Varð vinsælasta smáforritið á Íslandi á sólarhring Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 8. mars 2022 17:30 Smáforritið Overtune er orðið það mest sótta hér á landi. Overtune Smáforritið OverTune kom út formlega núna síðasta laugardag og var strax orðið það mest sótta í App Store hér á landi sólarhring síðar. Forritinu er ætlað að gera notendum þess kleift að semja tónlist á einfaldan máta fyrir samfélagsmiðla með svokölluðum taktpökkum. Nokkur forvitni hefur ríkt í kringum forritið sem hefur verið áberandi í notkun hjá hinum ýmsu áhrifavöldum. Forritið veitir öllum aðgang að tónsköpun óháð tónlistar- og tækniþekkingu. Notendur geta púslað saman takti á einfaldan máta, sungið yfir hann með ýmsum „voice effects“, tekið upp stutt myndband yfir lagið sitt og deilt því áfram á sína samfélagsmiðla. „Pælingin er þessi að þegar TikTokarar eða notendur á samfélagsmiðlum eru að taka upp tónlistarefni geti þeir búið til tónlistina sjálfir. Við köllum þetta ekki lög, heldur efni þar sem tímalengdin er miklu minni,“ sagði Sigurður Ásgeir Árnason, framkvæmdastjóri OverTune, í samtali við Ísland í dag nú á dögunum. Sjá einnig: „Búinn að vera að pota í hann á LinkedIn alla daga í fimm ár“ @villineto Þú veist hver þú ert #overtune original sound - Villineto Hægt að semja sitt eigið Eurovision lag heima í stofu OverTune hefur þegar hafið samstarf með mikið af stærsta tónlistarfólki landsins. Hægt er að nálgast taktpakka gerða af listafólki á borð við Bassa Maraj, ClubDub, Gugusar og Inspector Spacetime inn á forritinu. Taktpakki í sérstökum Eurovision-stíl er einnig komin út og geta því allir samið sitt eigið Eurovision lag heima í stofu. OverTune hefur verið vinsælt hjá hinum ýmsu áhrifavöldum og tónlistarfólki á borð við Þórunni Antoníu, Sunnevu Einarsdóttur, Binna Glee og Villa Neto. Í myndbandinu hér að neðan má sjá hvernig hægt er að nota forritið. @overtuneapp Overtune is a new music driven content creation app where you can unleash your creativity and compose the moment! Available on march 5th! original sound - OverTune Vítamínsprauta þegar fyrrverandi forstjóri Sony Music gekk til liðs við þá OverTune var stofnað af þeim Sigurður Ásgeiri, framkvæmdastjóra, Pétri Eggerz, vöru- og tæknistjóra og Jasoni Daða Guðjónssyni, hönnunarstjóra. Dæmi um hluthafa í fyrirtækinu má nefna Charles Huang, einn hugmyndasmiðanna að baki hinum vinsæla tölvuleik Guitar Hero, og Nick Gatfield fyrrum forstjóra Sony Music í Bretlandi. Sjá: Fyrrverandi forstjóri Sony Music UK gengur til liðs við OverTune „Innkoma Nick inn í teymið er vítamínsprauta fyrir OverTune og mun gefa okkur tækifæri á hraðari vexti á erlendum mörkuðum en við höfðum upphaflega áætlað,” sagði Jason Daði í samtali við Vísi í kjölfar þess að tilkynnt var að Gatfield hefði gengið til liðs við fyrirtækið, en Gatfield hefur unnið með mörgu af stærsta tónlistarfólki heims, og uppgötvaði meðal annars söngkonuna Amy Winehouse. Forritið er aðgengilegt öllum iPhone notendum, þeim að kostnaðarlausu. Nýsköpun Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir „Búinn að vera að pota í hann á LinkedIn alla daga í fimm ár“ Sigurður Ásgeir Árnason er framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins OverTune sem hefur verið að vekja athygli í viðskiptalífinu á Íslandi fyrir hraðan vöxt og spennandi nýsköpun en fyrirtækið hefur að undanförnu verið að laða að sér stóra fjárfesta víðs vegar að úr heiminum. 2. mars 2022 11:31 Fyrrverandi forstjóri Sony Music UK gengur til liðs við OverTune Nick Gatfield, fyrrverandi forstjóri Sony Music UK og forstöðumaður hjá EMI Records, er nýr hluthafi í íslenska sprotafyrirtækinu OverTune og mun leiða ráðgjafaráð fyrirtækisins. 21. janúar 2022 08:00 Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Sjá meira
Nokkur forvitni hefur ríkt í kringum forritið sem hefur verið áberandi í notkun hjá hinum ýmsu áhrifavöldum. Forritið veitir öllum aðgang að tónsköpun óháð tónlistar- og tækniþekkingu. Notendur geta púslað saman takti á einfaldan máta, sungið yfir hann með ýmsum „voice effects“, tekið upp stutt myndband yfir lagið sitt og deilt því áfram á sína samfélagsmiðla. „Pælingin er þessi að þegar TikTokarar eða notendur á samfélagsmiðlum eru að taka upp tónlistarefni geti þeir búið til tónlistina sjálfir. Við köllum þetta ekki lög, heldur efni þar sem tímalengdin er miklu minni,“ sagði Sigurður Ásgeir Árnason, framkvæmdastjóri OverTune, í samtali við Ísland í dag nú á dögunum. Sjá einnig: „Búinn að vera að pota í hann á LinkedIn alla daga í fimm ár“ @villineto Þú veist hver þú ert #overtune original sound - Villineto Hægt að semja sitt eigið Eurovision lag heima í stofu OverTune hefur þegar hafið samstarf með mikið af stærsta tónlistarfólki landsins. Hægt er að nálgast taktpakka gerða af listafólki á borð við Bassa Maraj, ClubDub, Gugusar og Inspector Spacetime inn á forritinu. Taktpakki í sérstökum Eurovision-stíl er einnig komin út og geta því allir samið sitt eigið Eurovision lag heima í stofu. OverTune hefur verið vinsælt hjá hinum ýmsu áhrifavöldum og tónlistarfólki á borð við Þórunni Antoníu, Sunnevu Einarsdóttur, Binna Glee og Villa Neto. Í myndbandinu hér að neðan má sjá hvernig hægt er að nota forritið. @overtuneapp Overtune is a new music driven content creation app where you can unleash your creativity and compose the moment! Available on march 5th! original sound - OverTune Vítamínsprauta þegar fyrrverandi forstjóri Sony Music gekk til liðs við þá OverTune var stofnað af þeim Sigurður Ásgeiri, framkvæmdastjóra, Pétri Eggerz, vöru- og tæknistjóra og Jasoni Daða Guðjónssyni, hönnunarstjóra. Dæmi um hluthafa í fyrirtækinu má nefna Charles Huang, einn hugmyndasmiðanna að baki hinum vinsæla tölvuleik Guitar Hero, og Nick Gatfield fyrrum forstjóra Sony Music í Bretlandi. Sjá: Fyrrverandi forstjóri Sony Music UK gengur til liðs við OverTune „Innkoma Nick inn í teymið er vítamínsprauta fyrir OverTune og mun gefa okkur tækifæri á hraðari vexti á erlendum mörkuðum en við höfðum upphaflega áætlað,” sagði Jason Daði í samtali við Vísi í kjölfar þess að tilkynnt var að Gatfield hefði gengið til liðs við fyrirtækið, en Gatfield hefur unnið með mörgu af stærsta tónlistarfólki heims, og uppgötvaði meðal annars söngkonuna Amy Winehouse. Forritið er aðgengilegt öllum iPhone notendum, þeim að kostnaðarlausu.
Nýsköpun Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir „Búinn að vera að pota í hann á LinkedIn alla daga í fimm ár“ Sigurður Ásgeir Árnason er framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins OverTune sem hefur verið að vekja athygli í viðskiptalífinu á Íslandi fyrir hraðan vöxt og spennandi nýsköpun en fyrirtækið hefur að undanförnu verið að laða að sér stóra fjárfesta víðs vegar að úr heiminum. 2. mars 2022 11:31 Fyrrverandi forstjóri Sony Music UK gengur til liðs við OverTune Nick Gatfield, fyrrverandi forstjóri Sony Music UK og forstöðumaður hjá EMI Records, er nýr hluthafi í íslenska sprotafyrirtækinu OverTune og mun leiða ráðgjafaráð fyrirtækisins. 21. janúar 2022 08:00 Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Sjá meira
„Búinn að vera að pota í hann á LinkedIn alla daga í fimm ár“ Sigurður Ásgeir Árnason er framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins OverTune sem hefur verið að vekja athygli í viðskiptalífinu á Íslandi fyrir hraðan vöxt og spennandi nýsköpun en fyrirtækið hefur að undanförnu verið að laða að sér stóra fjárfesta víðs vegar að úr heiminum. 2. mars 2022 11:31
Fyrrverandi forstjóri Sony Music UK gengur til liðs við OverTune Nick Gatfield, fyrrverandi forstjóri Sony Music UK og forstöðumaður hjá EMI Records, er nýr hluthafi í íslenska sprotafyrirtækinu OverTune og mun leiða ráðgjafaráð fyrirtækisins. 21. janúar 2022 08:00