Sameining háskólasamfélagsins Auður Eir Sigurðardóttir skrifar 20. mars 2022 14:00 Þann 22. desember síðastliðinn undirrituðu ríkið og Félagsstofnun stúdenta samning um kaup á Bændahöllinni sem héðan í frá verður nýtt fyrir starfsemi Háskóla Íslands og stúdentaíbúðir. Um er að ræða mikið fagnaðarefni enda hafa fulltrúar Röskvu í Stúdentaráði beitt sér fyrir því að þessi kaup verði að veruleika. Í raun er verið að slá tvær flugur í einu höggi með því að tryggja húsnæði á háskólasvæðinu þannig að á tiltölulega stuttum tíma verði bæði hægt að fjölga stúdentaíbúðum og flytja starfsemi Menntavísindasviðs úr Stakkahlíð og yfir á háskólasvæðið. Kennaraháskóli Íslands sameinaðist Háskóla Íslands árið 2008 og varð að Menntavísindasviði HÍ, starfsemi sviðsins hefur þó síðan þá verið í húsnæði gamla Kennaraháskólans í Stakkahlíð og hafa nemendur sviðsins því ekki alltaf upplifað sig sem hluta af sömu heild og nemendur annarra sviða. Þessi staðsetning hefur einnig gert það að verkum að hópur nemenda þarf að sækja kennslustundir annars vegar í Stakkahlíð og hinsvegar í Vatnsmýrinni með allt niður í tíu mínútna millibili sem gerir það nánast ómögulegt að sinna náminu án þess að vera á bíl. Slíkt samræmist engan veginn 21. aldar hugmyndum um umhverfisvænar samgöngur og skipulag háskóla. Á Menntavísindasviði fer jafnframt fram kennsla og rannsóknir þvert á fræðigreinar og með flutningi sviðsins opnast nýir möguleikar fyrir samstarf þvert á svið. Þá mun Röskva einnig beita sér fyrir bættu aðgengi í nýju húsnæði menntavísindasviðs þar sem slíkt var ábótavant í húsnæði gamla Kennaraháskólans. Einnig má nefna að bygging Menntavísindasviðs í Stakkahlíð er orðin lúin og hafa nemendur hafa kvartað undan myglu og lélegs skipulags húsnæðisins. Núverandi staðsetning húsnæðis menntavísindasviðs er ekki ákjósanleg og eiga nemendur á sviðinu þess síður kost á að taka þátt í fjölbreyttu félagslífi háskólans. Það er þeim sem dæmi ekki eins auðvelt að kíkja á kjallarann í kaffi eða bjór eftir langan skóladag. Sama gildir um ýmsa viðburði sem Háskólinn tekur að sér, eins og tónleika eða aðra menningarlega viðburði. Nemendur hafa ekki eins greiðan aðgang að háskólaræktinni, kórnum eða helstu þjónustu sem þau þurfa á að halda sem stúdentar þar sem slíkt er staðsett í Vatsmýrinni. Þetta er þó ekki aðeins missir fyrir nemendur á Menntavísindasviði heldur í raun missir fyrir alla nemendur þar sem þetta minnkar líkur á að kynnast þeim fjölbreyttu hópum sem koma af öllum sviðum. Því er það ekki aðeins stór sigur fyrir Menntavísindasvið að færa sig nær Háskólatorgi heldur stór sigur fyrir Háskóla Íslands sem heild. Höfundur er í 1. sæti fyrir Röskvu á menntavísindasviði fyrir kosningar til Stúdentaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 22. desember síðastliðinn undirrituðu ríkið og Félagsstofnun stúdenta samning um kaup á Bændahöllinni sem héðan í frá verður nýtt fyrir starfsemi Háskóla Íslands og stúdentaíbúðir. Um er að ræða mikið fagnaðarefni enda hafa fulltrúar Röskvu í Stúdentaráði beitt sér fyrir því að þessi kaup verði að veruleika. Í raun er verið að slá tvær flugur í einu höggi með því að tryggja húsnæði á háskólasvæðinu þannig að á tiltölulega stuttum tíma verði bæði hægt að fjölga stúdentaíbúðum og flytja starfsemi Menntavísindasviðs úr Stakkahlíð og yfir á háskólasvæðið. Kennaraháskóli Íslands sameinaðist Háskóla Íslands árið 2008 og varð að Menntavísindasviði HÍ, starfsemi sviðsins hefur þó síðan þá verið í húsnæði gamla Kennaraháskólans í Stakkahlíð og hafa nemendur sviðsins því ekki alltaf upplifað sig sem hluta af sömu heild og nemendur annarra sviða. Þessi staðsetning hefur einnig gert það að verkum að hópur nemenda þarf að sækja kennslustundir annars vegar í Stakkahlíð og hinsvegar í Vatnsmýrinni með allt niður í tíu mínútna millibili sem gerir það nánast ómögulegt að sinna náminu án þess að vera á bíl. Slíkt samræmist engan veginn 21. aldar hugmyndum um umhverfisvænar samgöngur og skipulag háskóla. Á Menntavísindasviði fer jafnframt fram kennsla og rannsóknir þvert á fræðigreinar og með flutningi sviðsins opnast nýir möguleikar fyrir samstarf þvert á svið. Þá mun Röskva einnig beita sér fyrir bættu aðgengi í nýju húsnæði menntavísindasviðs þar sem slíkt var ábótavant í húsnæði gamla Kennaraháskólans. Einnig má nefna að bygging Menntavísindasviðs í Stakkahlíð er orðin lúin og hafa nemendur hafa kvartað undan myglu og lélegs skipulags húsnæðisins. Núverandi staðsetning húsnæðis menntavísindasviðs er ekki ákjósanleg og eiga nemendur á sviðinu þess síður kost á að taka þátt í fjölbreyttu félagslífi háskólans. Það er þeim sem dæmi ekki eins auðvelt að kíkja á kjallarann í kaffi eða bjór eftir langan skóladag. Sama gildir um ýmsa viðburði sem Háskólinn tekur að sér, eins og tónleika eða aðra menningarlega viðburði. Nemendur hafa ekki eins greiðan aðgang að háskólaræktinni, kórnum eða helstu þjónustu sem þau þurfa á að halda sem stúdentar þar sem slíkt er staðsett í Vatsmýrinni. Þetta er þó ekki aðeins missir fyrir nemendur á Menntavísindasviði heldur í raun missir fyrir alla nemendur þar sem þetta minnkar líkur á að kynnast þeim fjölbreyttu hópum sem koma af öllum sviðum. Því er það ekki aðeins stór sigur fyrir Menntavísindasvið að færa sig nær Háskólatorgi heldur stór sigur fyrir Háskóla Íslands sem heild. Höfundur er í 1. sæti fyrir Röskvu á menntavísindasviði fyrir kosningar til Stúdentaráðs.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar