Fær fimmtán milljónir vegna aðgerða lögreglu í fíkniefnamáli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. mars 2022 11:14 Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi í lögreglustöðinni við Hverfisgötu þar sem hann var settur í einangrun. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða manni fimmtán milljónir króna í skaðabætur vegna varanlegs miska, tímabundins atvinnutjóns og þjáninga sem hann varð fyrir af völdum aðgerða lögreglu í apríl 2010. Dómur í máli mannsins féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Málið má rekja til þess að árið 2010 rannsakaði lögregla fyrirhugaðan innflutning á miklu magni af kókaíni. Lögregla grunaði manninn um að hafa með höndum skipulag og stjórn á dreifingu fíkniefnanna hér á landi, í samstarfi við aðra. Sími mannsins var hleraður og gerð var húsleit á heimili mannsins í tengslum við rannsóknina. Eftir húsleitina var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald, þar sem honum var haldið í einangrun. Eftir að honum var sleppt úr einangrun var mál hans látið niður falla. Maðurinn, sem taldi sig hafa orðið fyrir skakkaföllum vegna aðgerða lögreglu höfðaði mál á hendur íslenska ríkinu vegna aðgerða lögreglu. Það mál endaði fyrir Hæstarétti, eins og fjallað var um á Vísi á sínum tíma, og voru honum dæmdar tvær milljónir í miskabætur. Á grundvelli þess dóms gerði maðurinn kröfu á hendur ríkinu um greiðslu skaðabóta vegna tímabundins atvinnutjóns, varanlegs miska og þjáningabóta. Var manninum sagt upp úr vinnu hans eftir að hann losnaði úr gæsluvarðhaldi, auk þess sem að hann glímdi við kvíða og aðra kvilla. Maðurinn lagði fram yfirmat þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að hann hafi orðið fyrir heilsutjóni sem metið hafi verið til 30 prósent varanlegs miska. Þá hafi hann orðið fyrir tímabundu atvinnutjóni. Alls krafðist maðurinn rétt rúmlega fimmtán milljóna í bætur vegna málsins. Í dómi héraðsdóms segir að íslenska ríkið verði að bera hallann af því að hafa ekki sýnt fram á að tjón mannsins stæði af lögmætum aðgerðum lögreglu. Féllst dómurinn því á kröfu mannsins. Þarf íslenska ríkið því að greiða honum fimmtán milljónir króna vegna aðgerða lögreglu í apríl 2010. Dómsmál Lögreglan Tengdar fréttir Tvær milljónir í bætur vegna einangrunar í umfangsmiklu fíkniefnamáli Íslenska ríkið hefur verið dæmt til þess að greiða karlmanni sem handtekinn var og sætti rannsókn lögreglu vegna smygls á rúmum þremur kílóum af kókaíni hingað til lands árið 2010 tvær miljónir króna í bætur vegna aðgerða lögreglu við rannsókn málsins. 16. mars 2017 16:20 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir „Heiðarlegt og heilbrigt“ að auglýsa embættið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Dómur í máli mannsins féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Málið má rekja til þess að árið 2010 rannsakaði lögregla fyrirhugaðan innflutning á miklu magni af kókaíni. Lögregla grunaði manninn um að hafa með höndum skipulag og stjórn á dreifingu fíkniefnanna hér á landi, í samstarfi við aðra. Sími mannsins var hleraður og gerð var húsleit á heimili mannsins í tengslum við rannsóknina. Eftir húsleitina var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald, þar sem honum var haldið í einangrun. Eftir að honum var sleppt úr einangrun var mál hans látið niður falla. Maðurinn, sem taldi sig hafa orðið fyrir skakkaföllum vegna aðgerða lögreglu höfðaði mál á hendur íslenska ríkinu vegna aðgerða lögreglu. Það mál endaði fyrir Hæstarétti, eins og fjallað var um á Vísi á sínum tíma, og voru honum dæmdar tvær milljónir í miskabætur. Á grundvelli þess dóms gerði maðurinn kröfu á hendur ríkinu um greiðslu skaðabóta vegna tímabundins atvinnutjóns, varanlegs miska og þjáningabóta. Var manninum sagt upp úr vinnu hans eftir að hann losnaði úr gæsluvarðhaldi, auk þess sem að hann glímdi við kvíða og aðra kvilla. Maðurinn lagði fram yfirmat þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að hann hafi orðið fyrir heilsutjóni sem metið hafi verið til 30 prósent varanlegs miska. Þá hafi hann orðið fyrir tímabundu atvinnutjóni. Alls krafðist maðurinn rétt rúmlega fimmtán milljóna í bætur vegna málsins. Í dómi héraðsdóms segir að íslenska ríkið verði að bera hallann af því að hafa ekki sýnt fram á að tjón mannsins stæði af lögmætum aðgerðum lögreglu. Féllst dómurinn því á kröfu mannsins. Þarf íslenska ríkið því að greiða honum fimmtán milljónir króna vegna aðgerða lögreglu í apríl 2010.
Dómsmál Lögreglan Tengdar fréttir Tvær milljónir í bætur vegna einangrunar í umfangsmiklu fíkniefnamáli Íslenska ríkið hefur verið dæmt til þess að greiða karlmanni sem handtekinn var og sætti rannsókn lögreglu vegna smygls á rúmum þremur kílóum af kókaíni hingað til lands árið 2010 tvær miljónir króna í bætur vegna aðgerða lögreglu við rannsókn málsins. 16. mars 2017 16:20 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir „Heiðarlegt og heilbrigt“ að auglýsa embættið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Tvær milljónir í bætur vegna einangrunar í umfangsmiklu fíkniefnamáli Íslenska ríkið hefur verið dæmt til þess að greiða karlmanni sem handtekinn var og sætti rannsókn lögreglu vegna smygls á rúmum þremur kílóum af kókaíni hingað til lands árið 2010 tvær miljónir króna í bætur vegna aðgerða lögreglu við rannsókn málsins. 16. mars 2017 16:20