Gísli segist geta vottað fyrir það að söngvaranum sé fullkunnugt um hvaða þýðingu nafnið hafi á íslensku. Hann segist hafa sagt sænskum kollega sínum frá þýðingunni og daginn eftir hafi hann hitt Tusse og sem hafi þá kynnti sig með þýðingunni í stað upprunalega nafnsins.
Ég get vottað að honum er fullkunnugt um merkingu orðsins. Ég hafði sagt sænskum kollega mínum frá því og hann sagði Tusse. Þegar ég hitti Tusse daginn eftir í keppnishöllinni kom hann til mín og sagði: Oh so you are the commentator from Iceland. Pleased to meet you, I m Cunt. https://t.co/B258r0LFKr
— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) March 13, 2022
Tusse var staddur hér á landi þar sem hann var með atriði í Söngvakeppni sjónvapsins. Þar söng hann lagið sitt Voices sem hann keppti með í Eurovision fyrir hönd Svía í fyrra. Hann hljóp í skarðið fyrir úkraínsku hljómsveitin Go_A sem átti upphaflega að vera með atriðið. Hann bar Úkraínu hlýjar kveðjur og er hugur hans hjá þeim.