Leikurinn fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði og íslensku stelpurnar þurfa á sigri að halda til að eiga möguleika á að komast áfram.
Olís, samstarfsaðili HSÍ, ætlar að sjá til þess að sem flestir geti mætt á leikinn með því að greiða aðgangseyri fyrir alla sem vilja á leikinn.
Íslensku stelpurnar eru með tvö stig eftir þrjá leiki, líkt og Tyrkland, en liðin sitja í þriðja og fjórða sæti riðilsins. Ísland á eftir að leika tvo heimaleiki og einn útileik, en tvö lið fara áfram úr riðlinum.