum Íslands eins og annarra ríkja. Því er afar mikilvægt að almenningur sé gagnrýninn á það sem hann les og sér. Kanna þarf áreiðanleika heimilda og vera sérstaklega vakandi fyrir fréttum, myndum og myndbrotum sem eru í dreifingu á samfélagsmiðlum og öðrum miðlum. Myndir og myndbrot eru iðulega notuð til að gefa upplýsingum meiri trúverðugleika og auka líkur á að efninu sé dreift áfram. Mikilvægt er að gæta að því að dreifa ekki áfram stríðsáróðri sem á sér ekki stoð í raunveruleikanum. Frekari leiðbeiningar um það hvernig þekkja má rangfærslur og falsfréttir er að finna á vef Fjölmiðlanefndar. Höfundur er framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elfa Ýr Gylfadóttir Fjölmiðlar Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Í ávarpi forsætisráðherrans Magdalenu Anderson til sænsku þjóðarinnar, eftir að rússneski herinn hafði ráðist inn í Úkraínu, vakti hún sérstaklega athygli á því að nú þurfi almenningur að halda sér vel upplýstum um stríðið en jafnframt að vera vakandi fyrir aukinni dreifingu falsfrétta og upplýsingaóreiðu. Kanna þurfi áreiðanleika upplýsinga, hver sé að dreifa þeim og af hverju. Forsætisráðherrann lagði jafnframt áherslu á að þeir sem dreifi falsfréttum taki um leið með ákveðnum hætti þátt í því að grafa undan þjóðaröryggi. Upplýsingaóreiða vopn í stríði Upplýsingaóreiða og falsfréttir dreifast hratt við óvenjulegar og óvæntar aðstæður. Það kom berlega í ljós á árinu 2020 því samhliða kórónuveirufaraldrinum geisaði einnig staðleysufaraldur (e. infodemic) og gerir enn. Á sama hátt er nú áróðursstríð á sama tíma og vopnuð átök eru í Úkraínu. Í áróðursstríði neita stríðandi fylkingar oft ýmsum ásökunum, upplýsingar eru settar fram með það að markmiði að blekkja, trufla og ýkja, auk þess sem hálfsannleik er dreift. Jafnframt á ýmiskonar undirróður sér stað og með nútímatækni eru falskir notendareikningar og yrkjar (e. bots) gjarnan notaðir til að magna hann upp. Þá er talið mikilvægt að koma sínum „sannleika“ á framfæri, auk þess sem ýmis brögð eru notuð til að stappa stálinu í stríðandi fylkingar á erfiðum tímum. Það er nefnilega ekki síður mikilvægt að vinna áróðursstríðið en að vinna hið vopnaða stríð. Rússneskur áróður Fræðimenn og aðrir sérfróðir um málefni Rússlands hafa bent á hversu hart er gengið fram af hálfu rússneskra stjórnvalda í áróðursstríðinu. Menntamálaráðuneyti Rússlands kynnti að í dag, fimmtudaginn 3. mars, yrði öllum rússneskum nemendum gert að horfa á útsendingu þar sem „friðaraðgerðir“ til að stuðla að „frelsi“ í Úkraínu yrðu útskýrðar. Kennarar munu undanfarna daga hafa fengið kennsluefni til að ræða við nemendur, þar sem fram kemur að Úkraína hafi ekki verið til sem ríki fyrr en á 20. öld og að stjórnvöld í Úkraínu séu strengjabrúður bandarískra stjórnvalda. Rússneskir fjölmiðlar á vegum stjórnarinnar halda því enn fremur fram að engar loftárásir hafi verið gerðar á almenna borgara og að Úkraínumönnum stafi engin ógn af aðgerðunum. Falsfréttum ætlað að vekja sterkar tilfinningar Falsfréttirnar flæða nú um rússneska internetið. Talið er að meira en milljón falsaðra mynda og myndskeiða séu nú í umferð. Á sama tíma er verið að loka þeim fáu fjölmiðlum sem ekki er haldið úti af rússneskum stjórnvöldum og sem enn eru starfandi í landinu. Í stað þess að fjalla um árásir á úkraínskar borgir er fjallað um að aðskilnaðarsinnar séu að sækja í sig veðrið, með stuðningi rússneskra stjórnvalda. Tilfinningaþrungnar myndir eru sýndar af aðskilnaðarsinnum sem sameinast fjölskyldum sínum á ný. Þegar myndir og myndskeið af árásum Rússa á Karkív voru komnar í svo almenna dreifingu heima fyrir að rússneskar sjónvarpsstöðvar gátu ekki lengur hunsað fréttina, var því haldið fram í fréttum að úkraínski herinn hefði sjálfur sprengt aðaltorgið og óperuna í borginni til að klekkja á Rússum. Klæðskerasaumaður áróður Áróður rússneskra stjórnvalda hefur það að markmiði að auka stuðning við innrásina. Að sama skapi er áróður úkraínskra stjórnvalda gerður til að sameina og stappa stálinu í þjóð sem býr við innrás óvinahers. Áróður rússneskra stjórnvalda er talinn ólíkur eftir því til hvaða markhópa ætlunin er að ná. Tilraunir hafa verið gerðar til þess á síðustu dögum að skilgreina slíkan áróður og hvað hann felur í sér. Bent hefur verið á að skilaboðunum megi skipta í fernt. Í fyrsta lagi er miklum áróðri beint að rússneskum almenningi heima fyrir; í öðru lagi er áróður gagnvart Úkraínumönnum; í þriðja lagi er um að ræða áróður sem beint er til almennings í ríkjum fyrrum Sovétríkjanna og í fjórða lagi er áróðri sérstaklega beint að íbúum Vesturlanda. Áróður rússneskra stjórnvalda í ríkjum fyrrum Sovétríkjanna er talinn einkennast mjög af frásögnum um harðræði gagnvart rússneskumælandi minnihlutum og að búast megi við mismunun gagnvart þeim að hálfu Vesturlanda. Heima fyrir er orðræðan sú að ekki sé um eiginlegt stríð að ræða, heldur sérstakt inngrip til verndar ofsóttum rússneskumælandi minnihluta. Einnig heyrist að Vesturlönd og Nató hafi í raun skapað þetta ástand og að ekki hafi verið neinn samningsvilji á Vesturlöndum, heldur strax farið í harðar refsiaðgerðir. Þá eru Úkraínumenn vændir um mikið áróðursstríð gagnvart Rússum. Í áróðri rússneskra stjórnvalda gagnvart Úkraínu má m.a. finna kunnuglegt stef um að stjórnvöld sem aðhyllist nasisma séu hið eiginlega vandamál og að stjórnvöld í Kænugarði séu í raun aðeins leppstjórn Bandaríkjamanna. Úkraínsk stjórnvöld hafa þegar brugðist við áróðursholskeflu Kremlar með því að loka fyrir rúmlega 70 rússneskar sjónvarpsstöðvar í landinu og finna leiðir til að koma annars konar upplýsingum á framfæri við almenning. Blómatími samsæriskenninga Áróðurinn sem beinist að Vesturlöndum er margbrotinn og samsæriskenningar eru hannaðar fyrir ólíka en móttækilega hópa. Þáttur í refsiaðgerðum Evrópusambandsins var því að banna dreifingu fréttamiðlanna Spútnik og RT í ríkjum innan sambandsins. Þá hafa ýmis ríki sem eiga landamæri að Rússlandi, s.s. Eistland, Lettland, Litháen og Pólland lokað á áróðursherferðir fjölda rússneskra sjónvarpsstöðva sem beindu áróðri sínum til rússneskra minnihluta í þessum ríkum. Stríðsáróðurinn er svo mikill að talað hefur verið um „upplýsingastríð/-hryðjuverk“ (e. information warfare/terrorism). Athygli hefur vakið að rússnesk stjórnvöld herja nú mjög á ýmsa hópa á Vesturlöndum sem aðhyllast nú þegar hinar ýmsu samsæriskenningar. Þannig er áróðri sérstaklega beint að hópum sem eru andvígir bólusetningum og þeim talin trú um að stríðið sé tilbúningur og hafi það eina markmið að beina athyglinni frá bólusetningaskyldu ríkja. Hluti þessarar samsæriskenningar er einnig að Pútín hafi í raun verið að sprengja rannsóknarstofur í Úkraínu, þar sem framleidd séu efnavopn, til að koma í veg fyrir að sóttvarnalæknir Bandaríkjanna geti búið til nýja veiru. Kenningar sem þessar hafa fengið góðan hljómgrunn meðal þeirra sem aðhyllast QAnon samsæriskenningar. Myndir og myndbrot auka trúverðugleika falsfrétta Áróður er baráttuaðferð hjá stríðandi fylkingum. Finna má falsfréttir og upplýsingaóreiðu á báða bóga, þó að rússneskur áróður sé margfalt umfangsmeiri og skipulagðari. Myndir og myndbrot eru iðulega notaðar til að auka trúverðugleika rangra og misvísandi upplýsinga. Um þessar mundir er gríðarlegt magn af myndum og myndbrotum í dreifingu frá innrásinni í Úkraínu sem ekki á sér stoð í raunveruleikanum. Myndir og myndbönd sem eru tekin úr tölvuleikjum, myndir sem teknar eru á ýmsum heræfingum eða í öðrum stríðum, annars staðar í heiminum. Þar sem forseti Úkraínu, Volodimír Selenskíj, lék forseta landsins eitt sinn í vinsælum sjónvarpsþáttum, eru myndskeið úr þeim þáttum einnig notuð í áróðursskyni og sett í annað samhengi. Til að hjálpa almenningi að fóta sig í áróðursstríði hefur nú fjöldi vefsíðna og sjálfstæðra, faglegra fjölmiðla tekið að sér að kanna sannleiksgildi frétta sem berast bæði frá Rússlandi og Úkraínu. „Hvaðef-isminn“ mikilvægt áróðursbragð Áróðursstríð á sér margar birtingarmyndir og möguleikinn á því að blekkja, villa um og beina athyglinni að öðrum málefnum eru nær óendanlegir. Bent hefur verið á að ein mikilvægasta aðferð áróðursstríðsins af hálfu rússneskra stjórnvalda, sem virðist eiga góðan hljómgrunn á Vesturlöndum, er það sem kallast „hvaðmeð-ismi“ (e. whataboutism). Þessu áróðursbragði hefur verið beitt síðan í kalda stríðinu. Þannig er réttmætri gagnrýni á innrás Rússa í Úkraínu svarað með gagnspurningu sem er ætlað að afvegaleiða umræðuna, t.d. spurningu eins og „en hvað hafa Nató ríkin gert?“ Ástaða þess að hvaðef-isminn virðist eiga svo mikinn hljómgrunn á Vesturlöndum er hið opna lýðræðislega samfélag sem felur það m.a. í sér að fjölmiðlar og almenningur er vanur að spyrja gagnrýninna spurninga og setja spurningamerki við ákvarðanir valdhafa hverju sinni. Þar sem þetta áróðursbragð er árangursríkt hefur það kerfisbundið verið misnotað í opnum og lýðræðislegum samfélögum til að beina sjónum frá því sem raunverulega skiptir mestu máli sem í þessu tilviki er ólögmæt innrás herveldis í frjálst og fullvalda ríki. Á sama tíma og mikilvægt er að viðhalda opinni umræðu og vera gagnrýninn á stjórnvöld hverju sinni er líka mikilvægt að vera meðvitaður um þær leiðir sem notaðar eru til að stýra umræðu í ákveðinn farveg. Færni til að greina upplýsingaóreiðu Í stríði er sannleikurinn það fyrsta sem deyr. Áróðursstríð er hluti af stríðsátökum og áróðursefni sem dreift er í slíku stríði á 21. öld er ætlað að vekja sterk tilfinningaleg viðbrögð. Engin ástæða er til annars en að ætla að slíkur áróður berist að ströndum Íslands eins og annarra ríkja. Því er afar mikilvægt að almenningur sé gagnrýninn á það sem hann les og sér. Kanna þarf áreiðanleika heimilda og vera sérstaklega vakandi fyrir fréttum, myndum og myndbrotum sem eru í dreifingu á samfélagsmiðlum og öðrum miðlum. Myndir og myndbrot eru iðulega notuð til að gefa upplýsingum meiri trúverðugleika og auka líkur á að efninu sé dreift áfram. Mikilvægt er að gæta að því að dreifa ekki áfram stríðsáróðri sem á sér ekki stoð í raunveruleikanum. Frekari leiðbeiningar um það hvernig þekkja má rangfærslur og falsfréttir er að finna á vef Fjölmiðlanefndar. Höfundur er framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun