Þurfum að hlaupa miklu hraðar í orkumálum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. mars 2022 21:01 Samtök iðnaðarins segja hækkanir á heimsmarkaðsverði á eldsneyti setja enn meiri þrýsting á stjórnvöld að hraða orkuskiptum. Þörf sé á gríðarlegum fjárfestingum í orkuiðnaði. Iðnaðarráðherra segir mikilvægt að stjórnvöld þvælist ekki fyrir atvinnulífinu í málinu. Árni Sigurjónsson nýr formaður Samtaka iðnaðarins tekur undir með starfshópi sem kynnti í vikunni skýrslu i þar sem kom fram að eigi að á markmiðum stjórnvalda í loftlagsmálum þurfi að stórauka uppbyggingu á virkjunum. „Tækifærin eru til staðar en við þurfum í raun og veru að hlaupa mun hraðar til að missa ekki af lestinni í þessum fyrirhuguðu orkuskiptum stjórnvalda. Ætlum við að ná markmiðunum um þau,“ segir Árni. Árni kynnti þessi sjónarmið á Iðnþingi í dag. Hann segir að stjórnvöld þurfi að taka ákvarðanir sem fyrst um hvaða leið á að velja þegar kemur að virkjunarkostum. „Þegar kominn rammi utan um þetta hjá stjórnvöldum og það liggur fyrir hver stefnan er þá mun atvinnulífið hlaupa af stað,“ segir hann. Hann telur yfirvofandi orkukreppu í Evrópu vegna hækkandi heimsmarkaðsverðs á olíu setja enn meiri þrýsting á aðgerðir. (Hér er hægt að sýna myndir af hækkani olíuverði frá í gær) „Þar þurfa menn að fjárfesta gríðarlega til að vinna sig út úr orkukreppunni sem gerist auðvitað ekki á einni helgi eða einu ári. En það ríður á að byrja ekki seinna en strax. Við Íslendingar þurfum að vera tilbúin í það langhlaup,“ segir hann. Áslaug Arna Sigbjörnsdóttir vísinda-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra tekur undir þau sjónarmið að það þurfi að hraða uppbyggingu í orkumálum. „Við þurfum að hreyfa okkur hratt í þessum efnum og getum ekki staðið í einhverjum deilum um þessa þörf enda er hún staðreynd. Þetta snýst auðvitað um að við löðum að okkur tækni og ýtum undir hugmyndir og þvælumst ekki fyrir atvinnulífinu sem er á harða hlaupum í þessa átt,“ segir Áslaug. Meðal þess sem þurfi að leysa sé löggjöf um vindorku. „Við þurfum að ná utan um löggjöfina um vindorkuna þar sem eru gríðarleg tækifæri,“ segir hann. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Orkuskipti Tengdar fréttir Telur ummæli um virkjanaþörf óábyrg Þingmaður Pírata segir ummæli formanns starfshóps sem vann skýrslu um orkumál óábyrg en hann sagði að ef við ætlum að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands þurfi að reisa eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. Þingmaðurinn segir vel hægt að ná markmiðum um orkuskipti án virkjana. 9. mars 2022 12:43 „Þetta kallar á allavegana eina 100 megawatta virkjun á hverju ári“ Þörf er á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Formaður starfshóps sem vann skýrslu um orkumál segir að tvöföldun á raforkuframleiðslu Íslands kalli á eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. 8. mars 2022 22:32 Mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum Forsætisráðherra telur mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum ásamt því að forgangsraða þeirri orku sem við framleiðum í orkuskipti innanlands. Aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar segir næstu skref í höndum stjórnmálamanna. 9. mars 2022 20:01 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Árni Sigurjónsson nýr formaður Samtaka iðnaðarins tekur undir með starfshópi sem kynnti í vikunni skýrslu i þar sem kom fram að eigi að á markmiðum stjórnvalda í loftlagsmálum þurfi að stórauka uppbyggingu á virkjunum. „Tækifærin eru til staðar en við þurfum í raun og veru að hlaupa mun hraðar til að missa ekki af lestinni í þessum fyrirhuguðu orkuskiptum stjórnvalda. Ætlum við að ná markmiðunum um þau,“ segir Árni. Árni kynnti þessi sjónarmið á Iðnþingi í dag. Hann segir að stjórnvöld þurfi að taka ákvarðanir sem fyrst um hvaða leið á að velja þegar kemur að virkjunarkostum. „Þegar kominn rammi utan um þetta hjá stjórnvöldum og það liggur fyrir hver stefnan er þá mun atvinnulífið hlaupa af stað,“ segir hann. Hann telur yfirvofandi orkukreppu í Evrópu vegna hækkandi heimsmarkaðsverðs á olíu setja enn meiri þrýsting á aðgerðir. (Hér er hægt að sýna myndir af hækkani olíuverði frá í gær) „Þar þurfa menn að fjárfesta gríðarlega til að vinna sig út úr orkukreppunni sem gerist auðvitað ekki á einni helgi eða einu ári. En það ríður á að byrja ekki seinna en strax. Við Íslendingar þurfum að vera tilbúin í það langhlaup,“ segir hann. Áslaug Arna Sigbjörnsdóttir vísinda-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra tekur undir þau sjónarmið að það þurfi að hraða uppbyggingu í orkumálum. „Við þurfum að hreyfa okkur hratt í þessum efnum og getum ekki staðið í einhverjum deilum um þessa þörf enda er hún staðreynd. Þetta snýst auðvitað um að við löðum að okkur tækni og ýtum undir hugmyndir og þvælumst ekki fyrir atvinnulífinu sem er á harða hlaupum í þessa átt,“ segir Áslaug. Meðal þess sem þurfi að leysa sé löggjöf um vindorku. „Við þurfum að ná utan um löggjöfina um vindorkuna þar sem eru gríðarleg tækifæri,“ segir hann.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Orkuskipti Tengdar fréttir Telur ummæli um virkjanaþörf óábyrg Þingmaður Pírata segir ummæli formanns starfshóps sem vann skýrslu um orkumál óábyrg en hann sagði að ef við ætlum að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands þurfi að reisa eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. Þingmaðurinn segir vel hægt að ná markmiðum um orkuskipti án virkjana. 9. mars 2022 12:43 „Þetta kallar á allavegana eina 100 megawatta virkjun á hverju ári“ Þörf er á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Formaður starfshóps sem vann skýrslu um orkumál segir að tvöföldun á raforkuframleiðslu Íslands kalli á eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. 8. mars 2022 22:32 Mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum Forsætisráðherra telur mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum ásamt því að forgangsraða þeirri orku sem við framleiðum í orkuskipti innanlands. Aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar segir næstu skref í höndum stjórnmálamanna. 9. mars 2022 20:01 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Telur ummæli um virkjanaþörf óábyrg Þingmaður Pírata segir ummæli formanns starfshóps sem vann skýrslu um orkumál óábyrg en hann sagði að ef við ætlum að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands þurfi að reisa eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. Þingmaðurinn segir vel hægt að ná markmiðum um orkuskipti án virkjana. 9. mars 2022 12:43
„Þetta kallar á allavegana eina 100 megawatta virkjun á hverju ári“ Þörf er á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Formaður starfshóps sem vann skýrslu um orkumál segir að tvöföldun á raforkuframleiðslu Íslands kalli á eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. 8. mars 2022 22:32
Mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum Forsætisráðherra telur mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum ásamt því að forgangsraða þeirri orku sem við framleiðum í orkuskipti innanlands. Aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar segir næstu skref í höndum stjórnmálamanna. 9. mars 2022 20:01