Við þurfum jöfn tækifæri fyrir börnin í borginni Sandra Hlíf Ocares skrifar 16. mars 2022 14:00 Jöfn tækifæri fyrir öll börn er ekki aðeins réttlætismál hvers samfélags heldur hafa þau líka efnahagslega þýðingu. Samfélag sem gefur öllum börnum tækifæri á að nýta hæfileika sína nýtir mannauð sinn betur og skapar bæði einstaklingum og samfélagi meiri verðmæti. Undanfarið hefur verið fjallað um nýja skýrslu sem nefnist Félagsleg og efnahagsleg staða og brotthvarf úr íslenskum framhaldsskólum enda niðurstöðurnar sláandi. Hvergi á Norðurlöndum er brottfall úr framhaldsskólum meira en hér á landi. Niðurstöðurnar þykja birtingarmynd ójafnra tækifæra í íslensku samfélagi. Þessu verðum við að bregðast hratt við enda er kostnaður einstaklinga og samfélags af þessu mikill því mun meiri hætta er á að ungt fólk án framhaldsskólamenntunar glími við atvinnuleysi og sé því hvorki í skóla né vinnu með tilheyrandi félagslegri einangrun. Með því skapast einnig hætta á að það geti seinna meir ekki skapað börnum sínum þá framtíð sem það hefði óskað þeim. Við höfum ekki efni á að bregðast ekki við Hætta er á að staðan geti verið að versna enn frekar. Ungmenni samtímans hafa gengið í gegnum mikla einangrun vegna Covid 19 og því miður eru ekki bjartir tímar framundan ef litið er til þess sem er að gerast í Evrópu um þessar mundir. Íslendingar hafa ekki efni á að grípa ekki inn í þessa stöðu og það er ekki hægt að velta ábyrgðinni yfir á framhaldsskólana eina. Vandi þessara barna byrjar mun fyrr og grefur helst um sig í grunnskólum en verður ekki sýnilegur fyrr en í framhaldsskóla. Félagsleg fjárfesting sem borgar sig Sveitarfélög bera ábyrgð á leik- og grunnskólastiginu og eiga og verða að grípa inn í þessa þróun. Viðbrögð við þessari alvarlegu stöðu eru félagsleg fjárfesting sem mun borga sig margfalt til baka en kosta ómælt tjón ef ekki er brugðist við. Meirihlutinn í Reykjavík hefur ekki tekið forystu í málum barna, stór hluti þess vanda sem upp er kominn skrifast á metnaðarleysi borgarinnar í skólamálum. Tökum til í borginni, bætum skólakerfið og veitum öllum börnum borgarinnar jöfn tækifæri. Höfundur býður sig fram í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra Hlíf Ocares Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Jöfn tækifæri fyrir öll börn er ekki aðeins réttlætismál hvers samfélags heldur hafa þau líka efnahagslega þýðingu. Samfélag sem gefur öllum börnum tækifæri á að nýta hæfileika sína nýtir mannauð sinn betur og skapar bæði einstaklingum og samfélagi meiri verðmæti. Undanfarið hefur verið fjallað um nýja skýrslu sem nefnist Félagsleg og efnahagsleg staða og brotthvarf úr íslenskum framhaldsskólum enda niðurstöðurnar sláandi. Hvergi á Norðurlöndum er brottfall úr framhaldsskólum meira en hér á landi. Niðurstöðurnar þykja birtingarmynd ójafnra tækifæra í íslensku samfélagi. Þessu verðum við að bregðast hratt við enda er kostnaður einstaklinga og samfélags af þessu mikill því mun meiri hætta er á að ungt fólk án framhaldsskólamenntunar glími við atvinnuleysi og sé því hvorki í skóla né vinnu með tilheyrandi félagslegri einangrun. Með því skapast einnig hætta á að það geti seinna meir ekki skapað börnum sínum þá framtíð sem það hefði óskað þeim. Við höfum ekki efni á að bregðast ekki við Hætta er á að staðan geti verið að versna enn frekar. Ungmenni samtímans hafa gengið í gegnum mikla einangrun vegna Covid 19 og því miður eru ekki bjartir tímar framundan ef litið er til þess sem er að gerast í Evrópu um þessar mundir. Íslendingar hafa ekki efni á að grípa ekki inn í þessa stöðu og það er ekki hægt að velta ábyrgðinni yfir á framhaldsskólana eina. Vandi þessara barna byrjar mun fyrr og grefur helst um sig í grunnskólum en verður ekki sýnilegur fyrr en í framhaldsskóla. Félagsleg fjárfesting sem borgar sig Sveitarfélög bera ábyrgð á leik- og grunnskólastiginu og eiga og verða að grípa inn í þessa þróun. Viðbrögð við þessari alvarlegu stöðu eru félagsleg fjárfesting sem mun borga sig margfalt til baka en kosta ómælt tjón ef ekki er brugðist við. Meirihlutinn í Reykjavík hefur ekki tekið forystu í málum barna, stór hluti þess vanda sem upp er kominn skrifast á metnaðarleysi borgarinnar í skólamálum. Tökum til í borginni, bætum skólakerfið og veitum öllum börnum borgarinnar jöfn tækifæri. Höfundur býður sig fram í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar