Stefna á að allir bílar fari út á laugardag til að tæma pappa og plast Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. mars 2022 16:26 Mikið álag hefur verið á sorphirðu í borginni allt frá áramótum og hafa bláu og grænu tunnurnar til að mynda ekki verið tæmdar vikum saman. Vísir/Vilhelm Sorphirða í Reykjavík er talsvert á eftir áætlun vegna ýmissa þátta, þar á meðal veðurs og veikinda starfsmanna, en verið er að vinna upp tafirnar. Hirða á pappa og plasti hefur legið niðri undanfarnar vikur en er nú aftur komin í gang. Reiknað er með að það taki þrjár vikur að ná áætlun í allri borginni. Í skriflegu svari skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að staðan á almennu sorpi í gráu tunnunni sé góð og er hirðan á henni á áætlun samkvæmt sorphirðudagatali. Áhersla hefur verið lögð á að tæma gráu tunnurnar, í ljósi eðli úrgangsins, en hirða á endurvinnsluefni hófst á nýjan leik í gær eftir að hafa legið niðri í nokkurn tíma. „Á laugardaginn stefnum við að því að allir bílar fari að tæma plast og pappír til að komast sem fyrst á áætlun samkvæmt sorphirðudagatali. Búast má við að það geti tekið allt að þremur vikum að ná áætlun í allri borginni,“ segir í svarinu. Borgin segir íbúa hafa tekið vel í ákall þeirra um að moka og hálkuverja og segjast þakklát fyrir það en þó er enn nokkuð um staði þar sem ekki aðgengi hefur ekki verið lagað og starfsmenn því ekki komist að til að losa. Hafa aukið mannskap og lengt vinnudagana Mikið álag hefur verið á sorphirðu í borginni allt frá áramótum, ýmist vegna veikinda, veðurs eða bilana, en til að bregðast við stöðunni hafa starfsmenn unnið lengur virka daga og unnið nær alla laugardaga frá því fyrir jól. Þá hefur verið bætt við mannskap en fimmtán prósent fleiri vinna við hirðu nú en í janúar. Veðurviðvaranir hafa verið tíðar undanfarnar vikur, til að mynda voru gular viðvaranir gefnar út fyrir daginn í dag, en vont veður tefur hirðuna enn frekar. Þannig hefur snjórinn á höfuðborgarsvæðinu í morgun flækt stöðuna. „Sorphirðan hefur verið að störfum í dag, en það tekur allt lengri tíma í svona veðri en þegar vel viðrar. Veðrið hafði líka áhrif á tæmingu á grenndargámum í dag,“ segir í svari skrifstofunnar. Verktaki sem sinnir því verki verður við vinnu fram á kvöld en ekki er hægt að tæma þá í roki. Reykjavík Veður Umhverfismál Sorpa Tengdar fréttir Reykvíkingar fara sjálfir með ruslið í aftakaveðri Sorphirða í Reykjavík er í sögulegum ólestri - pappír og plasttunnur hafa flestar ekki verið tæmdar í tæpar sjö vikur. Skýringin: Röð óheppilegra atvika. 14. mars 2022 23:08 Sorphirða í borginni á eftir áætlun vegna tíðarfars og veikinda Borgarbúar hafa margir hverjir orðið varir við tafir á sorphirðu í Reykjavík en ýmsir þættir spila þar inn í, svo sem veður og Covid veikindi. Upplýsingafulltrúi hjá borginni segir starfsfólk vinna eftir fremsta megni við að koma sorphirðunni aftur á áætlun en ákveðnir óvissuþættir eru enn til staðar. 1. mars 2022 15:38 Fólk hringir og kvartar undan fjölda viðvarana Hver lægðin á fætur annarri hefur gengið yfir landið síðustu vikur og á morgun eru gular veðurviðvaranir á landinu öllu. Dæmi eru um að fólk hafi hringt á Veðurstofuna og kvartað yfir fjölda viðvarana. 16. mars 2022 21:56 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Í skriflegu svari skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að staðan á almennu sorpi í gráu tunnunni sé góð og er hirðan á henni á áætlun samkvæmt sorphirðudagatali. Áhersla hefur verið lögð á að tæma gráu tunnurnar, í ljósi eðli úrgangsins, en hirða á endurvinnsluefni hófst á nýjan leik í gær eftir að hafa legið niðri í nokkurn tíma. „Á laugardaginn stefnum við að því að allir bílar fari að tæma plast og pappír til að komast sem fyrst á áætlun samkvæmt sorphirðudagatali. Búast má við að það geti tekið allt að þremur vikum að ná áætlun í allri borginni,“ segir í svarinu. Borgin segir íbúa hafa tekið vel í ákall þeirra um að moka og hálkuverja og segjast þakklát fyrir það en þó er enn nokkuð um staði þar sem ekki aðgengi hefur ekki verið lagað og starfsmenn því ekki komist að til að losa. Hafa aukið mannskap og lengt vinnudagana Mikið álag hefur verið á sorphirðu í borginni allt frá áramótum, ýmist vegna veikinda, veðurs eða bilana, en til að bregðast við stöðunni hafa starfsmenn unnið lengur virka daga og unnið nær alla laugardaga frá því fyrir jól. Þá hefur verið bætt við mannskap en fimmtán prósent fleiri vinna við hirðu nú en í janúar. Veðurviðvaranir hafa verið tíðar undanfarnar vikur, til að mynda voru gular viðvaranir gefnar út fyrir daginn í dag, en vont veður tefur hirðuna enn frekar. Þannig hefur snjórinn á höfuðborgarsvæðinu í morgun flækt stöðuna. „Sorphirðan hefur verið að störfum í dag, en það tekur allt lengri tíma í svona veðri en þegar vel viðrar. Veðrið hafði líka áhrif á tæmingu á grenndargámum í dag,“ segir í svari skrifstofunnar. Verktaki sem sinnir því verki verður við vinnu fram á kvöld en ekki er hægt að tæma þá í roki.
Reykjavík Veður Umhverfismál Sorpa Tengdar fréttir Reykvíkingar fara sjálfir með ruslið í aftakaveðri Sorphirða í Reykjavík er í sögulegum ólestri - pappír og plasttunnur hafa flestar ekki verið tæmdar í tæpar sjö vikur. Skýringin: Röð óheppilegra atvika. 14. mars 2022 23:08 Sorphirða í borginni á eftir áætlun vegna tíðarfars og veikinda Borgarbúar hafa margir hverjir orðið varir við tafir á sorphirðu í Reykjavík en ýmsir þættir spila þar inn í, svo sem veður og Covid veikindi. Upplýsingafulltrúi hjá borginni segir starfsfólk vinna eftir fremsta megni við að koma sorphirðunni aftur á áætlun en ákveðnir óvissuþættir eru enn til staðar. 1. mars 2022 15:38 Fólk hringir og kvartar undan fjölda viðvarana Hver lægðin á fætur annarri hefur gengið yfir landið síðustu vikur og á morgun eru gular veðurviðvaranir á landinu öllu. Dæmi eru um að fólk hafi hringt á Veðurstofuna og kvartað yfir fjölda viðvarana. 16. mars 2022 21:56 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Reykvíkingar fara sjálfir með ruslið í aftakaveðri Sorphirða í Reykjavík er í sögulegum ólestri - pappír og plasttunnur hafa flestar ekki verið tæmdar í tæpar sjö vikur. Skýringin: Röð óheppilegra atvika. 14. mars 2022 23:08
Sorphirða í borginni á eftir áætlun vegna tíðarfars og veikinda Borgarbúar hafa margir hverjir orðið varir við tafir á sorphirðu í Reykjavík en ýmsir þættir spila þar inn í, svo sem veður og Covid veikindi. Upplýsingafulltrúi hjá borginni segir starfsfólk vinna eftir fremsta megni við að koma sorphirðunni aftur á áætlun en ákveðnir óvissuþættir eru enn til staðar. 1. mars 2022 15:38
Fólk hringir og kvartar undan fjölda viðvarana Hver lægðin á fætur annarri hefur gengið yfir landið síðustu vikur og á morgun eru gular veðurviðvaranir á landinu öllu. Dæmi eru um að fólk hafi hringt á Veðurstofuna og kvartað yfir fjölda viðvarana. 16. mars 2022 21:56