Ísland endaði í 6. sæti á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar. Sá árangur þýðir að Íslendingar eru í efsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn í riðla í undankeppni EM 2024. Auk Íslands eru Noregur, Frakkland, Króatía, Slóvenía, Ungverjaland, Portúgal og Austurríki í efsta styrkleikaflokki.
Þýskaland, Svíþjóð, Spánn og Danmörk þurfa ekki að fara í gegnum undankeppnina. Þjóðverjar halda EM 2024 og Svíar, Spánverjar og Danir tryggðu sér þátttökurétt á mótinu með því að enda í efstu þremur sætunum á EM 2022.
Rússlandi og Hvíta-Rússlandi var meinað að taka þátt á EM af Handknattleikssambandi Evrópu, EHF, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Georgía og Lúxemborg tóku sæti þeirra í undankeppninni.
Liðunum 32 sem verða í pottinum verður skipt í átta fjögurra liða riðla. Efstu tvo liðin komast á EM sem og þau fjögur lið sem eru með bestan árangur í 3. sæti riðlanna. Hvert lið leikur sex leiki í riðlakeppninni, þrjá á heimavelli og þrjá á útivelli.
Styrkleikaflokkarnir
1. flokkur
- Noregur
- Frakkland
- Króatía
- Slóvenía
- Ungverjaland
- Portúgal
- Ísland
- Austurríki
2. flokkur
- Tékkland
- Pólland
- Holland
- Svartfjallaland
- Norður-Makedónía
- Serbía
- Sviss
- Úkraína
3. flokkur
- Bosnía
- Litáen
- Lettland
- Ísrael
- Slóvakía
- Tyrkland
- Rúmenía
- Grikkland
4. flokkur
- Kósóvó
- Belgía
- Eistland
- Færeyjar
- Finnland
- Ítalía
- Georgía
- Lúxemborg
Í næsta mánuði mætir Ísland Austurríki í tveimur leikjum um sæti á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi 2023.
Undankeppni EM 2024 hefst 12. október 2022 og lýkur 30. apríl 2023.