Roma pakkaði Lazio saman í borgarslagnum um Róm Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. mars 2022 19:15 Tammy Abraham átti frábæran leik í kvöld. Silvia Lore/Getty Images Roma vann frábæran 3-0 sigur á nágrönnum sínum og erkifjendum í Lazio er liðin mættust í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Tammy Abraham hefur verið í fantaformi fyrir Roma á leiktíðinni og hélt uppteknum hætti í kvöld. Hann kom heimamönnum yfir eftir aðeins 56 sekúndna leik. Hann fylgdi þá á eftir skoti Lorenzo Pellegrini sem hafnaði í þverslánni. Eftir þetta jafnaðist leikurinn aðeins út, Lazio var meira með boltann en Roma varðist fimlega. Á 22. mínútu kom svo það sem mætti kalla rothöggið en Tammy skoraði þá sitt annað mark í leiknum, að þessu sinni eftir fyrirgjöf Rick Karsdorp frá hægri. Enski framherjinn afgreiddi boltann frábærlega í netið og skoraði um leið sitt 20. mark á leiktíðinni. 15 - Tammy Abraham has now scored 15 Serie A goals this season, equalling his best top-flight league tally for Chelsea in 2019-20. In fact, since the start of 2022, only Robert Lewandowski (12) has netted more goals in the big-five European leagues than Abraham (9). Fantastico. pic.twitter.com/f9q9KqSUyo— OptaJoe (@OptaJoe) March 20, 2022 Þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik fengu heimamenn aukaspyrnu. Pellegrini smurði boltann yfir vegginn og í netið, staðan orðin 3-0 og þannig var hún í hálfleik. Í síðari hálfleik kæfðu Rómverjar leikinn og unnu því öruggan og sanngjarnan 3-0 sigur. Roma fór með sigrinum upp fyrir Lazio og sitja lærisveinar José Mourinho nú í 5. sæti með 51 stig, tveimur stigum meira en nágrannar sínir sem eru sæti neðar. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Juventus ekki í vandræðum með botnliðið Eftir afhroðið í Meistaradeild Evrópu nýverið þá vann Juventus góðan 2-0 sigur á Salernitana, botnliði Serie A – ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, í dag. 20. mars 2022 16:00 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Sjá meira
Tammy Abraham hefur verið í fantaformi fyrir Roma á leiktíðinni og hélt uppteknum hætti í kvöld. Hann kom heimamönnum yfir eftir aðeins 56 sekúndna leik. Hann fylgdi þá á eftir skoti Lorenzo Pellegrini sem hafnaði í þverslánni. Eftir þetta jafnaðist leikurinn aðeins út, Lazio var meira með boltann en Roma varðist fimlega. Á 22. mínútu kom svo það sem mætti kalla rothöggið en Tammy skoraði þá sitt annað mark í leiknum, að þessu sinni eftir fyrirgjöf Rick Karsdorp frá hægri. Enski framherjinn afgreiddi boltann frábærlega í netið og skoraði um leið sitt 20. mark á leiktíðinni. 15 - Tammy Abraham has now scored 15 Serie A goals this season, equalling his best top-flight league tally for Chelsea in 2019-20. In fact, since the start of 2022, only Robert Lewandowski (12) has netted more goals in the big-five European leagues than Abraham (9). Fantastico. pic.twitter.com/f9q9KqSUyo— OptaJoe (@OptaJoe) March 20, 2022 Þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik fengu heimamenn aukaspyrnu. Pellegrini smurði boltann yfir vegginn og í netið, staðan orðin 3-0 og þannig var hún í hálfleik. Í síðari hálfleik kæfðu Rómverjar leikinn og unnu því öruggan og sanngjarnan 3-0 sigur. Roma fór með sigrinum upp fyrir Lazio og sitja lærisveinar José Mourinho nú í 5. sæti með 51 stig, tveimur stigum meira en nágrannar sínir sem eru sæti neðar. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.
Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Juventus ekki í vandræðum með botnliðið Eftir afhroðið í Meistaradeild Evrópu nýverið þá vann Juventus góðan 2-0 sigur á Salernitana, botnliði Serie A – ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, í dag. 20. mars 2022 16:00 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Sjá meira
Juventus ekki í vandræðum með botnliðið Eftir afhroðið í Meistaradeild Evrópu nýverið þá vann Juventus góðan 2-0 sigur á Salernitana, botnliði Serie A – ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, í dag. 20. mars 2022 16:00