Dregið úr bílaumferð í borgum Spánar Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 9. mars 2022 21:00 Miðborg Barcelona. Jorg Greuel/Getty Images Allar borgir Spánar þurfa á næstu mánuðum að ákveða hvar umferð eldri og mengandi bifreiða verður bönnuð í framtíðinni. Þá verður borgaryfirvöldum heimilt að innheimta gjald fyrir bílaumferð í miðborgum. Fyrir tæplega ári voru sett ný umferðarlög þar sem dregið er verulega úr hámarkshraða í öllum stórborgum Spánar. Á öllum helstu götum borga er hámarkshraði nú 30 eða 50 kílómetrar á klukkustund, eftir því hvort þær eru einnar eða tveggja akreina. Fólk í forgang í stað einkabílsins Tilgangur laganna er að fækka dauðaslysum og setja íbúana í forgang í stað einkabílsins. Nú hefur enn verið bætt um betur í þágu gangandi og hjólandi fólks á kostnað einkabílsins. Raquel Sánchez, samgönguráðherra Spánar, segir að lögin gegni margþættu hlutverki, þeim er ætlað að draga úr losun, sporna við hlýnun og bæta loftgæði borga og bæja. En fyrst og fremst eigi lögin þó að setja daglegar þarfir og hreyfanleika íbúa borganna í forgang, sagði Raquel Sáncez. Nýju lögin veita yfirvöldum borga og bæja á Spáni heimild til þess að innheimta gjald af þeim sem vilja vera akandi í miðborginni. Þetta fyrirkomulag er þegar komið á í nokkrum borgum Evrópu, til að mynda í Stokkhólmi, Ósló, Mílanó og Lundúnum. Í fyrravor var enn fremur samþykkt að skikka allar þær 149 borgir á Spáni, með fleiri en 50.000 íbúa, til þess að skilgreina ákveðin miðborgarsvæði sem láglosunarsvæði og þar verður öll umferð bensín- og díselbifreiða sem framleiddar eru fyrir tiltekið ár bönnuð. Einungis tvær borgir á Spáni hafa nú þegar afmarkað þessi láglosunarsvæði, Madrid og Barcelona, en hinar þurfa að hafa gert það fyrir árslok 2023. Á meginlandi Evrópu eru nú þegar meira en 300 afmörkuð svæði þar sem öll umferð eldri bifreiða er bönnuð vegna þess hversu mikið þær menga. Rukkað fyrir akstur í miðborginni Umferðargjaldið sem til stendur að innleiða, gengur í raun skrefinu lengra, það verður lagt á alla bílaumferð á mun stærra svæði og þær tekjur eiga svo að renna til þess að bæta almenningssamgöngur í viðkomandi borg. Íbúar í miðborginni fá yfirleitt verulegan afslátt og hreyfihamlaðir geta ekið þar án þess að greiða fyrir. Í borgum á meginlandinu þar sem komin er reynsla á slíkt gjald hefur bílaumferð minnkað um allt að þriðjung. Spánn Umferð Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Sjá meira
Fyrir tæplega ári voru sett ný umferðarlög þar sem dregið er verulega úr hámarkshraða í öllum stórborgum Spánar. Á öllum helstu götum borga er hámarkshraði nú 30 eða 50 kílómetrar á klukkustund, eftir því hvort þær eru einnar eða tveggja akreina. Fólk í forgang í stað einkabílsins Tilgangur laganna er að fækka dauðaslysum og setja íbúana í forgang í stað einkabílsins. Nú hefur enn verið bætt um betur í þágu gangandi og hjólandi fólks á kostnað einkabílsins. Raquel Sánchez, samgönguráðherra Spánar, segir að lögin gegni margþættu hlutverki, þeim er ætlað að draga úr losun, sporna við hlýnun og bæta loftgæði borga og bæja. En fyrst og fremst eigi lögin þó að setja daglegar þarfir og hreyfanleika íbúa borganna í forgang, sagði Raquel Sáncez. Nýju lögin veita yfirvöldum borga og bæja á Spáni heimild til þess að innheimta gjald af þeim sem vilja vera akandi í miðborginni. Þetta fyrirkomulag er þegar komið á í nokkrum borgum Evrópu, til að mynda í Stokkhólmi, Ósló, Mílanó og Lundúnum. Í fyrravor var enn fremur samþykkt að skikka allar þær 149 borgir á Spáni, með fleiri en 50.000 íbúa, til þess að skilgreina ákveðin miðborgarsvæði sem láglosunarsvæði og þar verður öll umferð bensín- og díselbifreiða sem framleiddar eru fyrir tiltekið ár bönnuð. Einungis tvær borgir á Spáni hafa nú þegar afmarkað þessi láglosunarsvæði, Madrid og Barcelona, en hinar þurfa að hafa gert það fyrir árslok 2023. Á meginlandi Evrópu eru nú þegar meira en 300 afmörkuð svæði þar sem öll umferð eldri bifreiða er bönnuð vegna þess hversu mikið þær menga. Rukkað fyrir akstur í miðborginni Umferðargjaldið sem til stendur að innleiða, gengur í raun skrefinu lengra, það verður lagt á alla bílaumferð á mun stærra svæði og þær tekjur eiga svo að renna til þess að bæta almenningssamgöngur í viðkomandi borg. Íbúar í miðborginni fá yfirleitt verulegan afslátt og hreyfihamlaðir geta ekið þar án þess að greiða fyrir. Í borgum á meginlandinu þar sem komin er reynsla á slíkt gjald hefur bílaumferð minnkað um allt að þriðjung.
Spánn Umferð Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Sjá meira