Sameining háskólasamfélagsins Auður Eir Sigurðardóttir skrifar 20. mars 2022 14:00 Þann 22. desember síðastliðinn undirrituðu ríkið og Félagsstofnun stúdenta samning um kaup á Bændahöllinni sem héðan í frá verður nýtt fyrir starfsemi Háskóla Íslands og stúdentaíbúðir. Um er að ræða mikið fagnaðarefni enda hafa fulltrúar Röskvu í Stúdentaráði beitt sér fyrir því að þessi kaup verði að veruleika. Í raun er verið að slá tvær flugur í einu höggi með því að tryggja húsnæði á háskólasvæðinu þannig að á tiltölulega stuttum tíma verði bæði hægt að fjölga stúdentaíbúðum og flytja starfsemi Menntavísindasviðs úr Stakkahlíð og yfir á háskólasvæðið. Kennaraháskóli Íslands sameinaðist Háskóla Íslands árið 2008 og varð að Menntavísindasviði HÍ, starfsemi sviðsins hefur þó síðan þá verið í húsnæði gamla Kennaraháskólans í Stakkahlíð og hafa nemendur sviðsins því ekki alltaf upplifað sig sem hluta af sömu heild og nemendur annarra sviða. Þessi staðsetning hefur einnig gert það að verkum að hópur nemenda þarf að sækja kennslustundir annars vegar í Stakkahlíð og hinsvegar í Vatnsmýrinni með allt niður í tíu mínútna millibili sem gerir það nánast ómögulegt að sinna náminu án þess að vera á bíl. Slíkt samræmist engan veginn 21. aldar hugmyndum um umhverfisvænar samgöngur og skipulag háskóla. Á Menntavísindasviði fer jafnframt fram kennsla og rannsóknir þvert á fræðigreinar og með flutningi sviðsins opnast nýir möguleikar fyrir samstarf þvert á svið. Þá mun Röskva einnig beita sér fyrir bættu aðgengi í nýju húsnæði menntavísindasviðs þar sem slíkt var ábótavant í húsnæði gamla Kennaraháskólans. Einnig má nefna að bygging Menntavísindasviðs í Stakkahlíð er orðin lúin og hafa nemendur hafa kvartað undan myglu og lélegs skipulags húsnæðisins. Núverandi staðsetning húsnæðis menntavísindasviðs er ekki ákjósanleg og eiga nemendur á sviðinu þess síður kost á að taka þátt í fjölbreyttu félagslífi háskólans. Það er þeim sem dæmi ekki eins auðvelt að kíkja á kjallarann í kaffi eða bjór eftir langan skóladag. Sama gildir um ýmsa viðburði sem Háskólinn tekur að sér, eins og tónleika eða aðra menningarlega viðburði. Nemendur hafa ekki eins greiðan aðgang að háskólaræktinni, kórnum eða helstu þjónustu sem þau þurfa á að halda sem stúdentar þar sem slíkt er staðsett í Vatsmýrinni. Þetta er þó ekki aðeins missir fyrir nemendur á Menntavísindasviði heldur í raun missir fyrir alla nemendur þar sem þetta minnkar líkur á að kynnast þeim fjölbreyttu hópum sem koma af öllum sviðum. Því er það ekki aðeins stór sigur fyrir Menntavísindasvið að færa sig nær Háskólatorgi heldur stór sigur fyrir Háskóla Íslands sem heild. Höfundur er í 1. sæti fyrir Röskvu á menntavísindasviði fyrir kosningar til Stúdentaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Þann 22. desember síðastliðinn undirrituðu ríkið og Félagsstofnun stúdenta samning um kaup á Bændahöllinni sem héðan í frá verður nýtt fyrir starfsemi Háskóla Íslands og stúdentaíbúðir. Um er að ræða mikið fagnaðarefni enda hafa fulltrúar Röskvu í Stúdentaráði beitt sér fyrir því að þessi kaup verði að veruleika. Í raun er verið að slá tvær flugur í einu höggi með því að tryggja húsnæði á háskólasvæðinu þannig að á tiltölulega stuttum tíma verði bæði hægt að fjölga stúdentaíbúðum og flytja starfsemi Menntavísindasviðs úr Stakkahlíð og yfir á háskólasvæðið. Kennaraháskóli Íslands sameinaðist Háskóla Íslands árið 2008 og varð að Menntavísindasviði HÍ, starfsemi sviðsins hefur þó síðan þá verið í húsnæði gamla Kennaraháskólans í Stakkahlíð og hafa nemendur sviðsins því ekki alltaf upplifað sig sem hluta af sömu heild og nemendur annarra sviða. Þessi staðsetning hefur einnig gert það að verkum að hópur nemenda þarf að sækja kennslustundir annars vegar í Stakkahlíð og hinsvegar í Vatnsmýrinni með allt niður í tíu mínútna millibili sem gerir það nánast ómögulegt að sinna náminu án þess að vera á bíl. Slíkt samræmist engan veginn 21. aldar hugmyndum um umhverfisvænar samgöngur og skipulag háskóla. Á Menntavísindasviði fer jafnframt fram kennsla og rannsóknir þvert á fræðigreinar og með flutningi sviðsins opnast nýir möguleikar fyrir samstarf þvert á svið. Þá mun Röskva einnig beita sér fyrir bættu aðgengi í nýju húsnæði menntavísindasviðs þar sem slíkt var ábótavant í húsnæði gamla Kennaraháskólans. Einnig má nefna að bygging Menntavísindasviðs í Stakkahlíð er orðin lúin og hafa nemendur hafa kvartað undan myglu og lélegs skipulags húsnæðisins. Núverandi staðsetning húsnæðis menntavísindasviðs er ekki ákjósanleg og eiga nemendur á sviðinu þess síður kost á að taka þátt í fjölbreyttu félagslífi háskólans. Það er þeim sem dæmi ekki eins auðvelt að kíkja á kjallarann í kaffi eða bjór eftir langan skóladag. Sama gildir um ýmsa viðburði sem Háskólinn tekur að sér, eins og tónleika eða aðra menningarlega viðburði. Nemendur hafa ekki eins greiðan aðgang að háskólaræktinni, kórnum eða helstu þjónustu sem þau þurfa á að halda sem stúdentar þar sem slíkt er staðsett í Vatsmýrinni. Þetta er þó ekki aðeins missir fyrir nemendur á Menntavísindasviði heldur í raun missir fyrir alla nemendur þar sem þetta minnkar líkur á að kynnast þeim fjölbreyttu hópum sem koma af öllum sviðum. Því er það ekki aðeins stór sigur fyrir Menntavísindasvið að færa sig nær Háskólatorgi heldur stór sigur fyrir Háskóla Íslands sem heild. Höfundur er í 1. sæti fyrir Röskvu á menntavísindasviði fyrir kosningar til Stúdentaráðs.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun