Lék sem framherji til þrettán ára aldurs Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. mars 2022 10:45 Kelleher fagnar sigrinum í deildarbikarnum. Chris Brunskill/Getty Images Caoimhín Kelleher, markvörður Liverpool, var hetjan – að vissu leyti allavega – er Liverpool vann enska deildarbikarinn um síðustu helgi. Það hefur eflaust hjálpað kauða að hann lék sem framherji til 13 ára aldurs. Liverpool vann Chelsea í úrslitum enska deildarbikarsins en eftir markalausan leik þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til ákvarða hvort liðið myndi fara heim með bikarinn eftirsótta. Kelleher og Kepa Arrizabalaga, markvörður Chelsea, gerðu reyndar lítið ekkert gagn þegar kom að því að verja en staðan var orðin 10-10 þegar Kelleher þurfti að fara á punktinn. Hinn 23 ára gamli Íri skoraði af öryggi og í kjölfarið negldi Kepa boltanum út á sporbraut og Liverpool gat leyft sér að fagna fyrsta titli tímabilsins. Segja má að Kelleher hafi þarna réttlætt val Jürgens Klopp en hann ákvað að geyma brasilíska markvörðinn Alisson á varamannabekknum á meðan Kelleher byrjaði sinn 17. aðalliðsleik á ferlinum. „Ef það virkar þá snýst allt um Caoimhín, ef það virkar ekki þá snýst allt um mig,“ sagði Klopp fyrir leik og hafði svo sannarlega rétt fyrir sér. Það virðist sem árin sem fremsti maður hjá Ringmahon Rangers í Cork á Írlandi hafi skilað sér þegar mest á reyndi en Kelleher gat vart verið rólegri er hann steig á vítapunktinn og smellti boltanum framhjá dýrasta markverði allra tíma. Another nail in the coffin of early selection/specialization: Caoimhín Kelleher was a prolific goalscorer for Ringmahon Rangers in Cork before trying his hands at goalkeeper aged 13. He has evidently not forgotten the goalscoring art @markstkhlm https://t.co/vId0mMyoHa— James Vaughan (@JimiVaughan) February 28, 2022 Þó Kelleher hafi ekki varið eina af 11 vítaspyrnum Chelsea þá varði hann vel frá Romelu Lukaku undir lok venjulegs leiktíma og sýndi svo sannarlega að hann getur vel spilað leik af þessari stærðargráðu. Það er því spurning hvort Klopp leiti aftur til Kelleher er Liverpool gerir atlögu að þeim þremur titlum sem eftir eru. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira
Liverpool vann Chelsea í úrslitum enska deildarbikarsins en eftir markalausan leik þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til ákvarða hvort liðið myndi fara heim með bikarinn eftirsótta. Kelleher og Kepa Arrizabalaga, markvörður Chelsea, gerðu reyndar lítið ekkert gagn þegar kom að því að verja en staðan var orðin 10-10 þegar Kelleher þurfti að fara á punktinn. Hinn 23 ára gamli Íri skoraði af öryggi og í kjölfarið negldi Kepa boltanum út á sporbraut og Liverpool gat leyft sér að fagna fyrsta titli tímabilsins. Segja má að Kelleher hafi þarna réttlætt val Jürgens Klopp en hann ákvað að geyma brasilíska markvörðinn Alisson á varamannabekknum á meðan Kelleher byrjaði sinn 17. aðalliðsleik á ferlinum. „Ef það virkar þá snýst allt um Caoimhín, ef það virkar ekki þá snýst allt um mig,“ sagði Klopp fyrir leik og hafði svo sannarlega rétt fyrir sér. Það virðist sem árin sem fremsti maður hjá Ringmahon Rangers í Cork á Írlandi hafi skilað sér þegar mest á reyndi en Kelleher gat vart verið rólegri er hann steig á vítapunktinn og smellti boltanum framhjá dýrasta markverði allra tíma. Another nail in the coffin of early selection/specialization: Caoimhín Kelleher was a prolific goalscorer for Ringmahon Rangers in Cork before trying his hands at goalkeeper aged 13. He has evidently not forgotten the goalscoring art @markstkhlm https://t.co/vId0mMyoHa— James Vaughan (@JimiVaughan) February 28, 2022 Þó Kelleher hafi ekki varið eina af 11 vítaspyrnum Chelsea þá varði hann vel frá Romelu Lukaku undir lok venjulegs leiktíma og sýndi svo sannarlega að hann getur vel spilað leik af þessari stærðargráðu. Það er því spurning hvort Klopp leiti aftur til Kelleher er Liverpool gerir atlögu að þeim þremur titlum sem eftir eru.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira