Ekki nóg að vera í NATO og tímabært að huga að aðild að ESB Árni Sæberg skrifar 12. mars 2022 13:35 Formaður Samfylkingarinnar vill setja aðildarumsókn að ESB aftur á dagskrá. Vísir/Vilhelm Formaður Samfylkingarinnar segir kominn tíma á að setja aðildarumsókn að Evrópusambandi aftur rækilega á dagskrá. Logi Einarson segir Samfylkinguna fordæma innrás Rússa í Úkraínu og segir hana vera ólögmæta og hryllilega. „Ef rússneskum stjórnvöldum tekst að mylja Úkraínu undir sig með valdi getur það opnað á svipaðar kröfur og hernaðaraðgerðir gegn fleiri löndum við landamæri Rússlands. Innrás Rússa er því ekki eingöngu árás gegn Úkraínu heldur árás gegn sjálfsákvörðunarrétti þjóða og ógn við lýðræði, frið og öryggi til langs tíma,“ sagði hann í ræðu á flokksstjórnarþingi Samfylkingarinnar í morgun. Hann segir stjórnvöld hér á landi þurfa að gera þrennt; að taka fullan þátt í sameiginlegum þvingunaraðgerðum lýðræðisríkja gegn Rússlandi, að styðja íbúa Úkraínu með öllum tiltækum ráðum en einnig leita leiða að tryggja öryggi og styrkja varnir Íslands til framtíðar. Njótum þess að tilheyra Atlantshafsbandalaginu Logi segir okkur Íslendinga njóta þess að tilheyra tilheyra varnarbandalagi Atlandshafsbandalagsins en það nægi ekki eitt og sér. „Í ljósi þess að Evrópusambandið hefur tekið sér vaxandi hlutverk í varnar og öryggismálum í kjölfar innrásarinnar, í þeim tilgangi að tryggja betur lýðræði og frið í Evrópu, er enn meiri ástæða en áður til að Ísland gerist fullgildur aðili í þessu samstarfi lýðræðisríkja,“ segir hann. Nauðsynlegt sé að endurnýja samfélagslega umræðu um aðild að sambandinu en flokksmenn þurfi einnig að stilla saman strengi sína hvað málið varðar. „Um er að ræða grundvallarhagsmuni þjóðarinnar og það er tími til kominn að setja aðildarumsókn að Evrópusambandi aftur rækilega á dagskrá,“ segir Logi Einarsson. Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu var dregin til baka árið 2013 í utanríkisráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar. „Þar kom fram að ríkisstjórnin hyggist ekki endurvekja aðildarferlið, að ný stefna yfirtaki skuldbindingar fyrri ríkisstjórnar í aðildarferlinu og að ESB geri ráðstafanir sem taki mið af því að Ísland teljist ekki lengur umsóknarríki,“ sagði Gunnar Bragi á sínum tíma. Innrás Rússa í Úkraínu Samfylkingin Evrópusambandið NATO Utanríkismál Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Sjá meira
Logi Einarson segir Samfylkinguna fordæma innrás Rússa í Úkraínu og segir hana vera ólögmæta og hryllilega. „Ef rússneskum stjórnvöldum tekst að mylja Úkraínu undir sig með valdi getur það opnað á svipaðar kröfur og hernaðaraðgerðir gegn fleiri löndum við landamæri Rússlands. Innrás Rússa er því ekki eingöngu árás gegn Úkraínu heldur árás gegn sjálfsákvörðunarrétti þjóða og ógn við lýðræði, frið og öryggi til langs tíma,“ sagði hann í ræðu á flokksstjórnarþingi Samfylkingarinnar í morgun. Hann segir stjórnvöld hér á landi þurfa að gera þrennt; að taka fullan þátt í sameiginlegum þvingunaraðgerðum lýðræðisríkja gegn Rússlandi, að styðja íbúa Úkraínu með öllum tiltækum ráðum en einnig leita leiða að tryggja öryggi og styrkja varnir Íslands til framtíðar. Njótum þess að tilheyra Atlantshafsbandalaginu Logi segir okkur Íslendinga njóta þess að tilheyra tilheyra varnarbandalagi Atlandshafsbandalagsins en það nægi ekki eitt og sér. „Í ljósi þess að Evrópusambandið hefur tekið sér vaxandi hlutverk í varnar og öryggismálum í kjölfar innrásarinnar, í þeim tilgangi að tryggja betur lýðræði og frið í Evrópu, er enn meiri ástæða en áður til að Ísland gerist fullgildur aðili í þessu samstarfi lýðræðisríkja,“ segir hann. Nauðsynlegt sé að endurnýja samfélagslega umræðu um aðild að sambandinu en flokksmenn þurfi einnig að stilla saman strengi sína hvað málið varðar. „Um er að ræða grundvallarhagsmuni þjóðarinnar og það er tími til kominn að setja aðildarumsókn að Evrópusambandi aftur rækilega á dagskrá,“ segir Logi Einarsson. Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu var dregin til baka árið 2013 í utanríkisráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar. „Þar kom fram að ríkisstjórnin hyggist ekki endurvekja aðildarferlið, að ný stefna yfirtaki skuldbindingar fyrri ríkisstjórnar í aðildarferlinu og að ESB geri ráðstafanir sem taki mið af því að Ísland teljist ekki lengur umsóknarríki,“ sagði Gunnar Bragi á sínum tíma.
Innrás Rússa í Úkraínu Samfylkingin Evrópusambandið NATO Utanríkismál Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Sjá meira