Myndir þú berjast fyrir Ísland? Sveinn Kristjánsson skrifar 9. mars 2022 17:00 Sem ungur maður eftir átta mánaða endurhæfingu, vegna heilaæxlis í annað sinn, þá hefur það vakið áhuga minn að sjá samstöðuna í Úkraínu og hve miklu fólk er tilbúið að fórna fyrir hvert annað. Án þess að fara of langt aftur í tíma er upphaf Covid það næsta sem mér dettur í hug sem nærtækt dæm um samstöðuna hérlendis. Þið munið eftir óvissunni, fjölda dauðsfalla og hugsanlegra langtímaáhrifa. Ég er ekki að tala um Omicron. Ég hef haft sæti í fremstu röð til að sjá það hugrekki og fórnir sem íslenskt heilbrigðisstarfsfólk, þið vitið, fólkið sem fékk 7.000kr inneign í skechers í jólagjöf, hefur fært gegnum faraldurinn og í gegnum mína sjúkragöngu. Stríðið í Úkraínu hefur vafalaust ekki farið fram hjá nokkrum manni. Það sem vakið hefur áhuga minn síðustu daga er fjöldi brottfluttra sem er að snúa aftur til að berjast með löndum sínum ásamt þeim tugum ef ekki hundruðum þúsunda sem hafa og eru í þann mund að taka upp vopn fyrir land og þjóð. Samstaðan sem þarna birtist er meiri en ég hef áður séð. Myndum við gera slíkt hið sama? Hvað myndar þá samstöðu sem við finnum hér á Íslandi? Eru það landsliðin okkar í hinum ýmsu íþróttum? Er það sameiginlegt tungumál? Er það sjúkraliðinn sem er tilbúinn að mæta í vinnuna á laugardegi fyrir laun sem eru fín fyrir framfærslu barnlauss námsmanns sem býr í foreldrahúsum, til að hjálpa þeim okkar sem ekki geta hjálpað sér sjálf? Ég kynntist þessu ansi vel er ég greindist með heilaæxli síðasta sumar og á líf mitt að þakka íslensku heilbrigðiskerfi. Ég er nú í endurhæfingu sem snýr að því að koma mér aftur út í atvinnulífið svo ég geti lagt lóð mín á vogarskálarnar og greitt mína skatta eins og aðrir Íslendingar, með brosi (kannski ekki allir), því leikurinn má ekki fara að snúast um það að fá eins mikið út úr kerfinu og láta í það minna en okkur ber. Samtrygging okkar sem hér búum er eitt það sterkasta sem sameinar okkur, skólar fyrir börnin okkar, sjúkrahús fyrir þau veikustu okkar, lögregla fyrir allan andskotann os.frv. Getum við gert betur? Svo sannarlega, það sem auðvelt væri að bæta eru ákvarðanir nokkurra af helstu fyrirmönnum þjóðarinnar sem reglulega slíta þessa samstöðu. Hún er tærð með aðgerðum sem oft virðast drifnar af eigin hagsmunum eða hégóma á kostnað heildarinnar. Hvort sem við erum að tala um tugmilljóna styrki vegna aksturskostnaðar, skammarlaust. Ráðherrar sem hringja í vini sína á þannig augnablikum að manni fallast hendur eða ráðherrar sem eru staðnir að lögbroti við að skipa dómara, lögum sem m.a eru til að minnka vafa á pólitískum vina ráðningum. Sýndi ráðherra auðmýkt eða hroka er mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi honum í óhag? Aðilar sem lifa og búa á Íslandi og nýta hér ýmsa þjónustu en geyma fjármuni sína í skattaskjólum erlendis. Listinn er það langur að við erum hætt að kippa okkur upp við siðlausa hegðun okkar fremsta fólks. Ég nefni engin nöfn því þetta er mál sem er stærra en einn maður, hópur eða atburður. Þegar við tökum ákvörðun fyrir hagsmuni fárra fram yfir heildarinnar þá rjúfum við okkar samstöðu. Hvað gerir þig stoltann af að vera íslendingur? Myndir þú berjast fyrir Ísland? Svari hver fyrir sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Heilbrigðismál Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Sem ungur maður eftir átta mánaða endurhæfingu, vegna heilaæxlis í annað sinn, þá hefur það vakið áhuga minn að sjá samstöðuna í Úkraínu og hve miklu fólk er tilbúið að fórna fyrir hvert annað. Án þess að fara of langt aftur í tíma er upphaf Covid það næsta sem mér dettur í hug sem nærtækt dæm um samstöðuna hérlendis. Þið munið eftir óvissunni, fjölda dauðsfalla og hugsanlegra langtímaáhrifa. Ég er ekki að tala um Omicron. Ég hef haft sæti í fremstu röð til að sjá það hugrekki og fórnir sem íslenskt heilbrigðisstarfsfólk, þið vitið, fólkið sem fékk 7.000kr inneign í skechers í jólagjöf, hefur fært gegnum faraldurinn og í gegnum mína sjúkragöngu. Stríðið í Úkraínu hefur vafalaust ekki farið fram hjá nokkrum manni. Það sem vakið hefur áhuga minn síðustu daga er fjöldi brottfluttra sem er að snúa aftur til að berjast með löndum sínum ásamt þeim tugum ef ekki hundruðum þúsunda sem hafa og eru í þann mund að taka upp vopn fyrir land og þjóð. Samstaðan sem þarna birtist er meiri en ég hef áður séð. Myndum við gera slíkt hið sama? Hvað myndar þá samstöðu sem við finnum hér á Íslandi? Eru það landsliðin okkar í hinum ýmsu íþróttum? Er það sameiginlegt tungumál? Er það sjúkraliðinn sem er tilbúinn að mæta í vinnuna á laugardegi fyrir laun sem eru fín fyrir framfærslu barnlauss námsmanns sem býr í foreldrahúsum, til að hjálpa þeim okkar sem ekki geta hjálpað sér sjálf? Ég kynntist þessu ansi vel er ég greindist með heilaæxli síðasta sumar og á líf mitt að þakka íslensku heilbrigðiskerfi. Ég er nú í endurhæfingu sem snýr að því að koma mér aftur út í atvinnulífið svo ég geti lagt lóð mín á vogarskálarnar og greitt mína skatta eins og aðrir Íslendingar, með brosi (kannski ekki allir), því leikurinn má ekki fara að snúast um það að fá eins mikið út úr kerfinu og láta í það minna en okkur ber. Samtrygging okkar sem hér búum er eitt það sterkasta sem sameinar okkur, skólar fyrir börnin okkar, sjúkrahús fyrir þau veikustu okkar, lögregla fyrir allan andskotann os.frv. Getum við gert betur? Svo sannarlega, það sem auðvelt væri að bæta eru ákvarðanir nokkurra af helstu fyrirmönnum þjóðarinnar sem reglulega slíta þessa samstöðu. Hún er tærð með aðgerðum sem oft virðast drifnar af eigin hagsmunum eða hégóma á kostnað heildarinnar. Hvort sem við erum að tala um tugmilljóna styrki vegna aksturskostnaðar, skammarlaust. Ráðherrar sem hringja í vini sína á þannig augnablikum að manni fallast hendur eða ráðherrar sem eru staðnir að lögbroti við að skipa dómara, lögum sem m.a eru til að minnka vafa á pólitískum vina ráðningum. Sýndi ráðherra auðmýkt eða hroka er mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi honum í óhag? Aðilar sem lifa og búa á Íslandi og nýta hér ýmsa þjónustu en geyma fjármuni sína í skattaskjólum erlendis. Listinn er það langur að við erum hætt að kippa okkur upp við siðlausa hegðun okkar fremsta fólks. Ég nefni engin nöfn því þetta er mál sem er stærra en einn maður, hópur eða atburður. Þegar við tökum ákvörðun fyrir hagsmuni fárra fram yfir heildarinnar þá rjúfum við okkar samstöðu. Hvað gerir þig stoltann af að vera íslendingur? Myndir þú berjast fyrir Ísland? Svari hver fyrir sig.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun