Ekkert var skorað í fyrri hálfleik og því var staðan 0-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Eina mark leiksins skoraði Pablo Punyed snemma í síðari hálfleik þegar hann batt endahnútinn á góða skyndisókn Víkinga eftir stoðsendingu frá Erlingi Agnarssyni.
KR-ingar fengu reyndar gullið tækifæri til að jafna metin af vítapunktinum eftir rúmlega klukkutíma leik. Ægir Jarl Jónasson fór á punktinn, en Ingvar Jónsson varði frá honum. Ægir tók frákastið og skallaði að marki, en aftur varði Ægir.
KR-ingum tókst því ekki að finna jöfnunarmark og niðurstaðan varð 1-0 sigur Víkinga sem eru á leið í úrslit. Þar mæta þeir annað hvort Stjörnunni eða FH.