Hringrásarhagkerfi kosningaloforða Þórður Gunnarsson skrifar 15. mars 2022 07:32 Árið 2018 lofaði Samfylkingin því fyrir sveitastjórnarkosningar að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Bjóða átti öllum börnum á aldrinum 12 til 18 mánaða leikskólapláss. Vorið 2018 var 800 nýjum leikskólaplássum lofað fyrir kosningar. Sex nýjum leikskólum. Staðan fjórum árum síðar er að ekkert hefur breyst. Biðlistar eru ennþá jafnlangir eða lengri. Síðastliðið haust voru svokallaðar Ævintýraborgir kynntar til sögunnar. Er þar um að ræða stæður af færanlegum vinnuskúrum sem hafa verið innréttaðir sem daggæslurými fyrir börn. Ekki ósvipuð aðstaða og starfsmenn Impregilo nutu við byggingu Kárahnjúkavirkjunar á sínum tíma. Ný hverfi á borð við Hlíðarenda eru orðin full af fólki og íbúar þar þurfa að koma börnum sínum yfir þvera borgina á leikskóla. Íbúar Laugardal þurfa að keyra börn í leikskóla upp í Grafarvog. Svona mætti lengi telja. Ekki einu sinni Borgarlínan myndi leysa þetta vandamál. Frambjóðendur Samfylkingarinnar boða nú - árið 2022 - leikskólapláss fyrir öll 12 til 18 mánaða börn. Allir sjá hvernig gekk að standa við þetta sama loforð fyrir fjórum árum síðan. Það var hreinlega ekki gert. Er með ólíkindum að sama loforði sé teflt fram óbreyttu nú. Hringrásarhagkerfið er eitt af þeim samtímahugtökum sem njóta mikillar hylli um þessar mundir. Einn af lykilþáttum hringrásarhagkerfisins er ekki síst aukin endurvinnsla. Erfitt er að segja hvort endurvinnsla kosningaloforða falli að hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins, en Samfylkingin virðist svo telja. Hringrásarhagkerfi kosningaloforða Samfylkingarinnar skilar engu gagnlegu. Sömu hlutunum er lofað kosningar eftir kosningar en ekkert gerist og ekkert breytist. Meirihlutinn í borginni veldur ekki verkefninu og kominn tími til að skipta þeim út. Ævintýraborgirnar eru því miður skýjaborgir. Höfundur er hagfræðingur og óskar eftir stuðningi í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 18-19.mars Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Gunnarsson Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Leikskólar Reykjavík Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Árið 2018 lofaði Samfylkingin því fyrir sveitastjórnarkosningar að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Bjóða átti öllum börnum á aldrinum 12 til 18 mánaða leikskólapláss. Vorið 2018 var 800 nýjum leikskólaplássum lofað fyrir kosningar. Sex nýjum leikskólum. Staðan fjórum árum síðar er að ekkert hefur breyst. Biðlistar eru ennþá jafnlangir eða lengri. Síðastliðið haust voru svokallaðar Ævintýraborgir kynntar til sögunnar. Er þar um að ræða stæður af færanlegum vinnuskúrum sem hafa verið innréttaðir sem daggæslurými fyrir börn. Ekki ósvipuð aðstaða og starfsmenn Impregilo nutu við byggingu Kárahnjúkavirkjunar á sínum tíma. Ný hverfi á borð við Hlíðarenda eru orðin full af fólki og íbúar þar þurfa að koma börnum sínum yfir þvera borgina á leikskóla. Íbúar Laugardal þurfa að keyra börn í leikskóla upp í Grafarvog. Svona mætti lengi telja. Ekki einu sinni Borgarlínan myndi leysa þetta vandamál. Frambjóðendur Samfylkingarinnar boða nú - árið 2022 - leikskólapláss fyrir öll 12 til 18 mánaða börn. Allir sjá hvernig gekk að standa við þetta sama loforð fyrir fjórum árum síðan. Það var hreinlega ekki gert. Er með ólíkindum að sama loforði sé teflt fram óbreyttu nú. Hringrásarhagkerfið er eitt af þeim samtímahugtökum sem njóta mikillar hylli um þessar mundir. Einn af lykilþáttum hringrásarhagkerfisins er ekki síst aukin endurvinnsla. Erfitt er að segja hvort endurvinnsla kosningaloforða falli að hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins, en Samfylkingin virðist svo telja. Hringrásarhagkerfi kosningaloforða Samfylkingarinnar skilar engu gagnlegu. Sömu hlutunum er lofað kosningar eftir kosningar en ekkert gerist og ekkert breytist. Meirihlutinn í borginni veldur ekki verkefninu og kominn tími til að skipta þeim út. Ævintýraborgirnar eru því miður skýjaborgir. Höfundur er hagfræðingur og óskar eftir stuðningi í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 18-19.mars
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar