Hádramatískur Bachelor lokaþáttur á Íslandi Elísabet Hanna skrifar 16. mars 2022 15:31 Gabby, Rachel, Clayton og Susie áður en allt sprakk. Skjáskot/Instagram Hádramatískur tvöfaldur lokaþáttur The Bachelor sem tekinn var upp á Íslandi skildi aðdáendur þáttanna eftir gapandi yfir öllu því sem fór fram. *Höskuldarviðvörun* Í þessari frétt verður talað um það sem gerðist í þættinum og hver hefur verið valin sem næsta Bachelorette. Blaðamaður vill ítreka að hér koma fram upplýsingar út þáttunum þannig að ef einhver hefur ekki áhuga á því að sjá slíkar upplýsingar er þeim ráðlagt að lesa ekki fréttina. Neðst í fréttinni kemur fram hver verður nýja heimasætan. *Höskuldarviðvörun* View this post on Instagram A post shared by The Bachelor (@bachelorabc) Susie upplifði ekki sjóðandi svítu Í tvöföldum lokaþætti sem tekinn var upp á Íslandi kom í ljós hvaða kona hafði sigrað hug og hjarta Claytons. Keppendurnir fóru meðal annars á stefnumót í Perlunni og Sky Lagoon og svo voru rósirnar afhentar í Hörpu. Í fyrri lokaþættinum hafði Susie Evans farið heim eftir að hún komst að því að Clayton hafði notið ásta með hinum tveimur keppendunum sem voru eftir. Þar að auki hafði hann tjáð þeim öllum að hann væri ástfanginn að þeim en ekki aðeins henni einni. View this post on Instagram A post shared by The Bachelor (@bachelorabc) Eftir stóðu tvær Þær sem eftir stóðu að lokum voru þær Rachel Recchi og Gabby Windley sem eins og áður sagði voru orðnar nánar Clayton. Hann hafði tilkynnt þeim það í fyrri lokaþættinum, þar sem þau stóðu í Hörpu, að hann væri ástfanginn að þeim báðum og hafði notið ásta með þeim báðum. Hann sagði þeim einnig að hann væri ástfanginn að Susie sem væri farin. Konunum var ekki skemmt og var tilkynning kappans uppspretta mikils táraflóðs sem ómaði um Hörpu. Hann hughreysti þær þó með orðunum: „Sú sem ég vel elska ég mest.“ View this post on Instagram A post shared by The Bachelor (@bachelorabc) Orðin ásamt því að lofa öllu fögru virtist nóg til að sannfæra dömurnar um að halda áfram í þessu ferðalagi að ástinni og hitta foreldra hans. Fjölskyldan hans var fljót að segja honum að hann hefði algjörlega klúðrað málunum með því að hafa of gaman í fantasíu svítunum. Þrátt fyrir það gekk allt eftir óskum þegar þau hittu konurnar og voru bæði Rachel og Gabby tilbúnar fyrir framtíðina með honum þrátt fyrir það sem áður hafði gengið á. View this post on Instagram A post shared by Bachelor Nation (@bachelornation) Fjarlægðin gerir fjöllin blá Eftir að konurnar höfðu hitt fjölskylduna og allt leit vel út kom dramatísk stund. Þar tilkynnti Clayton fjölskyldunni sinni að hann héldi að konan sem hann vildi virkilega vera með væri engin önnur en Susie sem var farin heim. Mamma hans spurði hann þá afhverju hann hafi notið ásta með hinum konunum ef Susie væri sú eina sanna og Clayton virtist ekki hafa neitt ákveðið svar við því annað en hann væri að fylgja hjartanu. Áhorfendur veltu því þó fyrir sér hvort hann væri að fylgja öðru líffæri. View this post on Instagram A post shared by The Bachelor (@bachelorabc) Fetaði í fótspor Colton og sendi þær heim Clayton reyndi þá ásamt kynni þáttanna að fá Susie til þess að hitta sig og fjölskyldu sína en hún hafði ekki mikinn áhuga á því. Hún mætti þó, hitti Clayton og dró hann til hliðar frá foreldrunum. Hún sagði að henni liði eins og hann hafi komið fram við sig eins og flækingshund sem hafi villst inn á heimilið hans og hann hafi reynt að koma út. Hún sagðist ekki skilja hvernig maðurinn hafi getað komið svona fram við sig og afþakkaði boðið um ástarsamband pent. „Hamingja mín er hjá Susie á þessum tímapunkti“ sagði piparsveinninn þó eftir samskiptin og gat ekki séð framtíðina fyrir sér með Rachel né Gabby og fannst hann skulda þeim að senda þær heim. View this post on Instagram A post shared by The Bachelor (@bachelorabc) Hópaði þeim saman og hætti með þeim Þegar Clayton stóð frammi fyrir því að senda þær heim fannst honum frábær hugmynd að spara tíma og segja þeim báðum í einu frá því að hann elskaði Susie mest. „Hjartað mitt er ekki lengur hér, það er hjá Susie,“ sagði hann og bætti við að það væri ekki hægt að vera ástfangin að þremur konum eins og hann hafði sagst vera. Konurnar voru agndofa og fannst furðulegt að hann hafi grátbeðið þær um að vera áfram tveimur dögum áður til þess að hópa þeim svo saman og senda þær heim. View this post on Instagram A post shared by Susie Evans (@susiecevans) Dramatísk kveðjurstund Gabby var ekkert að flækja hlutina og sagðist vera orðlaus og hefði ekkert meira að segja en það og gekk út. Clayton hljóp á eftir henni og þá náði hún að segja honum hvað hefði betur mátt fara eins og til dæmis hefði hann getað sleppt því að grátbiðja þær um að vera áfram og hætta svo með þeim í hóp. Clayton fór aftur inn þar sem Rachel beið mjög sár út í Clayton. Hún trúði því ekki að hann ætlaði að senda sig í burtu í bílnum. Rachel sagði hann hafa gefist upp á þeim og ekki barist fyrir sambandinu eins og hann sagðist ætla að gera. „þetta mun ásækja þig að hafa sleppt mér,“ bætti hún við og var mjög leið í bílnum eftir sambandsslitin. View this post on Instagram A post shared by Bachelor Nation (@bachelornation) Vildi ekki vera með Clayton Clayton fór beint í það að skrifa bréf til Susie sem var sent til hennar á hótelherberginu og hún beðin um að hitta hann á síðustu rósaafhendingunni. Þar beið Clayton hennar með hring og fögur orð. „Ég vil þetta og ég sé það með þér, að vaxa, eignast fjölskyldu og fara í gegnum öll stig lífsins saman,“ sagði hann í von um ást. Susie var sammála um að þau væru með góða tengingu en fannst hann ekki bera sömu ást til sín og hún bar til hans. View this post on Instagram A post shared by The Bachelor (@bachelorabc) „Ég held að ég sé ekki þín manneskja og ég held að þú sért ekki mín,“ sagði Susie og ákvað að vilja ekki reyna á sambandið. Íslenska loftið virðist ekki hafa verið nóg til að bjarga ástinni og fóru Clayton og Susie frá Íslandi í sitthvoru lagi. Þetta var í fyrsta skipti í sögu þáttanna sem piparsveinninn fær höfnun á lokadeginum með hringinn. Rachel og Gabby er ekki skemmt Í þættinum fengum við að sjá þar sem Rachel og Gabby hittu Clayton aftur eftir að hann sendi þær heim og segjast þær báðar hafa verið ástfangnar að honum. Gabby segir að þegar hún horfi til baka hafi manneskjan sem hún var ástfangin að ekki verið til. View this post on Instagram A post shared by Clayton Echard (@claytonechard) Þeim fannst þær vera algjörlega vanvirtar í þáttunum og eru ekki ánægðar með vinnubrögð Claytons í leit að ástinni. Rachel segir hann hafa verið sjálfselskan í leitinni og hún og Gabby hafi orðið ófyrirséður skaði. „Þú sagðir ég væri fyrsta manneskjan sem þú sagðist elska í sex ár“ sagði Rachel og bætti við stórri spurningu „sagðirðu það við mig afþví að þú vildir sofa hjá mér?“ Clayton segir að sú hafi ekki verið raunin. View this post on Instagram A post shared by Rachel Recchia (@pilot.rachel) Nýja heimasætan er tvöföld Þar sem Clayton skildi eftir sviðna jörð og tvö brotin hjörtu fannst skipuleggjendum þáttanna liggja beinast við velja ekki eina heldur tvær heimsætur! Þetta fyrirkomulag hefur aldrei verið áður og verður spennandi að fylgjast með þeim fara í gegnum verkefnið saman. Fyrirkomulafið sem er framundan með tvær heimasætur er ekki komið á hreint en það ætti að vera tvöfalt drama miðað við það sem við þekkjum í dag. View this post on Instagram A post shared by Bachelor Nation (@bachelornation) Clayton og Susie sitja upp í tré Í dag virðist Susie búin að komast yfir allt það sem gekk á hér á Íslandi og birtist í lok þáttarins og sagði Clayton vera kærastann sinn. Hún er búin að komast að því hvernig manneskja Clayton er og virðist hann vera manneskja sem hún sér framtíðina með. „Það kom mér algjörlega í opna skjöldu sem gerðist á Íslandi svo ég þurfti að taka tíma fyrir mig og komast til botns í því hver Clayton er sem manneskja.“ Sagði Susie í samtali við People tölublaðið eftir að lokaþátturinn fór í loftið. Clayton er núna búinn að hætta í vinnunni sinni og selja íbúðina sína til að flytja til Susie í Virginu sem er heimabær hennar. Það verður áhugavert að fylgjst með sambandinu þróast og spurning hvort að þau komi aftur til Íslands í framtíðinni og þá jafnvel í brúðkaupsferð ef ástin endist. View this post on Instagram A post shared by Clayton Echard (@claytonechard) Ástin og lífið Bíó og sjónvarp Harpa Sky Lagoon Tengdar fréttir Horfðu á Bachelor úti í vitlausu veðri: „Ég vona að Clayton sjái þetta“ Tvö hundruð ofuraðdáendur bandarísku raunveruleikaþáttanna The Bachelor gátu vart haldið augunum opnum vegna veðurofsa á Kársnesinu fyrr í kvöld, þar sem þeir voru saman komnir í Sky Lagoon til að horfa á nýjasta þátt seríunnar. 9. mars 2022 22:00 Næsti Bachelor mættur til Íslands á lokastefnumótin sín Tökulið frá Bandaríkjunum er nú á landinu að taka upp næstu seríu af The Bachelor. Piparsveinninn sjálfur er hér staddur ásamt þremur dömum. 18. nóvember 2021 16:31 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Blaðamaður vill ítreka að hér koma fram upplýsingar út þáttunum þannig að ef einhver hefur ekki áhuga á því að sjá slíkar upplýsingar er þeim ráðlagt að lesa ekki fréttina. Neðst í fréttinni kemur fram hver verður nýja heimasætan. *Höskuldarviðvörun* View this post on Instagram A post shared by The Bachelor (@bachelorabc) Susie upplifði ekki sjóðandi svítu Í tvöföldum lokaþætti sem tekinn var upp á Íslandi kom í ljós hvaða kona hafði sigrað hug og hjarta Claytons. Keppendurnir fóru meðal annars á stefnumót í Perlunni og Sky Lagoon og svo voru rósirnar afhentar í Hörpu. Í fyrri lokaþættinum hafði Susie Evans farið heim eftir að hún komst að því að Clayton hafði notið ásta með hinum tveimur keppendunum sem voru eftir. Þar að auki hafði hann tjáð þeim öllum að hann væri ástfanginn að þeim en ekki aðeins henni einni. View this post on Instagram A post shared by The Bachelor (@bachelorabc) Eftir stóðu tvær Þær sem eftir stóðu að lokum voru þær Rachel Recchi og Gabby Windley sem eins og áður sagði voru orðnar nánar Clayton. Hann hafði tilkynnt þeim það í fyrri lokaþættinum, þar sem þau stóðu í Hörpu, að hann væri ástfanginn að þeim báðum og hafði notið ásta með þeim báðum. Hann sagði þeim einnig að hann væri ástfanginn að Susie sem væri farin. Konunum var ekki skemmt og var tilkynning kappans uppspretta mikils táraflóðs sem ómaði um Hörpu. Hann hughreysti þær þó með orðunum: „Sú sem ég vel elska ég mest.“ View this post on Instagram A post shared by The Bachelor (@bachelorabc) Orðin ásamt því að lofa öllu fögru virtist nóg til að sannfæra dömurnar um að halda áfram í þessu ferðalagi að ástinni og hitta foreldra hans. Fjölskyldan hans var fljót að segja honum að hann hefði algjörlega klúðrað málunum með því að hafa of gaman í fantasíu svítunum. Þrátt fyrir það gekk allt eftir óskum þegar þau hittu konurnar og voru bæði Rachel og Gabby tilbúnar fyrir framtíðina með honum þrátt fyrir það sem áður hafði gengið á. View this post on Instagram A post shared by Bachelor Nation (@bachelornation) Fjarlægðin gerir fjöllin blá Eftir að konurnar höfðu hitt fjölskylduna og allt leit vel út kom dramatísk stund. Þar tilkynnti Clayton fjölskyldunni sinni að hann héldi að konan sem hann vildi virkilega vera með væri engin önnur en Susie sem var farin heim. Mamma hans spurði hann þá afhverju hann hafi notið ásta með hinum konunum ef Susie væri sú eina sanna og Clayton virtist ekki hafa neitt ákveðið svar við því annað en hann væri að fylgja hjartanu. Áhorfendur veltu því þó fyrir sér hvort hann væri að fylgja öðru líffæri. View this post on Instagram A post shared by The Bachelor (@bachelorabc) Fetaði í fótspor Colton og sendi þær heim Clayton reyndi þá ásamt kynni þáttanna að fá Susie til þess að hitta sig og fjölskyldu sína en hún hafði ekki mikinn áhuga á því. Hún mætti þó, hitti Clayton og dró hann til hliðar frá foreldrunum. Hún sagði að henni liði eins og hann hafi komið fram við sig eins og flækingshund sem hafi villst inn á heimilið hans og hann hafi reynt að koma út. Hún sagðist ekki skilja hvernig maðurinn hafi getað komið svona fram við sig og afþakkaði boðið um ástarsamband pent. „Hamingja mín er hjá Susie á þessum tímapunkti“ sagði piparsveinninn þó eftir samskiptin og gat ekki séð framtíðina fyrir sér með Rachel né Gabby og fannst hann skulda þeim að senda þær heim. View this post on Instagram A post shared by The Bachelor (@bachelorabc) Hópaði þeim saman og hætti með þeim Þegar Clayton stóð frammi fyrir því að senda þær heim fannst honum frábær hugmynd að spara tíma og segja þeim báðum í einu frá því að hann elskaði Susie mest. „Hjartað mitt er ekki lengur hér, það er hjá Susie,“ sagði hann og bætti við að það væri ekki hægt að vera ástfangin að þremur konum eins og hann hafði sagst vera. Konurnar voru agndofa og fannst furðulegt að hann hafi grátbeðið þær um að vera áfram tveimur dögum áður til þess að hópa þeim svo saman og senda þær heim. View this post on Instagram A post shared by Susie Evans (@susiecevans) Dramatísk kveðjurstund Gabby var ekkert að flækja hlutina og sagðist vera orðlaus og hefði ekkert meira að segja en það og gekk út. Clayton hljóp á eftir henni og þá náði hún að segja honum hvað hefði betur mátt fara eins og til dæmis hefði hann getað sleppt því að grátbiðja þær um að vera áfram og hætta svo með þeim í hóp. Clayton fór aftur inn þar sem Rachel beið mjög sár út í Clayton. Hún trúði því ekki að hann ætlaði að senda sig í burtu í bílnum. Rachel sagði hann hafa gefist upp á þeim og ekki barist fyrir sambandinu eins og hann sagðist ætla að gera. „þetta mun ásækja þig að hafa sleppt mér,“ bætti hún við og var mjög leið í bílnum eftir sambandsslitin. View this post on Instagram A post shared by Bachelor Nation (@bachelornation) Vildi ekki vera með Clayton Clayton fór beint í það að skrifa bréf til Susie sem var sent til hennar á hótelherberginu og hún beðin um að hitta hann á síðustu rósaafhendingunni. Þar beið Clayton hennar með hring og fögur orð. „Ég vil þetta og ég sé það með þér, að vaxa, eignast fjölskyldu og fara í gegnum öll stig lífsins saman,“ sagði hann í von um ást. Susie var sammála um að þau væru með góða tengingu en fannst hann ekki bera sömu ást til sín og hún bar til hans. View this post on Instagram A post shared by The Bachelor (@bachelorabc) „Ég held að ég sé ekki þín manneskja og ég held að þú sért ekki mín,“ sagði Susie og ákvað að vilja ekki reyna á sambandið. Íslenska loftið virðist ekki hafa verið nóg til að bjarga ástinni og fóru Clayton og Susie frá Íslandi í sitthvoru lagi. Þetta var í fyrsta skipti í sögu þáttanna sem piparsveinninn fær höfnun á lokadeginum með hringinn. Rachel og Gabby er ekki skemmt Í þættinum fengum við að sjá þar sem Rachel og Gabby hittu Clayton aftur eftir að hann sendi þær heim og segjast þær báðar hafa verið ástfangnar að honum. Gabby segir að þegar hún horfi til baka hafi manneskjan sem hún var ástfangin að ekki verið til. View this post on Instagram A post shared by Clayton Echard (@claytonechard) Þeim fannst þær vera algjörlega vanvirtar í þáttunum og eru ekki ánægðar með vinnubrögð Claytons í leit að ástinni. Rachel segir hann hafa verið sjálfselskan í leitinni og hún og Gabby hafi orðið ófyrirséður skaði. „Þú sagðir ég væri fyrsta manneskjan sem þú sagðist elska í sex ár“ sagði Rachel og bætti við stórri spurningu „sagðirðu það við mig afþví að þú vildir sofa hjá mér?“ Clayton segir að sú hafi ekki verið raunin. View this post on Instagram A post shared by Rachel Recchia (@pilot.rachel) Nýja heimasætan er tvöföld Þar sem Clayton skildi eftir sviðna jörð og tvö brotin hjörtu fannst skipuleggjendum þáttanna liggja beinast við velja ekki eina heldur tvær heimsætur! Þetta fyrirkomulag hefur aldrei verið áður og verður spennandi að fylgjast með þeim fara í gegnum verkefnið saman. Fyrirkomulafið sem er framundan með tvær heimasætur er ekki komið á hreint en það ætti að vera tvöfalt drama miðað við það sem við þekkjum í dag. View this post on Instagram A post shared by Bachelor Nation (@bachelornation) Clayton og Susie sitja upp í tré Í dag virðist Susie búin að komast yfir allt það sem gekk á hér á Íslandi og birtist í lok þáttarins og sagði Clayton vera kærastann sinn. Hún er búin að komast að því hvernig manneskja Clayton er og virðist hann vera manneskja sem hún sér framtíðina með. „Það kom mér algjörlega í opna skjöldu sem gerðist á Íslandi svo ég þurfti að taka tíma fyrir mig og komast til botns í því hver Clayton er sem manneskja.“ Sagði Susie í samtali við People tölublaðið eftir að lokaþátturinn fór í loftið. Clayton er núna búinn að hætta í vinnunni sinni og selja íbúðina sína til að flytja til Susie í Virginu sem er heimabær hennar. Það verður áhugavert að fylgjst með sambandinu þróast og spurning hvort að þau komi aftur til Íslands í framtíðinni og þá jafnvel í brúðkaupsferð ef ástin endist. View this post on Instagram A post shared by Clayton Echard (@claytonechard)
Ástin og lífið Bíó og sjónvarp Harpa Sky Lagoon Tengdar fréttir Horfðu á Bachelor úti í vitlausu veðri: „Ég vona að Clayton sjái þetta“ Tvö hundruð ofuraðdáendur bandarísku raunveruleikaþáttanna The Bachelor gátu vart haldið augunum opnum vegna veðurofsa á Kársnesinu fyrr í kvöld, þar sem þeir voru saman komnir í Sky Lagoon til að horfa á nýjasta þátt seríunnar. 9. mars 2022 22:00 Næsti Bachelor mættur til Íslands á lokastefnumótin sín Tökulið frá Bandaríkjunum er nú á landinu að taka upp næstu seríu af The Bachelor. Piparsveinninn sjálfur er hér staddur ásamt þremur dömum. 18. nóvember 2021 16:31 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Horfðu á Bachelor úti í vitlausu veðri: „Ég vona að Clayton sjái þetta“ Tvö hundruð ofuraðdáendur bandarísku raunveruleikaþáttanna The Bachelor gátu vart haldið augunum opnum vegna veðurofsa á Kársnesinu fyrr í kvöld, þar sem þeir voru saman komnir í Sky Lagoon til að horfa á nýjasta þátt seríunnar. 9. mars 2022 22:00
Næsti Bachelor mættur til Íslands á lokastefnumótin sín Tökulið frá Bandaríkjunum er nú á landinu að taka upp næstu seríu af The Bachelor. Piparsveinninn sjálfur er hér staddur ásamt þremur dömum. 18. nóvember 2021 16:31