„Út í hött að bera mig saman við Messi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2022 15:01 Óhætt er að segja að menn hjá Barcelona séu spenntir fyrir framtíðinni með Pedro „Pedri“ Gonzalez. Getty/Eric Alonso Hver þarf Messi þegar þú ert með þennan strák? Það er aftur komin mikil bjartsýni í herbúðir Barcelona eftir dimma daga undanfarin misseri. Einn af sólargeislunum er Pedri. Pedri minnti á Lionel Messi í gær þegar hann hjálpaði Barcelona að slá Galatasaray út úr sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Galatasaray hafði komist yfir í leiknum þegar Pedri tók til sinna ráða og skoraði jöfnunarmarkið eftir stórkostlegt einstaklingsframtak. Pierre-Emerick Aubameyang skoraði sigurmarkið í upphafi seinni hálfleiks. Það voru samt allir að tala um mark Pedri. Pedri is too cold pic.twitter.com/Yhz6NWgQ15— ESPN FC (@ESPNFC) March 17, 2022 Pedri fékk boltann í teignum og plataði tvo varnarmenn Galatasaray svo illa að þeir enduðu báðir á grasinu áður en strákurinn skoraði. Slík tilþrif í búningi Barcelona kalla náttúrulega bara á eina samlíkingu. „Ekki sjens,“ voru fyrstu viðbrögð Pedri þegar blaðamenn fóru að bera hann saman við Messi. Pedri isn't here for the Messi comparisons pic.twitter.com/qtvU5z9NYv— ESPN FC (@ESPNFC) March 17, 2022 „Messi hefur skorað miklu betri mörk. Það er út í hött að bera mig saman við Messi,“ sagði Pedri. „Ég man eiginlega ekki eftir markinu svo ég verð að horfa á það aftur. Þetta er samt örugglega eitt fallegasta markið sem ég hef skorað. Hlutirnir koma bara til mín á fótboltavellinum og ég er heppinn að þurfa ekki að hugsa mikið,“ sagði Pedri. "I'll have to watch it again." @Pedri on his spectacular game-tying goal pic.twitter.com/c3CgzufeAE— FC Barcelona (@FCBarcelona) March 18, 2022 Það er kannski það magnaðast við strákinn að hann spilar leikinn af tilfinningu og allt kemur til hans náttúrulega. Þjálfari hans Xavi Hernandez hrósaði markinu. „Þetta er mikilfenglegt mark. Það er virkilega fallegt. Pedri getur þetta og svo mikið meira. Hann er enn bara nítján ára gamall. Þvílík forréttindi að hafa hann. Ég gæti ekki hrósað honum meira,“ sagði Xavi. Spænski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Sviss - Ísland | Þjóðadeildin hefst gegn EM andstæðingi Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Sjá meira
Pedri minnti á Lionel Messi í gær þegar hann hjálpaði Barcelona að slá Galatasaray út úr sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Galatasaray hafði komist yfir í leiknum þegar Pedri tók til sinna ráða og skoraði jöfnunarmarkið eftir stórkostlegt einstaklingsframtak. Pierre-Emerick Aubameyang skoraði sigurmarkið í upphafi seinni hálfleiks. Það voru samt allir að tala um mark Pedri. Pedri is too cold pic.twitter.com/Yhz6NWgQ15— ESPN FC (@ESPNFC) March 17, 2022 Pedri fékk boltann í teignum og plataði tvo varnarmenn Galatasaray svo illa að þeir enduðu báðir á grasinu áður en strákurinn skoraði. Slík tilþrif í búningi Barcelona kalla náttúrulega bara á eina samlíkingu. „Ekki sjens,“ voru fyrstu viðbrögð Pedri þegar blaðamenn fóru að bera hann saman við Messi. Pedri isn't here for the Messi comparisons pic.twitter.com/qtvU5z9NYv— ESPN FC (@ESPNFC) March 17, 2022 „Messi hefur skorað miklu betri mörk. Það er út í hött að bera mig saman við Messi,“ sagði Pedri. „Ég man eiginlega ekki eftir markinu svo ég verð að horfa á það aftur. Þetta er samt örugglega eitt fallegasta markið sem ég hef skorað. Hlutirnir koma bara til mín á fótboltavellinum og ég er heppinn að þurfa ekki að hugsa mikið,“ sagði Pedri. "I'll have to watch it again." @Pedri on his spectacular game-tying goal pic.twitter.com/c3CgzufeAE— FC Barcelona (@FCBarcelona) March 18, 2022 Það er kannski það magnaðast við strákinn að hann spilar leikinn af tilfinningu og allt kemur til hans náttúrulega. Þjálfari hans Xavi Hernandez hrósaði markinu. „Þetta er mikilfenglegt mark. Það er virkilega fallegt. Pedri getur þetta og svo mikið meira. Hann er enn bara nítján ára gamall. Þvílík forréttindi að hafa hann. Ég gæti ekki hrósað honum meira,“ sagði Xavi.
Spænski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Sviss - Ísland | Þjóðadeildin hefst gegn EM andstæðingi Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Sjá meira