„Mér gæti ekki verið meira sama“ Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2022 07:31 Gunnar Heiðar Þorvaldsson stýrði ÍBV í einum leik til bráðabirgða síðasta sumar, í 2-1 sigri gegn Fylki. vísir/bára Fyrir tveimur árum var landsliðsmaðurinn fyrrverandi Gunnar Heiðar Þorvaldsson ekkert sérlega áhugasamur um að gerast fótboltaþjálfari. Hann fékk hins vegar bakteríuna heima í Vestmannaeyjum og hefur nú tekið við Vestra á Ísafirði eftir að félaginu mistókst að krækja í þungavigtarmenn á þjálfaramarkaðnum. „Ég er að taka við liði sem að mér finnst mjög spennandi. Öll mín samskipti við þá sem að vinna fyrir klúbbinn fyrir vestan hafa verið mjög jákvæð og þetta lítur að mínu mati mjög vel út. Það eru miklir möguleikar þarna og þess vegna sagði ég já,“ segir Gunnar Heiðar í samtali við Vísi. Segja má að Vestramenn hafi leitað í efstu hillu hér á landi að þjálfara, eftir að hafa óvænt misst Jón Þór Hauksson til ÍA í janúar. Þeir leituðu nefnilega til Heimis Hallgrímssonar, Eiðs Smára Guðjohnsen og Ólafs Kristjánssonar um að taka við liðinu. Allir höfnuðu því boði en Gunnar Heiðar kippir sér ekki upp við að koma þar á eftir: „Mér gæti ekki verið meira sama, ef ég á að segja alveg eins og er. Það sýnir bara metnaðinn í þeim sem stjórna hjá Vestra, að reyna að fá mann úr efstu hillunni. Það í hvaða hillu ég er mun bara koma í ljós,“ segir Gunnar. Hann gerði samning til eins árs við Vestra, með möguleika á árs framlengingu. Gunnar Heiðar Þorvaldsson lék sem atvinnumaður um árabil, meðal annars með Reading á Englandi.Getty/Stu Forster Eftir að ferli hans sem leikmaður lauk tók Gunnar, án þess að hafa beinlínis stefnt á það, við þjálfun KFS í Vestmannaeyjum fyrir tveimur árum og stýrði liðinu upp í 3. deild þar sem það endaði í 6. sæti í fyrra. Áhuginn á þjálfun hefur snaraukist og Gunnar lýkur brátt UEFA Pro þjálfaragráðu. Fékk símtöl eftir síðasta tímabil „Þegar ég tók við KFS var ég beðinn um að koma og hjálpa til því að annars yrði klúbburinn lagður niður. Það voru alla vega skilaboðin sem ég fékk. Mér fannst það ósanngjarnt gagnvart strákunum sem stunda fótbolta í Vestmannaeyjum, og ég held að KFS hjálpi ÍBV gríðarlega mikið sem svona venslafélag. Ég held að menn séu búnir að átta sig á því núna. Eftir síðasta tímabil hugsaði ég með mér að þetta [þjálfun] gæti nú kannski verið eitthvað fyrir mig, og ég fékk alveg símtöl, en mér fannst ekki bjóðast gott næsta skref fyrir mig. Þegar símtalið frá Samma [Samúel Samúelssyni, stjórnarmanni hjá Vestra] kom þá fékk ég annan fíling. Við höfum rætt þetta mikið síðustu daga og ég er orðinn mjög spenntur fyrir því að fara að undirbúa liðið fyrir Lengjudeildina,“ segir Gunnar. Heldur starfinu í Eyjum Þessi fyrrverandi atvinnumaður í Tyrklandi, Danmörku Svíþjóð, Noregi og Englandi heldur upp á fertugsafmælið sitt með Spánarferð með sínum nýju lærisveinum í byrjun apríl. Þar gefst honum kjörið tækifæri til að kynnast leikmannahópnum vel en Gunnar er búsettur í Vestmannaeyjum en mun búa á Ísafirði í sumar. Hann er verkefnastjóri hjá Vinnslustöðinni en fékk leyfi til að sinna því starfi í fjarvinnu yfir keppnistímabilið. Gunnar Heiðar skoraði fimm mörk í 24 A-landsleikjum og fagnar hér marki sínu gegn Norður-Írlandi í undankeppni EM 2008.Getty/John Walton Gunnar segir að Vestraliðið verði að stærstum hluta skipað sama mannskap og endaði í 5. sæti Lengjudeildarinnar í fyrra, og komst í undanúrslit bikarkeppninnar með því að slá út þáverandi Íslandsmeistara Vals. „Án þess að vera búinn að hitta hópinn, þá tökum við þetta klassíska og ætlum að gera betur en í fyrra,“ segir Gunnar um markmið tímabilsins. „Núna snýst þetta fyrir mig um að kynnast strákunum í liðinu. Ég held að æfingaferð sem við förum í til Spánar 1. apríl verði gríðarlega mikilvæg fyrir okkur og ég get þá kynnst þeim mun betur en þegar ég hitti þá bara um helgar núna næstu vikur.“ Erfitt umhverfi en eitthvað sem leikmenn og Gunnar þekkja Vestramenn hafa lengi barist fyrir bættum aðstæðum til knattspyrnuiðkunar á Vestfjörðum. Þeir urðu að spila heimaleik sinn í undanúrslitum bikarkeppninnar í fyrra á heimavelli KR í Reykjavík, og æfa í Borgarnesi. „Ég á svo sem eftir að setja mig betur inn í öll þessi mál en það er alveg rétt varðandi umgjörðina á veturna, að það er ótrúlegt að hún sé svona árið 2022 á Íslandi. Fyrir klúbb eins og Vestra, sem vill taka næstu skref í þessu, er algjört lykilatriði að vera með einhverja aðstöðu til að stunda íþróttina á veturna. Þetta er bara pólitískt mál sem verið er að vinna í og ekki eitthvað sem ég get svarað fyrir,“ segir Gunnar sem lætur hins vegar engan bilbug á sér finna: „Þetta er frábært næsta skref fyrir mig og ég er mjög spenntur fyrir þessu. Þetta er auðvitað erfitt umhverfi, ekki allir mættir og allt slíkt, en það er eitthvað sem við munum tækla og eitthvað sem að Vestri og leikmennirnir þar þekkja. Það geri ég líka eftir að hafa leikið með ÍBV hér áður fyrr.“ Íslenski boltinn Lengjudeild karla Vestri Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
„Ég er að taka við liði sem að mér finnst mjög spennandi. Öll mín samskipti við þá sem að vinna fyrir klúbbinn fyrir vestan hafa verið mjög jákvæð og þetta lítur að mínu mati mjög vel út. Það eru miklir möguleikar þarna og þess vegna sagði ég já,“ segir Gunnar Heiðar í samtali við Vísi. Segja má að Vestramenn hafi leitað í efstu hillu hér á landi að þjálfara, eftir að hafa óvænt misst Jón Þór Hauksson til ÍA í janúar. Þeir leituðu nefnilega til Heimis Hallgrímssonar, Eiðs Smára Guðjohnsen og Ólafs Kristjánssonar um að taka við liðinu. Allir höfnuðu því boði en Gunnar Heiðar kippir sér ekki upp við að koma þar á eftir: „Mér gæti ekki verið meira sama, ef ég á að segja alveg eins og er. Það sýnir bara metnaðinn í þeim sem stjórna hjá Vestra, að reyna að fá mann úr efstu hillunni. Það í hvaða hillu ég er mun bara koma í ljós,“ segir Gunnar. Hann gerði samning til eins árs við Vestra, með möguleika á árs framlengingu. Gunnar Heiðar Þorvaldsson lék sem atvinnumaður um árabil, meðal annars með Reading á Englandi.Getty/Stu Forster Eftir að ferli hans sem leikmaður lauk tók Gunnar, án þess að hafa beinlínis stefnt á það, við þjálfun KFS í Vestmannaeyjum fyrir tveimur árum og stýrði liðinu upp í 3. deild þar sem það endaði í 6. sæti í fyrra. Áhuginn á þjálfun hefur snaraukist og Gunnar lýkur brátt UEFA Pro þjálfaragráðu. Fékk símtöl eftir síðasta tímabil „Þegar ég tók við KFS var ég beðinn um að koma og hjálpa til því að annars yrði klúbburinn lagður niður. Það voru alla vega skilaboðin sem ég fékk. Mér fannst það ósanngjarnt gagnvart strákunum sem stunda fótbolta í Vestmannaeyjum, og ég held að KFS hjálpi ÍBV gríðarlega mikið sem svona venslafélag. Ég held að menn séu búnir að átta sig á því núna. Eftir síðasta tímabil hugsaði ég með mér að þetta [þjálfun] gæti nú kannski verið eitthvað fyrir mig, og ég fékk alveg símtöl, en mér fannst ekki bjóðast gott næsta skref fyrir mig. Þegar símtalið frá Samma [Samúel Samúelssyni, stjórnarmanni hjá Vestra] kom þá fékk ég annan fíling. Við höfum rætt þetta mikið síðustu daga og ég er orðinn mjög spenntur fyrir því að fara að undirbúa liðið fyrir Lengjudeildina,“ segir Gunnar. Heldur starfinu í Eyjum Þessi fyrrverandi atvinnumaður í Tyrklandi, Danmörku Svíþjóð, Noregi og Englandi heldur upp á fertugsafmælið sitt með Spánarferð með sínum nýju lærisveinum í byrjun apríl. Þar gefst honum kjörið tækifæri til að kynnast leikmannahópnum vel en Gunnar er búsettur í Vestmannaeyjum en mun búa á Ísafirði í sumar. Hann er verkefnastjóri hjá Vinnslustöðinni en fékk leyfi til að sinna því starfi í fjarvinnu yfir keppnistímabilið. Gunnar Heiðar skoraði fimm mörk í 24 A-landsleikjum og fagnar hér marki sínu gegn Norður-Írlandi í undankeppni EM 2008.Getty/John Walton Gunnar segir að Vestraliðið verði að stærstum hluta skipað sama mannskap og endaði í 5. sæti Lengjudeildarinnar í fyrra, og komst í undanúrslit bikarkeppninnar með því að slá út þáverandi Íslandsmeistara Vals. „Án þess að vera búinn að hitta hópinn, þá tökum við þetta klassíska og ætlum að gera betur en í fyrra,“ segir Gunnar um markmið tímabilsins. „Núna snýst þetta fyrir mig um að kynnast strákunum í liðinu. Ég held að æfingaferð sem við förum í til Spánar 1. apríl verði gríðarlega mikilvæg fyrir okkur og ég get þá kynnst þeim mun betur en þegar ég hitti þá bara um helgar núna næstu vikur.“ Erfitt umhverfi en eitthvað sem leikmenn og Gunnar þekkja Vestramenn hafa lengi barist fyrir bættum aðstæðum til knattspyrnuiðkunar á Vestfjörðum. Þeir urðu að spila heimaleik sinn í undanúrslitum bikarkeppninnar í fyrra á heimavelli KR í Reykjavík, og æfa í Borgarnesi. „Ég á svo sem eftir að setja mig betur inn í öll þessi mál en það er alveg rétt varðandi umgjörðina á veturna, að það er ótrúlegt að hún sé svona árið 2022 á Íslandi. Fyrir klúbb eins og Vestra, sem vill taka næstu skref í þessu, er algjört lykilatriði að vera með einhverja aðstöðu til að stunda íþróttina á veturna. Þetta er bara pólitískt mál sem verið er að vinna í og ekki eitthvað sem ég get svarað fyrir,“ segir Gunnar sem lætur hins vegar engan bilbug á sér finna: „Þetta er frábært næsta skref fyrir mig og ég er mjög spenntur fyrir þessu. Þetta er auðvitað erfitt umhverfi, ekki allir mættir og allt slíkt, en það er eitthvað sem við munum tækla og eitthvað sem að Vestri og leikmennirnir þar þekkja. Það geri ég líka eftir að hafa leikið með ÍBV hér áður fyrr.“
Íslenski boltinn Lengjudeild karla Vestri Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira