Að bæta kjör sín með fasteignakaupum Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar 22. mars 2022 10:30 Leigumarkaðurinn á Íslandi er gjörólíkur hinum skandinavíska. Hlutdeild leigufélaga á markaði er mun lægri hér, regluverkið annað, leiguverð hærra og húsnæðisöryggi minna. Víða erlendis getur fólk valið hvort það vilji festa peningana sína í fasteign eða búa við sveigjanleika á leigumarkaði. Þar sem best lætur er ekki hægt að segja að annar hópurinn hafi það betra en hinn. Því er öfugt farið hérlendis. Fólk sem býr í eigin fasteign eykur eign sína yfir ævina á meðan aðrir festast á leigumarkaði. Innan við 10% leigjenda segist vilja vera á leigumarkaði. Það er ekki sláandi í ljósi þess að stjórnvöld hafa rekið séreignastefnu með beinum hvötum til fasteignakaupa sem gera það mun hagstæðara að eiga húsnæði en að leigja. Sumir leigjendur greiða hærri leigu en því sem nemur afborgunum lána fyrir sambærilegt húsnæði. Það er óskiljanlegt að fólk sem á fyrir útborgun, og sýnir mánuð eftir mánuð að það geti vel staðið undir greiðslum, standist ekki greiðslumat fyrir lægri fjárhæð en það greiðir nú þegar. Við útreikning á greiðslugetu ber lánveitendum að taka mið af neysluviðmiðum á vef félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins. Slík viðmið eru því marki brennd að byggja á meðaltölum en ekki á einstaklingsbundinni neyslu. Til dæmis gera þau ráð fyrir rúmlega 200.000 krónum á ári í tómstundir og afþreyingu, á heimili tveggja fullorðinna einstaklinga með engin börn. Það skiptir engu máli við greiðslumat þótt fólk eyði mun minna en þetta í afþreyingu, þessi fjárhæð er algjört grunnviðmið. Fólk veit þetta mætavel. Í skýrslu um neysluviðmiðin frá 2011 var gerður sá fyrirvari að þau séu „hvorki endanlegur mælikvarði á hvað telst nægjanleg neysla einstakra heimila né dómur um hvað einstakar fjölskyldur þurfa sér til framfæris“. Auðvitað ætti fólk því að hafa aukin tækifæri til þess að sýna fram á greiðslugetu sína þegar viðmiðið byggir ekki á traustari grunni en þessum. Greiðslumat á að endurspegla greiðslugetu einstaklinga og fjölskyldna. Fátt endurspeglar greiðslugetuna betur en skoðun á þeim útgjöldum sem fólk hefur raunverulega staðið undir til lengri tíma. Þess vegna hef ég lagt fram þingmál, ásamt öðrum þingmönnum Viðreisnar, sem myndi heimila lánveitendum að taka tillit til þeirrar fjárhæðar sem fólk hefur greitt skv. þinglýstum leigusamningi í 12 mánuði eða lengur – og byggja greiðslumatið á henni. Hér er ekki lagt til að fólki verði gert kleift að skuldbinda sig umfram greiðslugetu. Hér er lagt til að fólki, sem er sannarlega fært um að standa undir lánagreiðslum, verði heimilað að bæta kjör sín með fasteignakaupum í stað þess að vera bundið fast á óhagstæðum leigumarkaði. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Leigumarkaður Húsnæðismál Fjármál heimilisins Viðreisn Alþingi Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Sjá meira
Leigumarkaðurinn á Íslandi er gjörólíkur hinum skandinavíska. Hlutdeild leigufélaga á markaði er mun lægri hér, regluverkið annað, leiguverð hærra og húsnæðisöryggi minna. Víða erlendis getur fólk valið hvort það vilji festa peningana sína í fasteign eða búa við sveigjanleika á leigumarkaði. Þar sem best lætur er ekki hægt að segja að annar hópurinn hafi það betra en hinn. Því er öfugt farið hérlendis. Fólk sem býr í eigin fasteign eykur eign sína yfir ævina á meðan aðrir festast á leigumarkaði. Innan við 10% leigjenda segist vilja vera á leigumarkaði. Það er ekki sláandi í ljósi þess að stjórnvöld hafa rekið séreignastefnu með beinum hvötum til fasteignakaupa sem gera það mun hagstæðara að eiga húsnæði en að leigja. Sumir leigjendur greiða hærri leigu en því sem nemur afborgunum lána fyrir sambærilegt húsnæði. Það er óskiljanlegt að fólk sem á fyrir útborgun, og sýnir mánuð eftir mánuð að það geti vel staðið undir greiðslum, standist ekki greiðslumat fyrir lægri fjárhæð en það greiðir nú þegar. Við útreikning á greiðslugetu ber lánveitendum að taka mið af neysluviðmiðum á vef félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins. Slík viðmið eru því marki brennd að byggja á meðaltölum en ekki á einstaklingsbundinni neyslu. Til dæmis gera þau ráð fyrir rúmlega 200.000 krónum á ári í tómstundir og afþreyingu, á heimili tveggja fullorðinna einstaklinga með engin börn. Það skiptir engu máli við greiðslumat þótt fólk eyði mun minna en þetta í afþreyingu, þessi fjárhæð er algjört grunnviðmið. Fólk veit þetta mætavel. Í skýrslu um neysluviðmiðin frá 2011 var gerður sá fyrirvari að þau séu „hvorki endanlegur mælikvarði á hvað telst nægjanleg neysla einstakra heimila né dómur um hvað einstakar fjölskyldur þurfa sér til framfæris“. Auðvitað ætti fólk því að hafa aukin tækifæri til þess að sýna fram á greiðslugetu sína þegar viðmiðið byggir ekki á traustari grunni en þessum. Greiðslumat á að endurspegla greiðslugetu einstaklinga og fjölskyldna. Fátt endurspeglar greiðslugetuna betur en skoðun á þeim útgjöldum sem fólk hefur raunverulega staðið undir til lengri tíma. Þess vegna hef ég lagt fram þingmál, ásamt öðrum þingmönnum Viðreisnar, sem myndi heimila lánveitendum að taka tillit til þeirrar fjárhæðar sem fólk hefur greitt skv. þinglýstum leigusamningi í 12 mánuði eða lengur – og byggja greiðslumatið á henni. Hér er ekki lagt til að fólki verði gert kleift að skuldbinda sig umfram greiðslugetu. Hér er lagt til að fólki, sem er sannarlega fært um að standa undir lánagreiðslum, verði heimilað að bæta kjör sín með fasteignakaupum í stað þess að vera bundið fast á óhagstæðum leigumarkaði. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun