Í tilkynningu segir að um sé að ræða nýtt framboð í Sveitarfélaginu Ölfusi.
Það eru kraftmiklir og ólíkir einstaklingar sem mynda Íbúalistann en það sem sameinar þá er ástríða fyrir velferð samborgara sinna og viljinn til að bjóða fram krafta sína á komandi kjörtímabili til að vinna að málefnum Sveitarfélagsins Ölfuss.
Íbúalistinn vinnur nú að mótun stefnumála og vill gera það í virku samtali við íbúa, því vilji íbúa skiptir máli. Frambjóðendur munu bjóða upp á málefnafundi á næstunni og eru öll áhugasöm hvött til að hafa samband með því að senda póst á ibualistinn@gmail.com eða hringja beint í einhvern af frambjóðendum Íbúalistans,“ segir í tilkynningunni.
Frambjóðendur Íbúalistans í Ölfusi
- Ása Berglind Hjálmarsdóttir, 37 ára menningarstjórnandi, frumkvöðull og tónlistarkennari
- Böðvar Guðbjörn Jónsson, 29 ára hugbúnaðarsérfræðingur
- Berglind Friðriksdóttir, 33 ára sálfræðingur
- Sigfús Benóný Harðarson, 42 ára aðalvarðstjóri hjá ríkislögreglustjóra
- Hrafnhildur Lilja Harðardóttir, 38 ára sálfræðingur
- Rumyana Björg Ivansdóttir, 56 ára sjúkraliði
- Arna Þórdís Árnadóttir, 40 ára verkefnastjóri
- Steingrímur Þorbjarnarson, 58 ára jarð- og mannfræðingur
- Guðlaug Arna Hannesdóttir, 27 ára geislafræðingur
- Guðmundur Oddgeirsson, 64 ára öryggis- og vinnuverndarfulltrúi
- Agnes Erna Estherardóttir, 46 ára bókhaldari, söngkona og smiður.
- Davíð Reimarsson, 30 ára stuðningsfulltrúi
- Óskar Hrafn Guðmundsson, 62 ára verkamaður
- Elín Björg Jónsdóttir, 69 ára eftirlaunakona